Fréttablaðið - 11.05.2021, Side 20

Fréttablaðið - 11.05.2021, Side 20
Edvard Börkur Edvardsson, for- maður knattspyrnudeildar Vals, hefur verið í stjórn deildarinnar frá árinu 2003 að einu ári undan- skildu. Hann segir Val vera rekið sem afreksfélag og til að það gangi þurfi allt skipulag að vera í lagi. Börkur segir að til að meistara- flokkar félagsins nái að blómstra þurfi þeir að geta æft við bestu aðstæður sem völ er á. „Þeir þurfa að hafa vel menntaða og hæfa þjálfara og allt utanum- hald þarf að vera fyrsta flokks. Það er forsenda þess að ná árangri. Valur er afreksfélag, við viljum ná ákveðnum árangri árlega, vera í toppbaráttu og vinna titla. Það sem við í stjórninni erum að vinna að á hverjum degi, til að það gangi upp, er að vinna í ferlum utanvallar og styrkja undirstöður frá degi til dags,“ segir hann. „Við teljum okkur komin á ákveðin stall hér heima og vera leiðandi knattspyrnufélag hvað þetta varðar. Önnur félög horfa til okkar, sem er mjög jákvætt. En við vöknum ekki fullmett á morgnana. Við erum sífellt að leita leiða til að bæta okkar árangur, utanumhald og umgjörð og viljum vera betri í dag en í gær. Það knýr okkur áfram að geta lokað augunum að kvöldi dags, litið yfir daginn og sagt: Flott, við tókum framfaraskref.“ Börkur segir titlana tala sínu máli en Valur hefur verið eitt sigur- sælasta félag Íslands fyrr og síðar. „Knattspyrnudeildin hefur verið að vinna Íslandsmeistaratitla, bæði í kvenna- og karlaboltanum, og bikarmeistaratitla, og Reykja- víkur- og lengjubikars titla reglu- lega undanfarin ár. Við höfum reglulega selt leikmenn til útlanda frá árinu 2003. Við erum býsna stolt af okkar árangri.“ Ígildi atvinnumannaliða „Við erum óhrædd að segja frá því opinberlega að þessi leiðandi félög á Íslandi eru orðin ígildi atvinnumannaliða. Það er að segja í karlafótbolta. Leikmenn eru að fá ágætlega greitt fyrir að stunda sína íþrótt og sína vinnu. Þetta er vinnan þeirra og þeirra lifibrauð. Samhliða þessu höfum við aukið kröfur á okkar leikmenn jafnt og þétt. Við lítum á að þetta skref, að verða atvinnumannalið eða ígildi þess, muni hjálpa okkur að ná betri árangri í Evrópukeppnum,“ segir Börkur. Hann vonar að kvennaboltinn fylgi karlaboltanum næstu árin og að stærstu liðin geti orðið að atvinnumannaliðum. „Það er stórsókn í kvennabolt- anum um allan heim. Nú þegar eru leikmenn í þessum stærstu liðum kvennamegin að fá greidda ein- hvers konar bónusa eða laun. Ég sé fram á að það muni bara aukast á komandi árum þegar meiri pen- ingur verður til í kringum kvenna- boltann. Hann verður vonandi sjálfbær. En þangað til reiða þær sig svolítið á þær tekjur sem koma inn karlamegin. Við setjum okkar tekjur í einn pott og greiðum jafnt til kvenna- og karlaliðanna, þá á ég við allan kostnað, gjöld og slíkt,“ segir hann. „Ég held að í framtíðinni sé okkar stærsta áskorun að ná betur utan um yngri flokka félagsins og vera með þau gæði á þjálfun og fræðslu þannig að krakkarnir skili sér sem betra knattspyrnufólk upp í meistaraflokka okkar en það hefur verið gríðarleg fjölgun iðkenda samhliða uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu og við erum að sjá áður óþekktar iðkendatölur. Við verðum áfram toppklúbbur sem heldur áfram að vinna titla, bæði kvenna- og karlamegin.“ Toppklúbbur sem vinnur titla E. Börkur Edvardsson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals. FRÉTTABLAÐ- IÐ/SIGTRYGGUR ARI Hörður Gunnarsson hefur verið bæði varaformaður Vals og for- maður. Hann er eini Valsmaður- inn sem verið hefur í stjórnum handknattleiksdeildar, knatt- spyrnudeildar og körfuknatt- leiksdeildar félagsins, auk setu í aðalstjórn. Hann hefur unnið fyrir félagið í 38 ár og þekkir því vel til starfsins á Hlíðarenda. Hörður hóf stjórnarsetu fyrir Val í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar árið 1982 og hefur nær allar götur síðan setið í aðalstjórn, ýmist sem fulltrúi deilda, almennur stjórnar- maður, sem varaformaður í tíu ár og svo formaður í fimm ár. Hörður þekkir því óhjákvæmilega vel til í Val. „Það sem mér finnst skipta einna mestu máli í starfi íþróttafélags er að halda vel utan um yngstu iðkendurna. Mér finnst mikilvægt að huga að fjölbreytni í æfingum og koma þannig til móts við ólíkar þarfir og áhuga. Það gefur krökk- unum innsýn í ólíkar greinar og gæti dregið úr brottfalli á unglings- árum,“ segir Hörður. „Hafa ekki rannsóknir sýnt að börn og unglingar eigi að velja sér íþrótt eins seint og hægt er? Því meiri fjölbreytni því líklegra er að börn og unglingar endist í íþróttum og meiri líkur á að þeir einstaklingar sem fá fjölbreyttar æfingar nái lengra sem afreks- menn.“ Hörður segir að hjá Val eigi iðk- endur og foreldrar að finna fyrir ákveðinni sérstöðu. Á Hlíðarenda er lögð áhersla á að þjálfarar séu vel menntaðir, allt frá yngstu aldurshópunum en það tryggir betur faglegt starf. Einnig leggjum við áherslu á að vel sé tekið á móti öllum sem mæta á Hlíðarenda og taka sín fyrstu skref í skipulögðum íþróttum. „Okkur finnst mikilvægt að foreldrar finni fyrir fagmennsku í þjálfun og að við bjóðum upp á góða aðstöðu fyrir krakkana. Foreldrar verða að geta treyst því og vita að börnin eru í góðum höndum þegar þau stunda íþróttir í Val,“ segir hann. Jafnrétti kynjanna Hörður segir Val leggja mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og hann lagði mikla áherslu á það sem formaður. „Við tókum stórt skref í þá átt á sínum tíma og það átti sinn þátt í því að við fengum viðurkenningu frá ÍSÍ. Við vorum eitt fyrsta félag landsins sem fékk vottun fyrir allar deildir karla og kvenna sem Fyrir- myndarfélag ÍSÍ. Það er mikilvægt að það sé eins tekið á móti öllum krökkum óháð félagslegri stöðu eða hvaða kyni þau tilheyra. Að þau fái jafna æfingatíma, jafn hæfa þjálfara, jafn mikinn stuðning og hvatningu,“ segir hann. „Í yngstu flokkunum ættu krakkarnir að æfa saman óháð kyni enda er meiri einstaklings- munur á milli ungra barna en á milli stráka og stelpna.“ Hörður leggur áherslu á að þó að Valur sé afreksfélag sé mark- miðið með þjálfun krakka ekki bara að búa til afreksfólk heldur betri og öflugri einstaklinga og félagsmenn. Hann vill sjá að ungir Valsmenn temji sér þrautseigju og úthald og leggi sig fram um að ná markmiðum sínum. Markmiðið er að Valur skili frá sér hæfari ein- staklingum út í lífið. „Það er svo lítill hluti þeirra barna sem stunda íþróttir sem verða að afreksfólki enda er það ekki aðalatriðið. En rekstur yngri flokka og afreksflokka er samt samtvinnaður. Þegar það gengur vel í meistaraflokkum þá koma fleiri krakkar að æfa og ef það á að halda úti meistaraflokkum þá þarf að standa vel að yngri flokkum. Það skiptir líka miklu máli að yngri iðkendur sjái jákvæðar fyrir- myndir í meistaraflokkum.“ Framlag sjálfboðaliða mikilvægt Á þeim 38 árum sem Hörður hefur starfað fyrir Val hefur orðið mikil breyting á starfseminni og aðstöðunni á Hlíðarenda. „Mér finnst aukið kynjajafnrétt- ið og hvernig tekið er á móti yngstu iðkendunum sérstaklega ánægju- leg þróun. En meistaraflokk- arnir hafa líka breyst, með bættri aðstöðu er allt starf í kringum íþróttir orðið mun faglegra og fólk fær nú greitt fyrir að spila. Þó það séu ef til vill ekki háar upphæðir þá er það breyting,“ segir Hörður. Hann segir að fyrir félag eins og Val sé mikilvægt að eiga öfluga sjálfboðaliða, en öll vinna í stjórnum og starfshópum á vegum félagsins er unnin í sjálfboðastarfi. Það á að vera gaman að koma á Hlíðarenda og taka þátt í fjöl- breyttu starfi. Foreldrar krakk- anna vinna mikið meðal annars í sérstökum foreldrahópum, söngelskir Valsmenn koma saman og syngja í Valskórnum, það er hlaupahópur sem nýtir sér frábært útivistarsvæði í nágrenninu og bætt félagsaðstaða býður í eðlilegu ástandi upp á fjölbreyttar sam- komur og samverustundir. „Mér finnst að sú breyting hafi orðið að þegar svona margt er orðið í boði af alls konar afþrey- ingu verður alltaf erfiðara og erfiðara að fá fólk til að gerast sjálf- boðaliðar og eyða frítíma sínum í félagsstörf. En í félagi eins og Val eru sjálfboðaliðar að leggja að baki mörg þúsund tíma árlega. Framlag þeirra er mælt í mörgum árs- verkum. Þeirra starf er gríðarlega mikilvægt. Það er síðan gefandi að taka þátt í félagsstarfi og góður Valsandi svífur yfir Hlíðarenda.“ Jafnræðisregla í heiðri höfð Herði finnst mikilvægt að jafn- ræðisregla sé í heiðri höfð þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi íþróttamannvirkja. „Ef við förum nokkra áratugi aftur í tímann þá áttu félögin meiri- hluta íþróttamannvirkja sinna en fengu á móti stuðning eða framlag frá borginni. Núna er þróunin aftur á móti sú að borgin kostar alfarið uppbyggingu íþróttamannvirkja næstum allra félaga í Reykjavík. Í gegnum tíðina hefur Valur átt og rekið sín íþróttamannvirki en fengið framlag frá borginni til við- halds. En á síðustu árum hefur veru- lega dregið úr þeim styrk. Aftur á móti hefur framlag til reksturs aukist, en þó alls ekki til jafns á við lækkun á viðhaldsstyrknum. Þar með hallar á félög eins og Val sem á sína aðstöðu. Auk þess fer mikill tími hjá okkur í að að reka og við- halda fasteignum, tími sem betur væri varið í að reka félagið og sinna uppbyggjandi æskulýðsstarfi “ segir Hörður. Framtíðarsýn Hörður segir að í framtíðinni sé honum mikilvægt að Hlíðarendi verði áfram lifandi staður eins og hann er nú þar sem á þriðja hundrað þúsund gestir sækja félagið heim á ári hverju. Staður þar sem allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi frá morgni til kvölds. Hann sér fyrir sér að Valur verði hryggjarstykkið í þeim hverf- um sem félagssvæðið spannar og að áfram verið unnið metnaðar- fullt, faglegt og uppbyggilegt starf í yngri flokkum félagsins sem og í meistaraflokkum. „ Ég vil sjá að Valur og Hlíðarendi blómstri, þar verði boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu og faglega vinnu sem tryggi félagið áfram í fremstu röð. Mikilvægt er að við Valsmenn þekkjum söguna og við munum orð séra Friðriks um að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði.“ Uppbyggilegt starf á Hlíðarenda Hörður Gunnarsson hefur unnið fyrir Val í 38 ár og þekkir starfið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGURVALUR 110 ÁR A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.