Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 44
Valur er ríkt íþróttafélag af hæfi-
leikaríku íþróttafólki. Körfu-
knattleikskonan Helena Sverris-
dóttir og handknattleikskonan
Anna Úrsúla eru sammála um að
skýr jafnréttisstefna sé lykilat-
riði í því hversu öflugt félagið er í
kvennadeildunum.
Körfuknattleikskonan Helena
Sverrisdóttir var snemma efnileg
í körfunni og var yngri en gengur
og gerist þegar hún spilaði sinn
fyrsta landsleik með landsliðinu.
„Ég er alin upp í Haukum og spilaði
körfu frá fimm ára aldri. Minn
fyrsta landsleik spilaði ég fjórtán
ára gömul, en það telst frekar ungt,
jafnvel í kvennadeildinni,“ segir
Helena.
Anna Úrsúla var 6 ára þegar hún
byrjaði að spila handbolta hjá KR.
Þá spilaði hún einnig fótbolta hjá
sama félagi. „Á ákveðnum tíma-
punkti ætlaði ég að velja fótboltann
fram yfir handboltann. Á þeim
tíma var ég að spila með Gróttu. Svo
var ég valin í A-landsliðið í hand-
boltanum og því var þetta hálfvegis
valið fyrir mig. En ég er alls ekkert
svekkt yfir því. Mér hefði þótt bæði
gaman, að spila í handbolta eða
fótbolta. Síðar færði ég mig yfir í
Val og í dag á ég miklu fleiri leiki
með Val en Gróttu. Nú hef ég spilað
handbolta í 30 ár,“ segir Anna sem
fagnaði nýlega 36 ára afmælinu
sínu. Anna hefur sjö sinnum orðið
Íslandsmeistari á sínum ferli. Fimm
sinnum með Val og tvisvar með
Gróttu.
Helena hefur verið fyrirliði lands-
liðs kvenna í körfu frá því hún var
tvítug og spilað hátt í 80 landsleiki.
Þá hefur hún verið valin körfu-
knattleikskona ársins tólf sinnum
og að auki hlotið fjölda viðurkenn-
inga innan síns félags. „Það var
alltaf draumurinn að vinna við að
spila körfubolta. Sem leikmaður
hef ég verið heppin að sleppa að
mestu við meiðsli og ekki misst af
mörgum leikjum nema þegar ég
eignaðist stelpurnar mínar tvær
2017 og nú í byrjun desember 2020.“
Helena var þó snögg að ná sér á
strik og var mætt aftur á æfingar í
janúar þegar mátti keppa aftur.
Tvær öflugar til liðs við Val
Helena kom til liðs við Val fyrir
tveimur og hálfu ári og segir
stemninguna góða á Hlíðarenda.
„Félagið heldur mjög vel utan um
leikmenn sína og mér líður ekki
eins og það sé mismunur á milli
karla- og kvennadeilda innan
félagsins. Ég hef líka fundið fyrir
stöðugri uppbyggingu á liðinu
síðan ég byrjaði,“ segir Helena.
Anna er sammála Helenu og segir
stemninguna í Val engu líka. „Valur
er virkilega gott félag, ekki bara í
meistaraflokkunum heldur er hér
frábært barnastarf sem skilar sér
svo beint upp í meistaraflokkana.
Allt starf í kringum meistaraflokk-
ana, hvort sem það er í karla- eða
kvennadeildinni, er framúr-
skarandi. Valur er mjög sterkt félag
þegar kemur að jafnréttisstefnu
sem ég held að sé stór hluti af því
hvað kvennaliðunum gengur
vel hjá félaginu. Konur eru ekki
taldar annars flokks leikmenn. Við
njótum sömu aðstöðu og réttinda
innan félagsins eins og karlarnir.
Þessi staðreynd er stór hluti af því
hvers vegna ég hef spilað svona
lengi með Val því enn þann dag í
dag er þetta ekki sjálfgefið innan
félaganna. Verandi kona þá veit ég
að þetta er ekki alltaf svona.“ Anna
á þrjú börn, það elsta er 8 ára og
yngsta er 6 mánaða. „Ég bý í Hlíð-
unum og finnst gott að vita af því að
þetta sé í lagi hjá félaginu ef börnin
mín vilja spila íþróttir.“
Var pínd aftur í skóna
Fréttir greindu frá því ekki alls
fyrir löngu að Anna Úrsúla væri
búin að leggja skóna á hilluna. „Ég
Konur eru ekki annars flokks leikmenn
Anna Úrsúla til vinstri og Helena Sverrisdóttir til hægri eru báðar á því að skýr jafnréttisstefna innan íþróttafélags-
ins sé lykilatriði í því hversu öflugur Valur er í kvennadeildunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Helena hefur verið fyrirliði landsliðs kvenna í körfu frá
því hún var tvítug og spilað hátt í 80 landsleiki.
Anna Úrsúla hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari.
Fimm sinnum með Val og tvisvar með Gróttu.
hætti þegar ég var ólétt að mínu
þriðja barni. Ég hafði verið að
drepast í hnjánum í mörg ár og
fannst tími til kominn til að segja
þetta gott. Ég var orðin sátt við að
taka næsta skref.
Svo lentu stelpurnar í liðinu í
veseni í vetur vegna meiðsla og
nokkrar voru barnshafandi. Ég var
enn að mæta á æfingar til að halda
mér í formi á meðan faraldrinum
stóð og leið ágætlega í hnjánum.
Því var ég hálfvegis pínd til að spila
aftur með liðinu. Ég gat auðvitað
ekki sagt nei enda er þetta alls
ekkert leiðinlegt. Handboltinn er
svo miklu meira en tómstunda-
gaman, sérstaklega ef þú ætlar að
ná árangri. Það þarf líka að vera
smá svona, ja klikkaður, til þess að
ná langt í hvaða íþrótt sem er. Þú
þarft að hafa metnaðinn, drifið,
staðfestuna og leggja alltaf harðar
og harðar að þér til að ná árangri.
Svo er þetta náttúrulega frábær
félagsskapur. Ég er ekki alveg viss
um hvað ég hefði gert ef ég hefði
hætt, en ætli ég hefði ekki farið í
CrossFit eða aðra íþrótt þar sem er
góður félagsskapur. Maður fattar
þetta betur þegar maður eldist að
hreyfingin og félagsskapurinn er
það langmikilvægasta í þessu öllu
saman.“
Staðan í kvennadeildunum
Stöðu kvennadeildarinnar í körfu
á Íslandi segir Helena vera nokkuð
góða. „Það spila mun fleiri stelpur
nú en áður og heilt yfir er deildin
orðin betri. En mér finnst ókostur
hvað konur hætta að spila snemma.
Meðalaldurinn í kvennadeildinni
helst mun yngri en í karladeild-
unum og ég held að orsökin sé að
stelpur byrja mun fyrr að spila í
meistaraflokki en strákarnir. Þegar
konur byrja svo snemma þá er eins
og þær hætti líka mun fyrr. Margar
hverjar hafa kannski spilað í tíu ár í
meistaraflokki þegar þær hætta, en
eru enn ungar og eiga mikið eftir.“
Önnur orsök gætu verið barn-
eignir, segir Helena. „Það er púslu-
spil að sameina íþróttir með fjöl-
skyldunni enda fara helgar og kvöld
oft á tíðum í þetta, sem er fjöl-
skyldutími hjá mörgum. En ef fólk
er með gott bakland er vel hægt að
sameina þetta tvennt. Eldri dóttir
mín kemur til dæmis með mér á
nánast hverja einustu æfingu og
tekur þátt í upphitun og æfingum.
Hún er eins og hluti af liðinu og er
orðin mjög flink í að drippla þó hún
sé ekki nema fjögurra ára.
Við pabbi hennar, sem er einnig
í körfunni, erum bæði hávaxin og
því er alveg líklegt að hún muni erfa
þau gen og með æfingu gæti hún
orðið flottur leikmaður. En það er
þó engin pressa á dætrum okkar að
fara í körfuna,“ segir Helena.
Kvennadeildina í handboltanum
segir Anna vera í góðri stöðu núna.
„Mér finnst skemmtilegt hvað deild-
in er jöfn núna og ég er að vonast til
þess að kvennalandsliðið komist í
vikunni á EM. Það gæti hjálpað til
að fá meiri kraft í deildina. Íslenskur
kvennahandbolti er frábær, annars
hefði ég ekki verið í þessu í öll þessi
ár. Það er ómetanlegt að alast upp í
íþróttum, hvort sem maður verður
afburðaleikmaður eða er bara í
þessu fyrir félagsskapinn. Þetta
mótar mann fyrir lífstíð og gerir
mann að góðum einstaklingi. Það er
algerlega mín trú.“
Handboltinn er
svo miklu meira
en tómstundagaman,
sérstaklega ef þú ætlar
að ná árangri. Það þarf
líka að vera smá svona,
ja, klikkaður, til þess að
ná langt.
Anna Úrsúla
12 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGURVALUR 110 ÁR A