Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 19
Valur leggur áherslu á faglega þjálfun barna og þar búa reyndir þjálfarar til aðstæður þar sem börnin geta fundið sinn farveg og fengið stuðning til að ná árangri þegar þau eldast. Þar er líka mikil áhersla á félagsstarf og samstarf við foreldra. Óskar Bjarni Óskarsson er yfir- þjálfari yngri flokka í handbolta hjá Val og Soffía Ámundadóttir þjálfar yngri flokka félagsins í fót- bolta. Þau hafa bæði áratugalanga reynslu af þjálfun barna sem gefur þeim góða innsýn í hvað skiptir mestu máli. „Í fyrsta lagi gleymist oft að krökkunum líði vel og séu í umhverfi sem skapar heilbrigða einstaklinga og góða Valsara. Við viljum alltaf vera að ala upp leik- menn sem stefna hátt,“ segir Óskar. „Fyrir yngri krakkana reynum við að vinna þetta þannig að þau geti prófað allar íþróttir hjá okkur. Æfingar í ólíkum íþróttagreinum stangast ekki á, svo það sé hægt að stunda fleiri en eina. Svo þegar þau verða eldri verður þetta einbeitt- ara.“ „Það sem mér finnst mikilvægast er forvarnargildið sem íþróttastarf barna hefur. Að við séum að stuðla að heilsueflandi lífi til framtíðar og hjálpa þeim að finna sinn farveg,“ segir Soffía. „Það er svo númer 1, 2 og 3 að hafa þetta gaman svo barnið vilji koma. Annars hætta þau bara að mæta, því þau eru ekki alltaf þarna af því að þau vilja æfa fótbolta. Það skiptir líka miklu máli að börn finni til öryggis og viti að hverju þau ganga á æfingum.“ Pláss fyrir sérhæfingu Valur er með afreksstefnu til að hjálpa þeim iðkendum sem vilja ná langt í íþrótt sinni. „Í handboltanum viljum við byrja á að byggja upp fjöldann í yngri flokkum og afreksstarfið hefst síðan í kringum 7.-8. bekk,“ segir Óskar. „Þá er í boði að koma á aukaæfingar og reynt að kveikja ákveðinn neista varðandi hvað þarf að gera aukalega til að styrkja sig andlega og líkamlega. Við bjóðum upp á þessar séræfingar fyrir alla og myndum alveg vilja geta boðið upp á meira af þeim.“ „Í fótboltanum fer þetta að verða sérhæfðara í þriðja flokki. Leik- menn eru farnir að huga að fram- tíðinni og bilið milli þeirra er farið að aukast,“ segir Soffía. „Í framhald- inu fá sumir leikmenn að fylgjast með og fara á meistaraflokks- æfingar. Mér finnst að við eigum að láta vita strax í þriðja flokki til hvers Valur ætlast af leikmönnum og ekki gefa falsvonir. Þarna vitum við hverjir geta farið alla leið og við þurfum að segja fólki það. Þá skiptir máli að bjóða upp á séræfingar þannig að leikmenn geti sérhæft sig betur, en í grunn- inn ertu samt að kenna mark- miðasetningu og aðrar aðferðir sem nýtast almennt í lífinu,“ segir Soffía. „Bestu námsmenn í framhaldsskólum og háskóla er oft íþróttafólk sem hefur lært að vera ofboðslega agað, skipulagt og vandvirkt.“ Nauðsynlegt að efla liðsheild „Það er mjög mikilvægt að efla liðsheildina hjá þessum yngri flokkum og það eru ýmsar leiðir til þess. Það er gott að vera með eitthvað félagsstarf eins og pítsu- veislur eða spurningakeppnir og hún. „Soffía er snillingur í því,“ segir Óskar. „Keppnisferðir eru líka mjög dýrmætar. Það að fara út á land eða til útlanda í æfinga- eða keppnisferð þéttir hópinn og eykur liðsheildina. Við bjóðum líka upp á fyrirlestra fyrir bæði foreldra og iðkendur um liðsheild, markmið, ofálag, svefn, höfuðmeiðsli og ýmislegt fleira,“ segir Óskar. „Það er oft gott að fá góða aðila til að tala um liðsheild og við erum með mikið af góðum fyrirmyndum sem hafa hjálpað mikið í gegnum árin og eru alltaf til í að leggja okkur lið.“ „Ég legg rosa mikið upp úr félagslega hlutanum,“ segir Soffía. „Stelpur eru líka betri í því en strákar, þær eru meiri félagsverur. Það skiptir máli að það sé góður andi í hópnum og það verða allir að bera ábyrgð. Fyrirliðar og leið- togar draga oft vagninn í félagslega hlutanum. Krakkar sem koma úr íþróttaheiminum eru betri í að vinna í hóp á vinnustöðum, halda uppi stemningu og takast á við sigra og töp. Þetta íþróttauppeldi gefur mikið. Félagslegi þátturinn skiptir rosa miklu upp á samheldni, svo allir séu að fara í sömu átt,“ segir Soffía. „Ég veit að þjálfarar strákanna öfunda okkur stundum af sam- heldninni og þeir eru að reyna að sinna þessum hluta betur.“ Hlutverk foreldra hefur aukist „Hlutverk foreldra í íþróttastarfi barna hefur breyst og aukist mjög mikið með árunum og nú gegna þeir lykilhlutverkum við skipu- lag, ferðir, fjáraflanir og alls kyns starf. Oft og tíðum sjá þeir um allt, þannig að þjálfarinn þarf bara að hugsa um leikinn,“ segir Óskar. „Þeir hjálpa líka við fræðslu og vilja bæta starfið og styðja við bakið á iðkendum. En í íþróttum getur mótlæti oft komið upp og það þarf kannski að auka fræðslu til for- eldra um hvernig á að taka því. Við hjá Val erum líka með pabba- og mömmuklúbba, sem heita Fálkar og Valkyrjur og hafa veitt starfinu mikinn styrk. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla ómetanlega stuðning sem þau veita,“ segir Óskar. „Ég myndi segja að hlutverk for- eldra eigi fyrst og fremst að vera að styðja barnið sitt og starf Vals. Þeir eiga líka að vera klappstýra allra og ekki stíga yfir á verksvið þjálfar- ans,“ segir Soffía. „Mér finnst Valur hafa staðið sig vel síðustu ár við að leggja foreldrum línur. Hlutverk foreldra er mjög mikilvægt, en þeir verða líka að gefa þjálfurum vinnufrið. Foreldrar eiga heldur ekki að ryðja hindrunum úr vegi fyrir börnin sín, heldur sjá að það er hollt fyrir börn að takast á við mótlæti,“ segir Soffía. „Ef foreldri stígur alltaf inn lærir barnið ekki neitt.“ Góð aðstaða og utanumhald „Við í Val erum í mjög góðum málum hvað varðar aðstöðu, þó maður vilji alltaf meira. Við erum með styrktarsal og styrktar- þjálfara, þrjá gervigrasvelli, tvö íþróttahús, mikið af sölum og félagsheimilið Fjósið,“ segir Óskar. „En það hefur líka orðið mikil fjölgun í félaginu og það þarf að stefna hærra. Á döfinni er þörf á fjölnota íþróttahúsi miðsvæðis, sem gæti þjónað bæði Val og stærra samfélagi.“ „Aðstaðan hjá Val er framúrskar- andi og með því besta sem finnst á Íslandi, en ég myndi reyndar vilja sjá nýtt knatthús fljótlega,“ segir Soffía. „Utanumhald er líka alltaf að verða faglegra. Við erum með námsskrá sem við fylgjum og yfirþjálfara sem tryggja að þjálfun sé fagleg. Það er mikilvægt upp á árangur að halda öllum á tánum og að allir stefni í sömu átt.“ Fagleg þjálfun fyrir börn Óskar Bjarni Óskarsson er yfirþjálfari yngri flokka í handbolta hjá Val. FRÉTTABLAÐ- IÐ/ANTON BRINK Soffía Ámunda- dóttir þjálfar yngri flokka Vals í fótbolta. MYND/AÐSEND Fjósið er sögufrægt félagsheimili Valsmanna og var vígt árið 1948. Félagsheimilið var starfrækt í Fjósinu fram til ársins 1987 þegar það var flutt í stærri sal inni í íþróttahúsi. Að sögn Gunnars Kristjánssonar, Fjósameistara og veitingastjóra, var ákveðið fyrir fimm árum síðan að gera gamla Fjósið upp. Því verki lauk svo í apríl 2018 og húsið var tekið aftur til notkunar. „Ég hef verið tengdur við Val frá barnæsku og spilaði bæði fótbolta og hand- bolta með yngri flokkum Vals. Þá hef ég sinnt sjálfboðaliðastörfum hjá félaginu í nokkur ár og þegar kom að því að finna Fjósameistara var ég beðinn um að taka starfið að mér og reka Fjósið. Nú hef ég verið Fjósameistari í þrjú ár,“ segir Gunnar. Heimilisleg aðstaða heillar Fjósið gegnir hlutverki klúbbhúss og félagsheimilis þar sem yngri flokkar, foreldrar og lið í öllum deildum Vals halda fundi. „Unga kynslóðin hefur styrkt Valsvitund- ina með því að drekka sögu félags- ins í sig í þeirri glæsilegu aðstöðu sem byggð hefur verið upp hér í Fjósinu. Leikmenn meistaraflokka félagsins og mótherjar þeirra hafa líka oft komið hingað í mat eftir leiki. Fjósið býður upp á heimilis- lega aðstöðu sem hefur nýst öllum félagsmönnum, fjölskyldum þeirra, vinum og gestum í sögu- frægu húsi. Fjósið er einnig leigt út fyrir hvers kyns mannfagnaði eins og afmæli, fermingarveislur, erfi- drykkjur, árshátíðir og jólahlað- borð. Þá er Fjósið sérlega heppileg fundaraðstaða fyrir fyrirtæki og rúmar allt frá 10-100 manns í fund- aruppsetningu. Salurinn tekur við um 20-80 manns í sitjandi veislur og um 50-180 manns í standandi veislur. Þá býður Fjósið einnig upp á boltann í beinni.“ Fjölmargir merkir menn og konur hafa komið að endur- reisn fjóssins. „Halldór Einarsson barðist í mörg ár fyrir því að Fjósið yrði endurbyggt og hafið til fyrri virðingar og vegsemdar. Brynjar Harðarson, þá framkvæmda- stjóri Valsmanna hf., sá þá öðrum fremur til þess að endurbygging Fjóssins var tekin með í uppbygg- ingu undanfarinna ára að Hlíðar- enda. Kristján Ásgeirsson arkitekt ber svo ábyrgð á því hversu flott félagsheimili Fjósið er,“ segir Gunnar að lokum. Félagsheimili með sögu og sál Gunnar hefur verið Fjósameistari í þrjú ár, eða frá því húsnæðið var tekið aftur til notkunar sem félagsheimili Valsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. Halldór Einarsson barðist í mörg ár fyrir því að Fjósið yrði endurbyggt og hafið til fyrri virðingar og veg- semdar. Gunnar Kristjánsson 3ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2021 VALUR 110 ÁR A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.