Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 13

Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 13
Ágæti útvarpsstjóri! Þær lúmsku hræringar sem hóf- ust fyrir rúmu ári síðan hafa nú magnast upp í meiri háttar ham- farir í geldingadölum íslenskunnar. Geldingadalir eru það sannarlega, því markvisst er unnið að því í fjöl- miðlum að svipta tungumálið okkar fegurð sinni og þokka. Aldrei hefði mig órað fyrir að Ríkisútvarpið færi þar fremst í f lokki – sú stofnun sem ég hef frá blautu barnsbeini borið mikla virðingu fyrir og tekið mér til fyrirmyndar hvað málfar snertir. Upp á síðkastið hafa æ f leiri fréttamenn stofnunarinnar tekið sér í munn þá nýlensku sem öðru hverju heyrðist í fyrra, en sem nú virðist hafa verið fyrirskipuð að ofan. Þar á ég við orðbragð á borð við stuðningsfólk, hestafólk, björg- unarfólk, lögreglufólk og aðila í alls kyns samsetningum, í stað stuðn- ings-, hesta-, björgunarsveitar- og lögreglumanna, o.s.frv. Frá aldaöðli hefur verið hefð fyrir því í íslensku að vísa til óskilgreindra hópa með töluorðum og fornöfnum í karlkyni, en talsmenn nýlenskunnar eru þessu andsnúnir, svo ekki er lengur talað um að þrír hafi verið hand- teknir, heldur þrjú, ekki minnst á þá sem brutu af sér, heldur þau, o.s.frv. Þessi talsmáti er ekki aðeins afkáralegur, heldur krefst hann þess af fréttamönnum að þeir hafi kom- ist að því fyrir fréttalesturinn hvort umræddir voru karlar eða konur. Það sem virðist hafa gleymst er að konur eru og verða alltaf menn. „Það á ekki að kjósa mig af því að ég er kona, það á að kjósa mig af því að ég er maður, og innan orðsins maður er bæði karl og kona,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir árið 1980. Þetta hefur lýðum verið ljóst fram að þessu, en nú er allt gert af ákveðn- um þrýstihópum til að véfengja það. Á vefsíðu RÚV stendur: „Ríkisút- varpið er útvarp allra landsmanna.“ (Seinasta orðið hefur greinilega gleymst að strika út í takt við nýlenskustefnuna.) Þar af leiðandi er stofnunin í leiðtogahlutverki. Þar stendur einnig: „Við leggjum sérstaka rækt við íslenska tungu,“ en í þeirri rækt hefur Ríkisútvarpið algerlega brugðist, einmitt þegar þetta hlutverk þess hefur aldrei verið mikilvægara. Ungt fólk í dag les takmarkaðan fjölda bóka og sækir sér alla sína af þreyingu og upplýsingar ýmist á netið, í hlað- varp eða útvarp. Málvitund þess veltur því nær eingöngu á þeim fyrirmyndum sem það fær á slíkum miðlum. Þar af leiðandi eru áhrif RÚV gífurleg. Eins og fram kemur á vefsíðu ykkar nýta meira en 70 pró- sent þjóðarinnar sér þjónustu Rík- isútvarpsins daglega. Nýlenskunni er því þvingað upp á stóran hluta þjóðarinnar á degi hverjum. Stuðningur við nýlenskuna er á misskilningi byggður. Hún hefur Í geldingadölum íslenskunnar: opið bréf til útvarpsstjóra Vala Hafstað þýðandi, blaða- maður og skáld nefnilega ekkert með frjálslyndi eða kvenréttindi að gera, heldur ber hún einfaldlega vott um einstrengings- legan hugsunarhátt og algeran skort á máltilfinningu. Hún snýst ekki um jafnréttisbaráttu heldur ýmist um ofstæki, sýndarmennsku eða ótta við álit þrýstihópa. Það er hrein fásinna að líta á þessa af bökun tungumálsins sem mikilvægt vopn í baráttunni fyrir jafnrétti. Það er sömuleiðis út í hött að vinna mark- visst að því að útrýma orðum sem eru fjarri því að kasta rýrð á nokk- urn hóp. Þeir sem nýlenskunni beita afmynda tungumálið undir yfirskini tiltekinnar hugmynda- fræði, en um leið rýra þeir og raska hefðbundinni merkingu fjölmargra orða. A f leiðing in verðu r a nna r s vegar sú að þeir sem ekki aðhyll- ast nýlenskuna eru brennimerktir sem karlrembur eða íhaldspakk, og hins vegar sú að nýja kynslóðin fær brenglaðan skilning á öllu sem áður var ritað. Hún fer t.d. að trúa því að hesta-, björgunarsveitar- og starfsmenn hafi aldrei verið annað en karlkyns. Af lestri gamalla frétta mun hún ímynda sér að allir sem nokkurn tíma hafi verið hand- teknir, f luttir á sjúkrahús, eða verið með óspektir í miðbænum hafi verið karlmenn. Hún mun álykta að mannamót hafi verið karlasam- komur, mannamatur hafi verið ætlaður körlum einum, mann- gengir hellar verið lokaðir konum, að mannýg naut hafi aðeins ráðist á karla, o.s.frv. Ef fram fer sem horfir mun verða brýn þörf á að fá andlausa skrif- finna, sérhæfða í tungu geldleikans, til að endurrita allar okkar bók- menntir og aðrar ritaðar heimildir sem fylgt hafa þjóðinni um aldir. Þar mun manndrápsveður trú- lega verða kallað fólksdauðaveður, mannafælur einstaklingafælur, manngangur stykkjahreyfingar, mannamál fólksmál, mannbroddar einstaklingsbroddar, landsmenn landsfólk, manntal manneskjutal, mannamót aðilahittingar, og skess- ur munu ekki lengur finna manna- þef í helli sínum, heldur aðilafýlu. Sjálfri f innst mér aðilafýlan óbærileg og ég hvet þig, ágæti útvarpsstjóri, eindregið til þess að gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að eyða henni og forða íslensk- unni frá þeirri ógn sem yfir henni vofir í geldingadölum. Kveðja, Vala Hafstað n Á vefsíðu RÚV stendur: „Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna.“ (Sein- asta orðið hefur greini- lega gleymst að strika út í takt við nýlenskustefn- una.) Þar af leiðandi er stofnunin í leiðtogahlut- verki. Þar stendur einnig: „Við leggjum sérstaka rækt við íslenska tungu.“ Það er hrein fásinna að líta á þessa afbökun tungumálsins sem mikil- vægt vopn í baráttunni fyrir jafnrétti. Frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá færir útgerðunum ótímabundinn ráðstöfunarrétt á fiskimiðunum. Einföld breyting á frumvarpinu um að greiða eigi fullt gjald fyrir tímabundin afnot af auðlindunum tryggir greiðslu til þjóðarinnar. HVAÐ ÆTLAR FLOKKURINN ÞINN AÐ GERA? Skoðun 13ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2021

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.