Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 58

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 58
 Ný lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Anna Pála Sverrisdóttir tók saman Hefur þú eða einhver sem þú þekkir orðið fyrir mismunun í vinnu? En það þýðir ekki að vinnuveitendur eigi að komast upp með að láta fólk njóta verri meðferðar bara fyrir að vera eins og það er. Í þessu samhengi skiptir miklu máli að sönnunarbyrði í kærumálum er öfug (einmitt – skemmtilegt!). Það er að segja, vinnuveitandinn þarf að geta sýnt fram á að hafa ekki beitt mismunun, svo lengi sem hægt er að leiða líkum að henni. Auk þess er bannað að segja starfsmönnum upp eða láta þá gjalda að öðru leyti fyrir að hafa kvartað undan eða kært mismunun. Jafnréttisstofa sér um framkvæmd nýju laganna og því verður hægt að hringja þangað og leita sér leiðbeininga. Kærumálum skal beina til kærunefndar jafnréttismála og það eru ekki bara einstaklingar sem geta leitað til hennar heldur líka til dæmis félagasamtök. Það þýðir að þú, kæra hinsegin manneskja, getur leitað til Samtakanna ´78 til að fá aðstoð og stuðning. Frá 1. september 2018 verður loksins orðið ólöglegt á Íslandi að mismuna fólki á vinnumarkaði á grundvelli meðal annars kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Þá taka gildi ný lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Hvað þýðir þetta fyrir þig sem ert hinsegin? Það þýðir til dæmis að við ráðningu í störf eða stöðuhækkanir, sem og við ákvarðanir um laun og starfskjör, er bannað að láta fólk njóta verri meðferðar vegna þess að það er hinsegin. Nýju lögin ná bæði utan um svokallaða beina mismunun og óbeina mismunun. Við beina mismunun er á hreinu hvers vegna er verið að mismuna en við óbeina mismunun kemur ekki skýrt fram að mismunun sé ástæða ákvarðanatöku. Óbein mismunun er líklega bæði algengari í nútímanum og erfiðari viðureignar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.