Fréttablaðið - 11.05.2021, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.05.2021, Blaðsíða 56
Nýlega var tilkynnt um úrslit í Nýjum röddum, sem er handritasamkeppni For- lagsins, en skilyrði fyrir þátt- töku er að höfundur handrits hafi ekki gefið út fleiri en eitt prósaverk áður hjá atvinnu- forlagi. Að þessu sinni voru tvö handrit verðlaunuð, eftir Önnu Hafþórsdóttur og Einar Lövdahl. Anna er leikkona og handritshöf- undur. Um verðlaunin segir hún: „Þetta er mikil viðurkenning og hvatning til að halda áfram að skrifa. Þegar ég fékk tölvupóstinn þar sem mér var sagt að handritið mitt hefði verið annað af tveimur sem hefðu verið valin þá þurfti ég að lesa hann yfir aftur og aftur því ég átti svo erfitt með að trúa þessu. Þetta er verulega uppörvandi og gaman þegar maður er svona að gefa út sitt fyrsta verk.“ Grátbroslegar senur Verðlaunahandrit Önnu hefur titil- inn Að telja upp í milljón og er nú orðið að bók. Um þessa skáldsögu sína segir Anna: „Hún fjallar um unga konu sem er að ganga í gegn- um sambandsslit. Hún átti erfiða æsku og unglingsár og á engan sem hún getur leitað til. Hún upplifir einmanaleika, rifjar upp fortíðina og reynir að átta sig á því af hverju hún er eins og hún er og hvernig hún Alvarleg og kómísk saga Þetta er mikil viðurkenning og hvatning til að halda áfram að skrifa, segir Anna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er því frekar þungur undirtónn í bókinni en þó er frásögnin í frekar léttum tón. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is eigi að komast í gegnum þetta áfall. „Ég er til dæmis að fjalla um geð- veiki, erfið fjölskyldutengsl, fátækt, einmanaleika og skort á tengingu og þá stóru ákvörðun hvort maður vilji eignast börn eða ekki og hvort og hvernig geðsjúkdómar erfast. Það er því frekar þungur undirtónn í bókinni en þó er frásögnin í frekar léttum tón. Þessi bók er bæði alvar- leg og kómísk, eða það er alla vega það sem ég vildi reyna að ná fram og margar senur og kringumstæður í bókinni eru grátbroslegar.“ Handrit að sjónvarpsþætti Anna segist byrjuð að huga að næstu skáldsögu. „Svo er ég að skrifa handrit fyrir leikna sjón- varpsþætti og stefnt er á að fara í tökur á næsta ári. Aðalpersónan þar er ungur forritari sem býr í Reykjavík með vinum sínum. Hún á drykkfellda móður og glímir sjálf við áfengisvandamál og meðvirkni. Hún fer svo að rannsaka yfirmann sinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu, hann virðist vera að bralla eitthvað leynilegt í kjallaranum á vinnu- staðnum. Þetta eru grínþættir með dularfullum undirtónum. Ég veit ekki hvort ég geti skrifað eitthvað annað en sögur um konur með erfiða fortíð og svikaraheil- kenni en sjáum til. Næst reyni ég kannski að skrifa sögu um heil- steyptan bókhaldara sem opnar sitt eigið jógastúdíó.“ n Strokkvartettinn Siggi verður í Salnum. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Í kvöld, þriðjudaginn 11. maí klukkan 19.30, verða frumfluttir strengjakvartettar eftir fjögur tón- skáld í Tíbrár-tónleikaröð Salarins. Verkin sem frumflutt verða eru Hug- leiðing um hlustun, áferð og efni eftir Ásbjörgu Jónsdóttur, Senza di te eftir Gunnar Karel Másson, Horfnir skógar eftir Maríu Huld Markan Sig- fúsdóttur og Mere-Exposure eftir Sigurð Árna Jónsson. Strokkvartettinn Sigga skipa þau Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu, Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlu, Þórunn Ósk Marínósdóttir á víólu og Sigurð- ur Bjarki Gunnarsson á selló. n Kvartettar frumfluttir í Salnum www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 AFSLÁTTUR* 20%ALLIRSÓFAR SÓFA DAGAR BLUES Stíhreinn sófi sem sver sig í ætt skandinavískrar hönn- unar. Fæst 2,5 og 3ja sæta í sinnepsgulu velúráklæði. Kaldpressaður svampur og sílikontrefjar veita góðan stuðning og endingu. Svartir og sterkir járnfætur. 2,5 sæta: 190 x 85 x 92 cm 103.992 kr. 129.990 kr. 3ja sæta: 205 x 85 x 92 cm 111.992 kr. 139.990 kr. www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N CLEVELAND Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Cleveland sófar eru fáanlegir í ótal útgáfum. 2ja, 3ja sæta, horn- og tungusófar. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm 159.992 kr. 199.990 kr. NATUZZI EDITIONS C198 Stórglæsilegir, vandaðir 2ja og 3ja sæta leðursófar frá Natuzzi Editions. Hágæða koníaksbrúnt Natuzzi leður, vönduð bólstr un og frágangur. 3ja sæta: 204 x 94 x 79 cm 399.992 kr. 499.990 kr. 2ja sæta: 172 x 94 x 79 cm 351.992 kr. 439.990 kr. * Gildir ekki af sérpöntunum eða vörum frá Skovby MENNING 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.