Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2018, Side 61

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2018, Side 61
talað um Sylvester sem hann eða hana. Stundum hafi Sylvester verið karlmaður, stundum dragdrottning, stundum eitthvað allt annað. Sylvester lést árið 1988 af völdum alnæmis en hann varði síðustu árum sínum sem talsmaður fyrir hin ýmsu HIV/alnæmissamtök og barðist fyrir meiri fræðslu og minni fórdómum auk þess sem hann safnaði miklum fjárhæðum fyrir málstaðinn. Eitt af síðustu skiptunum sem hann kom opinberlega fram var þegar hann leiddi pride-gönguna í San Francisco árið 1988, í hjólastól, rétt fyrir andlát sitt. Eitt sinn á Sylvester að hafa sagt uppi á sviði: „Fólki finnst við skrýtin núna en það á eftir að læra.“ Sem betur fer hefur þetta, að minnsta kosti að hluta til, ræst. Heimurinn er betri í dag en þegar hann stóð í stafni og ruddi brautina. Innri átök Dusty Springfield og ástarsamband í felum Mary O‘Brian, betur þekkt sem Dusty Springfield, var án efa ein þekktasta söngkonan frá Bretlandi á tuttugustu öld. Vinsældir hennar voru hvað mestar á sjötta og sjöunda áratugnum og flestir þekkja flutning hennar á laginu „Son of a Preacher Man“ sem kom út árið 1968. Ævi hennar var þyrnum stráð en hún átti við mikla áfengisfíkn að stríða auk þess sem hún skaðaði sjálfa sig ítrekað. Í ævisögum sem ritaðar hafa verið um Springfield hefur meðal annars komið fram að hún hafi stöðugt óttast hvaða áhrif það myndi hafa á feril hennar ef upp kæmist að hún væri lesbía. Hún kom óbeint út sem tvíkynhneigð í viðtali árið 1970 þar sem hún sagði frá ótta sínum við þær staðalmyndir sem lesbíur höfðu: „Ég þoldi ekki tilhugsunina um að einhver myndi líta á mig sem stóra karlmannlega konu. Ég veit það þó að ég get jafn auðveldlega heillast af karli og konu.“ Í viðtali árið 1978 sagði hún að hún vildi ekki láta setja neinn merkimiða á sig og að hún sveiflaðist á milli þess að vera með konum og körlum. Þar sagði hún enn fremur að hún vildi vera gagnkynhneigð en gæti hreinlega bara ekki elskað karlmann sem væri þó hennar markmið - að geta elskað karlmann. Það er greinilegt að Springfield átti í miklum innri átökum. Þrátt fyrir það sýndi hún mikið hugrekki að ræða þessi mál opinberlega á tímum þar sem kynhneigð poppstjarna var yfirleitt ekki rædd opinberlega og orðrómur um samkynhneigð gat lagt feril fólks í rúst. Ferill Springfield tók mikla dýfu á áttunda og níunda áratugnum. Árið 1989, um tveimur áratugum eftir að hún var hvað vinsælust, gaf hún út plötu sem átti eftir að glæða feril hennar nýju lífi. Á þeirri plötu er að finna lag sem sem fjallar um eitthvað sem margir tengja við – ástarsamband í felum þar sem annar aðilinn vill ekki segja frá því opinberlega. Lagið heitir „In Private“ og það má velta því fyrir sér hvort þar sé fjallað um ástarsamband aðila af sama kyni þar sem annar aðilinn er ekki tilbúinn að koma út. Lagið var líka samið fyrir Springfield af dúettinum Pet Shop Boys, sem lengi hefur verið tengdur hinsegin senunni, en annar helmingur hans, Neil Tennant, er opinberlega samkynhneigður. Þeir stýrðu einnig upptökum á laginu. Brautryðjendur í poppi Hér höfum við kynnst þremur mögnuðum og ólíkum persónum sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið hinsegin og poppstjörnur. Aktívistinn sem barðist gegn misrétti sem á einhvern hátt kostaði hann frægð og frama, drottningin sem notaði mótlætið í lífinu til þess að styrkja sig og var sama um hvað öðrum fannst og söngkonan sem barðist gegn því hver hún var í raun og veru þannig að það kostaði hana heilsuna. Það má segja að þau séu öll á sinn hátt hinsegin ofurhetjur sem ruddu brautina fyrir þá sem komu á eftir; gerðu það allavega örlítið auðveldara að vera hinsegin og opinber persóna en snertu líka líf þúsunda hinsegin fólks með tónlist sinni og fræddu samfélagið. Hægt væri að telja upp ótal fleiri dæmi um hinsegin manneskjur sem með tónlist sinni tóku þátt í að ryðja þessa braut á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Hvort sem það eru Village People sem sungu um draumaland samkynhneigðra í vestri árið 1978, Andy Bell í Erasure sem bað um meiri virðingu í laginu „A Little Respect“ árið 1988, Holly Johnson sem söng um frjálslegt kynlíf með Frankie Goes To Hollywood í laginu „Relax“ árið 1983, Jimmy Sommerville sem sagði sögu hinsegin unglingsins sem þráði að komast í frjálslyndari faðm stórborgarinnar í „Smalltown Boy“, eða George Michael sem söng um raunverulegt frelsi í „Freedom 90“ svo nokkur lög séu nefnd. Á hinsegindagar.is/hinseginhetjur getur þú nálgast lagalista með öllum bestu pride-lögunum, hvort sem þau eru eftir hinsegin tónlistarmenn eða ekki. Þar eru klassískar blöðrur sem þú kannt textana við og önnur sem þú hefur jafnvel aldrei heyrt áður.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
2772-0128
Sprog:
Årgange:
24
Eksemplarer:
24
Udgivet:
2000-nu
Tilgængelig indtil :
2023
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Tímarit, samkynhneigð, hommar, lesbíur, tvíkynhneigð, transfólk, intersex, Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (aug. 2018)
https://timarit.is/issue/416606

Link til denne side: 61
https://timarit.is/page/7482915

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (aug. 2018)

Handlinger: