Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 8
Stjórnvöld í Japan sæta auknum þrýstingi til að aflýsa Ólympíuleikunum. Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að allt verði gert til að leikarnir fari fram í sumar. arnartomas@frettabladid.is JAPAN Um 60 prósent Japana vilja að hætt verði við Ólympíuleikana sem eiga að hefjast þar í landi 23. júlí. Þetta kemur fram í niðurstöð- um skoðanakönnunar dagblaðsins Yomiuri Shimbun. Eins og Fréttablaðið greindi frá ákváðu japönsk stjórnvöld í síðustu viku að framlengja neyðarástand í landinu vegna Covid-19 fram til maíloka. Fjórða bylgja faraldursins stendur nú yfir og þúsundir nýrra tilfella hafa greinst daglega að undanförnu. Alls hafa 642 þúsund greinst með smit í landinu. „Það yrði óásættanlegt ef ófull- næg ja nd i r áðst a f a n i r veg na leikanna yrðu þess valdandi að ný af brigði veirunnar bærust til landsins,“ sagði Yukio Edano, leið- togi stjórnarandstöðunnar í Japan, á þingfundi í síðustu viku. Þrátt fyrir að hafa ítrekað sagt að leikarnir yrðu haldnir virðist for- sætisráðherrann Yoshihide Suga einnig vera að íhuga stöðu mála. Aðspurður hvort halda ætti þá ef faraldurinn héldi áfram að stig- magnast svaraði hann: „Ég hef aldr- ei sett leikana í fyrsta sæti.“ „Við erum að sjálfsögðu áhyggju- full en það hefur verið í umræð- unni núna að Ólympíuleikarnir muni fara fram með breyttu sniði,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framk væmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Það er verið að gera allar ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti sem hægt er.“ Líney segir þó að lokaákvörð- unin um að taka þátt á leikunum sé undir íþróttafólkinu komin. „Það mun enginn neyða einn né neinn til að fara,“ segir hún. Að sögn Líneyjar hefur Alþjóða- ólympíunefndin gert samning við lyfjaframleiðandann Pfizer og nú sé verið sé að skoða hvort hægt verði að bólusetja íslensku Ólympíufarana áður en þeir fara út. Alþjóðlegir áhorfendur verða ekki á leikunum í ár og miklar tak- markanir eru á hverjir mega sækja leikana. Aðspurð hvað það myndi þýða fyrir íþróttafólkið ef leikunum yrði aflýst segir Líney að einhverjir gætu misst tækifærið til að taka þátt. „Ef til þess kæmi væri það auð- vitað skelfilegt fyrir íþróttafólk sem hefur verið að undirbúa sig í alla vega fjögur ár, ef ekki mun lengur, og missir síðan tækifærið á að spreyta sig á þessu stærsta sviði íþróttanna,“ segir hún. „Við krossum fingur um að þetta geti allt farið fram með öruggum hætti, en að sjálfsögðu má ekki taka neina áhættu með heilsu og líf fólks.“ n Óvissan um Ólympíuleikana fer vaxandi „Slökkvið á Ólympíukyndlinum“ segir á borða mótmælanda í Japan um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Við krossum fingur um að þetta geti allt farið fram með öruggum hætti, en að sjálfsögðu má ekki taka neina áhættu með heilsu og líf fólks. Líney Rut Hall- dórsdóttir, framkvæmda- stjóri Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands Sóknarfæri í loftslagsmálum 2021 | Ársfundur Samáls Ársfundur Samáls verður haldinn í dag, þriðjudag kl. 14:00. Fylgjast má með viðburðinum á vefsvæði Samáls, www.samal.is. Eftir streymið verður fundurinn áfram aðgengilegur á vefsvæði Samáls. Staða og horfur í áliðnaði • Gunnar Guðlaugsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Norðuráls Ávarp • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sóknarfæri í loftslagsmálum • Guðrún Þóra Magnúsdóttir, leiðtogi umhverfismála og rannsóknastofu hjá Isal • Steinunn Dögg Steinsen, framkvæmdastjóri umhverfis- og öryggissviðs Norðuráls • Fiona Solomon, framkvæmdastjóri Aluminium Stewardship Initiative Samkeppnishæfni íslenskrar álframleiðslu • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins • Bjarni Már Gylfason, leiðtogi samfélagsmála og samskipta hjá Isal • Guðrún Sævarsdóttir, dósent í verkfræði við verkfræðideild HR • Eoin Dinsmore, yfirmaður greiningarsviðs áliðnaðar hjá CRU Nýr tónheimur og hringrásarvæn hönnun • Nýr tónheimur opnast með alúfóni, nýju hljóðfæri Sinfóníunnar • Innlit í framleiðslu á hringrásarvænum vörum hönnunarfyrirtækisins Fólks Reykjavík Fundarstjóri er Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli 8 Fréttir 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.