Fréttablaðið - 11.05.2021, Page 21
Fjórar fræknar knattspyrnu-
systur spila allar fótbolta með
Val, þar af þrjár í meistaraflokki
kvenna og sú yngsta í 3. flokki.
Þær eiga ekki langt að sækja
hæfileika sína með fótboltann
því móðir þeirra er knattspyrnu-
goðsögnin Guðrún Sæmunds-
dóttir úr Val.
Systurnar eru Eiríksdætur og heita
eftir aldursröð: Málfríður Anna,
Hlín, Arna og Bryndís.
„Við erum allar sammála um að
hafa snemma viljað feta í fótsporin
hennar mömmu,“ segja systurnar
einum rómi, en Guðrún móðir
þeirra er fyrrverandi afrekskona í
Val, spilaði 104 leiki með meistara-
flokki, þar sem hún skoraði 28
mörk fyrir Val, og 36 landsleiki á
knattspyrnuferlinum, þar sem hún
þrumaði boltanum fjórum sinnum
í netið fyrir Íslands hönd.
„Það hefur alltaf verið mjög
skemmtilegt fyrir okkur að vita
af því hvað móðir okkar var góð
knattspyrnukona og það hefur
klárlega gert okkur að enn betri
íþróttakonum að hafa getað leitað
í reynslubankann hennar,“ segja
systurnar kátar.
Málfríður, sem er 23 ára, og Hlín,
sem er tvítug, hafa í nokkur ár
spilað saman með meistaraflokki
Vals og árið 2020 bættist Arna, sem
nú er átján ára, í hóp meistara-
flokks.
„Dýrmætasta veganestið sem
mamma gaf okkur út í fótboltann
með Val er að gefast aldrei upp
og berjast áfram í mótlæti,“ eru
systurnar sammála um.
Þær segja vitaskuld mikið rætt
um fótbolta á heimilinu.
„En við erum svo málgefin hvort
eð er að við getum talað um ótal
margt annað en fótbolta heima,
enda eigum við fullt af öðrum
áhugamálum,“ segja þær hressar.
Gaman að spila leikina saman
Samfylgdin með Val er orðin löng.
Málfríður og Hlín hafa æft með
Val frá því þær byrjuðu barnungar
í fótbolta, sex ára gamlar, en Arna
skipti úr Víkingi Reykjavík yfir í
Val árið 2019 og Bryndís, sú yngsta
í systrahópnum, árið 2020, en hún
er fimmtán ára.
„Þegar við vorum yngri spil-
uðum við systurnar endalaust
fótbolta saman en það er minna
um það í dag. Hins vegar æfum við
mikið saman utan hefðbundinna
æfingatíma,“ segja þær.
Allar hafa Eiríksdætur unnið
marga sæta sigra í boltanum, bæði
persónulega og með sínum liðum.
„Upp úr stendur þó besta minn-
ingin úr fótboltanum árið 2019
þegar Valur varð Íslandsmeistari,
og svo var auðvitað ótrúlega
gaman að vera þrjár systur að spila
saman meistaradeildarleiki árið
2020,“ segja meistaraflokkskon-
urnar Málfríður, Hlín og Arna.
Jafnréttismál í forgangi
Systurnar Eiríksdætur eru stoltar
af því að vera Valskonur og þeim
líður einstaklega vel með liðum
sínum á Hlíðarenda.
„Valur er risastórt félag sem er
gaman að vera partur af. Það að
vera Valsari hefur þá merkingu
fyrir okkur systur að leggja sig
alltaf 100 prósent fram í Vals-treyj-
unni, sýna ávallt af okkur íþrótta-
mannslega framkomu og umfram
allt, að hafa gaman.“
Hlíðarendi, heimavöllur Vals,
hefur svo haldið utan um syst-
urnar af öryggi, kappsemi og hlýju
alla tíð.
„Stemningin á Hlíðarenda er
oftast gríðarlega góð. Á daginn er
þar yfirleitt mikið líf og fjör, og það
er mjög hvetjandi að æfa innan um
svo margt frábært íþróttafólk.“
Þær Málfríður, Hlín, Arna og
Bryndís eru glæsilegir fulltrúar
Vals og vilja koma á framfæri hug-
heilum árnaðarkveðjum og óskum
félaginu sínu til handa á 110 ár
afmæli þess.
„Við óskum félaginu sem við
elskum hjartanlega til hamingju
með 110 árin og vonum að Valur
muni halda áfram að vaxa og
dafna á komandi árum, og hlúi
ætíð vel að jafnréttismálum.“
Mamma gerði okkur allar að
enn betri íþróttakonum
Valsmæðgurnar knáu: Arna, Bryndís og Málfríður Anna Eiríksdætur með móður sinni Guðrúnu Sæmundsdóttur
sem gerði garðinn frægan í Val og með kvennalandsliðinu á árum áður. Á myndina vantar Hlín. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Mæðgurnar saman á Hlíðarenda. Frá vinstri; systurnar Arna og Málfríður
Anna, í miðjunni er Guðrún móðir þeirra, svo Bryndís og Hlín. MYND/AÐSEND
Mögnuð saga í 110 ár
Bókin um sögu Vals kom úr árið
2011. Hún er rúmar 700 blaðsíður
og ríkulega myndskreytt.
Systurnar segjast alltaf hafa verið stoltar af mömmu sinni í fótboltanum.
Knattspyrnufélagið Valur var
stofnað 11. maí 1911 og fagnar
nú 110 ára afmæli. Saga félagsins
byggir á farsæld og göfugt starf á
Hlíðarenda hefur veitt fjölda karla
og kvenna tækifæri til íþrótta-
iðkunar. Fyrir tíu árum kom út
vegleg minningabók, Áfram,
hærra!, rituð af Þorgrími Þráins-
syni. Bókin geymir fjöldann allan
af myndum og frásögnum þeirra
sem komið hafa að starfinu í
gegnum árin. Bókin er rúmar 700
síður og ákaflega áhugaverð fyrir
alla þá sem áhuga hafa á íþrótta-
starfi í landinu auk þess sem þetta
glæsilega afmælisrit er ómiss-
andi fyrir alla Valsara. Hægt er að
nálgast bókina í Hlíðarenda.
Frá því að bókin kom út hefur
margt spennandi gerst í sögu
félagsins. Guðni Olgeirsson, rit-
stjóri Valsblaðsins, tók saman
markverða punkta um söguna
síðustu tíu árin.
2011
n Útgáfa afmælisritsins Áfram,
hærra.
n Þrír nýir heiðursfélagar á af-
mælisárinu, Jón Gunnar Zoëga,
Pétur Sveinbjarnarson og Ægir
Ferdinandsson.
n Valsorðan veitt 8 félögum.
n 2. flokkur kvenna í knattspyrnu
Íslandsmeistari þriðja árið í röð.
n Sigurbjörn Hreiðarsson kveður
eftir 20 ár i meistaraflokki Vals í
knattspyrnu.
n Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
íþróttamaður Vals.
2012
n Fyrstu systkinin til að fá Lolla-
bikarinn, Gunnar og Ingólfur
Sigurðssynir.
n Valkyrjur stofnaðar í Val.
n Elín Metta Jenssen marka-
hæsti leikmaður Pepsi-deildar
kvenna, 18 mörk.
n Guðný Jenný Ásmundsdóttir
íþróttamaður Vals.
2013
n Haukur Páll Sigurðsson íþrótta-
maður Vals.
n Friðrikskapella, 20 ára vígslu-
afmæli.
n Hermann Gunnarsson féll frá.
n Valskórinn 20 ára.
n Ólafur Stefánsson ráðinn
þjálfari hjá Val í handknattleik.
n Konukvöld Vals endurvakið.
n Hattur séra Friðriks veittur í
fyrsta sinn, Elías Hergeirsson
fékk fyrstur hattinn.
2014
n Kristín Guðmundsdóttir
íþróttamaður Vals.
n Kynning á Hlíðarendabyggð.
n Hemmalundur formlega opn-
aður.
n Skipulagsbreyting, barna- og
unglingaráð verður 4. deildin
í Val.
2015
n Bjarni Ólafur Eiríksson íþrótta-
maður Vals.
n Friðrikssjóður stofnaður.
n Íslandsmeistarar Vals 40+.
n Vígsla gervigrasvallar á Hlíðar-
enda. Aðalvöllurinn.
2016
n Bjarni Ólafur Eiríksson íþrótta-
maður Vals.
n Nokkrir Valsmenn á EM karla í
Frakklandi.
n Flokkur karla í handbolta Ís-
lands- og bikarmeistari.
n Hemmamót Vals í skák, 13 ára
sigurvegari.
2017
n Orri Freyr Gíslason íþrótta-
maður Vals.
n Valur skokk-hlaupahópur Vals
10 ára.
n Valskórinn 25 ára.
n Friðriksvöllur vígður 11. maí
(nýr gervigrasvöllur).
n Allir meistaraflokkar félagsins
í efstu deild, karla og kvenna,
(karfa, fótbolti og handbolti).
2018
n Birkir Már Sævarsson íþrótta-
maður Vals.
n 70. ágangur Valsblaðsins.
n Sérstakt tölublað Valsblaðsins
tileinkað séra Friðriki Friðriks-
syni 150 ára, afmælisrit.
n Skólaleikar Vals haldnir í 10.
sinn (Austurbæjarskóli, Há-
teigsskóli og Hlíðaskóli).
n Valskórinn 25 ára.
n Enduropnun Fjóssins eftir
endurbætur.
n Fyrsta Fálkaorðan veitt á 10 ára
afmæli Fálkanna (Benóný Valur
Jakobsson).
n Valsmenn unnu Scania Cup í
körfubolta.
n Íslandsmeistarar Vals 40+ í
knattspyrnu, í þriðja sinn á
fjórum árum.
n Hálf öld frá Benfica-leiknum í
Evrópukeppni í knattspyrnu.
n 25 ára vígsluafmæli Friðriks-
kapellu.
n Sumarbúðir í borg. Fjörutíu
ár frá fyrstu sumarbúðunum
1988.
n Hlaðvarpið Vængjum þöndum
hóf göngu sína.
2019
n Helena Sverrisdóttir íþrótta-
maður Vals.
n Valsblaðið 80 ára.
n 80 ár frá Kaupum Vals á Hlíðar-
enda.
n Sögulegt afrek Valskvenna. Ís-
landsmeistarar kvenna í hand-,
fót- og körfubolta (einstakt af-
rek). Forsíðumynd. Fyrstu titlar
kvennakörfunnar.
n 100 ár frá fyrsta mótsigri Vals,
haustmeistarar 1919 í 2. flokki.
n 20 ár frá stofnun Valsmanna hf.
n 60 ár frá deildaskiptingu í Val.
n Fálkarnir 10 ára.
n Hjalti Geir Guðmundsson
heiðraður.
n Pétur Sveinbjarnarson lést.
2020
n Anton Rúnarsson íþróttamaður
Vals
n Friðrikshatturinn afhentur í 8.
sinn, fyrst 2013. Í grein full-
trúaráðsins er heildarlisti frá
upphafi.
n Körfuknattleiksdeild Vals 50
ára.
n 6 leikmenn frá Val í liði ársins í
knattspyrnu karla mfl. Og auk
þess þjálfara.
n Þrjár systur í byrjunarliði Vals í
mfl. kvenna.
n Margrét Lára heiðruð fyrir
framlag til kvennaknattspyrnu
hjá Val.
n Minnisvarði um Pétur Svein-
bjarnarson, Sólheimum.
n 40 ár frá útslitaleik í Evrópu-
keppni karla í handknattleik,
mulningsvélin.
n Deildar-, bikar- og Íslands-
meistarar í handbolta karla 3.
flokki.
5ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2021 VALUR 110 ÁR A