Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2018, Page 66

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2018, Page 66
RYÐUR NÝJAR BRAUTIR Í HÖFUÐVÍGI GAGNKYNHNEIGÐRA KARLA Jón Guðmundsson hefur afrekað meira en búast mætti við miðað við ungan aldur. Hann er stofnandi og eigandi Nordica Collection sem sérhæfir sig í að flytja inn snyrti- og heilsuvörur í hæsta gæðaflokki. Við tókum hann tali og ræddum um framtíðina, viðskiptaheiminn og þann veruleika sem samkynhneigðir frumkvöðlar þurfa að lifa við. „Nordica Collection er draumur sem ég hef nostrað við í mörg ár,“ segir Jón. „Ég er alltaf með stórar hugmyndir, kannski of stórar stundum, en mér tekst alltaf að koma þeim í verk með því að finna rétta fólkið. Það skiptir ekkert meira máli en hvernig fólki þú vinnur með, stórar hugmyndir verða ekki að veruleika með harki einnar manneskju, þú þarft lið og stundum fjölskyldu. Frumkvöðlar á Íslandi eiga alltaf á brattann að sækja en Jón hefur bætt fyrir það með því að tengja sig við sterk og þekkt vörumerki sem hafa hlotið góðan hljómgrunn á Íslandi. „Ég bjó í Evrópu í átta ár og aflaði mér góðrar reynslu af sölumennsku. Tengingarnar sem maður myndar í þannig störfum eru ómetanlegar. Þar lærði ég að það er best að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þú tapar á því að taka ekki hástökkið. Viðskipti eru ekkert nema þær tengingar sem þú skapar. Og þær verða aðeins til með því að þora.“ Jón er aðeins 28 ára en hefur þó marga fjöruna sopið. „Ég bjó á Möltu og vann við að selja alþjóðlega heilbrigðisþjónustu. Þar myndaði ég viðskiptatengsl víðs vegar um Miðjarðarhafslöndin. Malta er merkilegt land, þar er svipaður fólksfjöldi og á Íslandi en eyjan er á stærð við Reykjavík. Ég hafði verið þar í nokkurn tíma þegar ég ákvað að slá til og láta Nordica verða að veruleika. Við byrjuðum um síðustu áramót í raun og veru. Ég skrifaði undir samning við fyrstu vörumerkin 18. desember og þremur vikum síðar var ég fluttur til Íslands. Viðbrögðin hafa verið með ólíkindum. Við erum með 190 vörur frá níu vörumerkjum og erum komin í yfir 45 búðir á landinu.“ En hvernig velur hann hvaða vörur hann flytur inn? „Ég fer eftir gæðum fyrst og fremst. Það er aðeins ein leið til að skapa tryggð og það er með því að gera það sem þú segist ætla að gera vel. Alltaf. Við flytjum inn snyrtivörur og heilsuvörur frá framleiðendum sem við getum treyst.“ Smokkar eru nýjasta vara Jóns en hann hóf sölu á SKYN í júní. „SKYN er krúnudjásnið okkar þessa dagana. Smokkarnir þeirra eru ótrúlegir, það er ekki hægt að segja annað. Þeir eru sérhannaðir til að líkja eftir húðinni og þeir eru sterkari, skemmtilegri og næmari en aðrir smokkar. Þetta er upplifun sem þú verður eiginlega að prófa til að trúa.“ En Jón hefur þurft að bregðast við mörgum hindrunum, ekki bara sem nýr aðili á hörðum markaði heldur einnig sem samkynhneigður maður í viðskiptalífinu. „Staðreyndin er sú að viðskiptaheimurinn er karllægur en líka gagnkynhneigður. Það getur reynst vandamál þegar maður er að ferðast um heiminn í leit að nýjum vörum, sú leit getur leitt mann á staði sem ekki eru jafn opnir og Ísland. Og jafnvel á Íslandi þarf maður að hafa varann á, sumir taka vöruna ekki alvarlega ef samkynhneigður maður flytur hana inn og hún getur jafnvel fengið á sig stimpil. Ég er ekki að flytja inn förðunarbursta og smokka bara fyrir samkynhneigða, ég er að flytja þá inn fyrir alla sem hafa áhuga á að líta vel út og stunda geðveikt kynlíf. Og með því að vera sýnilegur og opinn, bæði í viðskiptum og mínu persónulega lífi, get ég kannski reynt að brjóta upp þessa staðalímynd sem er í viðskiptaheiminum í dag.“ KYNNING

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.