Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 35

Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 35
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með um 7.000 starfsmenn, þar af um 700 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og framþróun í öllu okkar starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkar öflugt fólk, sem hefur áhuga á að mæta nýjum og spennandi áskorunum á hverjum degi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan vinnutíma, glæsilegan matsal, framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf. Ert þú forvitin(n) og hefur áhuga á framleiðslutækni? Marel leitar að öflugum aðila til starfa í teymi framleiðsluþróunar við starfsstöð fyrirtækisins á Íslandi. Um er að ræða starf framleiðslusérfræðings (Manufacturing Engineer) með sérhæfingu á sviði framleiðslutækni og fjárfestinga. Starfið krefst þess að viðkomandi sé drífandi og skipulagður og brenni fyrir tækninýjungum og umbótum á vinnsluferlum í framleiðslu. Sérfræðingur í framleiðslutækni og fjárfestingaverkefnum Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Ágúst Einarsson, Manager Manufacturing Engineering, Sigurdur.Agust@marel.com. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2021. Sótt er um starfið rafrænt á heimasíðu Marel, www.marel.is/störf Starfssvið: • Að leiða fjárfestingaverkefni fyrir nýjan framleiðslubúnað • Framkvæmd greininga í öllum framleiðsluferlum með sérstaka áherslu á vinnsluferli í íhlutaframleiðslu • Nýting framleiðslugagna við ákvarðanatöku • Að hafa yfirsýn yfir framþróun á framleiðslutækni fyrir framleiðslustarfsemi Marel á Íslandi • Að viðhalda sérfræðiþekkingu á þeim tæknibúnaði sem notaður er í starfsemi Marel • Gerð og eftirfylgni fjárfestingaáætlana fyrir framleiðsluverksmiðju Marel • Samstarf við vöruþróun Marel vegna upplýsinga um getu framleiðslubúnaðar og framtíðarþarfa við gerð fjárfestingaáætlana Hæfniskröfur: • Menntun í verk- eða tæknifræði • Að lágmarki 3-5 ára starfsreynsla og reynsla af stýringu verkefna í iðnaði, helst fjárfestingaverkefna • Áhugi og þekking á eiginleikum framleiðslubúnaðar • Skipulags- og samskiptafærni er mikilvæg • Hæfni á sviði gagnagreininga • Reynsla af notkun Lean aðferða • Geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymi • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli Fjársýslan leitar að öflugum leiðtoga sem hefur metnað og getu til að leiða framúrskarandi þjónustu á sviði reikningshalds. Starfið er krefjandi en jafnframt spennandi stjórnunarstarf þar sem frumkvæði, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín og heyrir starfið beint undir fjársýslustjóra. Hlutverk bókhaldssviðs er yfirumsjón með bókhaldi fyrir ríkissjóð og ráðuneyti ásamt þjónustu við um 300 mismunandi ríkisaðila og verkefni. Fjársýsla ríkisins veitir ríkisaðilum fjölbreytta þjónustu á sviði opinberra fjármála. Unnið er markvisst að því að þróa verklag til aukinnar skilvirkni, meðal annars með sjálfvirknivæðingu ferla. FORSTÖÐUMAÐUR BÓKHALDSSVIÐS Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði reikningshalds er kostur • Reynsla og þekking á bókhaldsstörfum • Reynsla í að leiða stafræn umbótaverkefni, breytingastjórnun og endurhönnun ferla • Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði og árangri • Reynsla af stjórnun teyma og að byggja upp sterka liðsheild • Leiðtogahæfni og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Mjög góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála sem sinnir fjölbreyttum krefjandi verkefnum. Gildin okkar eru þekking, áreiðanleiki og þjónusta. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, jákvæð og opin samskipti og framþróun og metnað í verkefnum okkar. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Sótt er um starfið á starfatorg.is og skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til 7. júní nk. og verður öllum umsækjendum svarað. Um 100% starf er að ræða og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármála- og efnahagsráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Við ráðningu í starfið er farið eftir jafnréttisstefnu Fjársýslunnar. ATVINNUBLAÐIÐ 5LAUGARDAGUR 22. maí 2021

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.