Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.06.2021, Qupperneq 8
helgivifill@frettabladid.is Tekjur 66°Norður drógust saman um tólf prósent á milli ára og námu fjórum milljörðum króna árið 2020. Samdrátturinn skýrist einkum af færri ferðamönnum vegna Covid-19 farsóttarinnar. Tap fyrir skatta nam 241 milljón í fyrra, samanborið við 219 milljóna króna tap árið áður. „Árið 2020 var ár óvissunnar,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, for- stjóri fyrirtækisins, í samtali við Fréttablaðið. „Við urðum fyrir miklu höggi – sérstaklega í upp- hafi en svo náðum við að snúa vörn í sókn. Það fór að birta til í rekstr- inum eftir maí,“ segir hann og nefnir að fyrst Íslendingar hafi ekki getað mætt í ræktina hafi þeir stundað útivist af kappi. Helgi Rúnar segir að fyrirtækið hafi notið góðs af því í heimsfar- aldrinum að hafa fjárfest árið áður og í fyrra í tæknilausnum til að efla vefsölu. „Ný vefsíða fór í loftið í sept- ember í fyrra og það hjálpaði mikið á seinni hluta ársins. Netsalan er að sækja í sig veðrið og fer að verða í kringum 15 prósent af veltu.“ 66°Norður varð að loka tveimur verslunum í Kaupmannahöfn í fyrra, vegna þess að einungis mat- vöruverslanir og apótek máttu hafa opið um skeið í faraldrinum. Önnur verslunin opnaði um síðustu ára- mót og verslunin á Strikinu verður opnuð að nýju innan skamms. Helgi Rúnar segir að búist hafi verið við að netsalan í Danmörku myndi „dala“ þegar verslanir opnuðu að nýju, en það hafi ekki verið raunin. Fram hefur komið að banda- rískur f járfestingasjóður sem á tískuhúsið Chanel, fjárfesti í tæp- lega helmingshlut í 66°Norður árið 2018. Hlutafjáraukningin gerði það að verkum að íslenska fyrirtækið var fjárhagslega sterkt við lok árs 2020. Eiginfjárhlutfallið var 43 pró- sent og eigið fé 2,7 milljarðar. „Það var ákveðin lukka að hafa stigið það skref,“ segir Helgi Rúnar. n Tekjur 66°Norður minnka um 12% Helgi Rúnar Garðarsson og Bjarney Harðardóttur eru á meðal eigenda. Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag hordur@frettabladid.is Almenningi verður gert kleift að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka fyrir 50 þúsund krónur í hlutafjárútboði bankans sem hefst í næstu viku. Lágmarksfjárhæðin sem almennir fjárfestar munu geta skráð sig fyrir er nokkuð lægri en hefur jafnan tíðkast í almennum útboðum félaga sem hafa verið skráð í Kauphöllina. Samkvæmt heimildum Markað- arins er áformað að í svonefndri til- boðsbók A, sem er ætluð almennum fjárfestum, verði tekið við tilboðum frá 50 þúsund krónum upp í allt að 75 milljónir. Hámarksfjárhæðin er sömuleiðis talsvert hærri en hefur verið reyndin í slíkum útboðum og ætti fyrirkomulagið að þýða að almennum fjárfestum verði úthlutað stærri hlut en ella í samanburði við það sem fellur í skaut fagfjárfesta. Í hlutafjárútboði Síldarvinnsl- unnar, sem lauk um miðjan síðasta mánuð, gátu almennir fjárfestar skráð sig fyrir hlutum að fjárhæð á bilinu 100 þúsund upp í 20 milljónir. Sama fyrirkomulag var við útboð Icelandair síðasta haust, þar sem hluthöfum fjölgaði úr 4 þúsund í rúmlega 11 þúsund, en þar var ákveð- ið á lokametrunum að lækka þá fjár- hæð sem almenningur gæti keypt fyrir úr 250 þúsund í 100 þúsund. Ekki liggur enn fyrir á hvaða verðbili hlutir í Íslandsbanka verða seldir í útboðinu en ríkið, eigandi alls hlutafjár í bankanum, áformar að selja á bilinu 23 til 35 prósenta hlut. Áætlað er að skráningarlýsing og fjárfestakynning verði birt næsta mánudag. Í kjölfarið hefjist öf lun áskrifta frá fjárfestum og að útboðið standi yfir til 16. júní. Þá er ráðgert, samkvæmt heimildum Markaðarins, að fyrsti viðskiptadagur með hluta- bréf Íslandsbanka í Kauphöllinni verði þriðjudaginn 22. júní. Í þessari viku standa yfir fundir söluráðgjafa með fjárfestum, en við- brögð þeirra á fundunum verða á meðal þess sem litið verður til þegar Bankasýsla ríkisins ákvarðar verðbil og stærð útboðsins. Afar sennilegt er talið að gengið verði á bilinu um 0,8 til tæplega 0,9 miðað við eigið fé bankans, sem þýðir að markaðsvirði hans sé um 148 til 167 milljarðar. n Fólk geti keypt fyrir 50 þúsund  75 Hámarksfjárhæðin í tilboðsbók almennra fjárfesta er 75 milljónir. Útgerðarfélag Reykjavíkur, stærsti hluthafi Brims, hefur skuldbundið sig til að vera stór kjölfestufjárfestir í sjóðnum. Lögð verður áhersla á vaxtatækifæri í bland við þroskaðri fjárfestingar, ásamt því að líta meðal annars til þess hvernig bæta megi nýtingu orku og hráefnis. hordur@frettabladid.is Sjóðastýringafyrirtækið Íslands- sjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, og Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem er ráðandi hluthafi í Brimi, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun 10 milljarða króna sjóðs sem mun sérhæfa sig í fjárfestingum í sjávarútvegi og haftengdri starf- semi. Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Krist- jánssonar, forstjóra Brims, hefur skuldbundið sig til að vera stór kjöl- festufjárfestir í sjóðnum en Íslands- sjóðir munu sjá um stýringu hans. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandssjóðum verður lögð áhersla á vaxtatækifæri í bland við þroskaðri fjárfestingar, ásamt því að líta til sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi, meðal annars með bættri nýtingu orku og hráefnis. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segir að það séu að verða ákveðin vatnaskil hjá mörgum sjávarút- vegsfyrirtækjum sem hafi hingað til verið lokuð fjárfestum. „Við höfum nú gengið til sam- starfs við eitt fremsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins til að nýta þau tækifæri sem við sjáum í fjárfest- ingum í sjávarútvegi, til að mynda í tækni- og þekkingarfyrirtækjum tengdum greininni, fiskeldi og full- vinnslu afurða. Það er von okkar að sjóðurinn muni þannig stuðla að frekari vexti í þessari undirstöðu- atvinnugrein.“ Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir að samstarf við Íslandssjóði, sem eru með eignir í stýringu að fjárhæð samtals um 350 milljarða króna, um uppbyggingu og rekstur fjár- festingasjóðs nýti vel sérþekk- ingu starfsfólks útgerðarfélagsins í sjávarútvegi við frekari verðmæta- sköpun. „Þá um leið,“ útskýrir Runólfur, „deilum við með öðrum fjárfestum áhættunni sem því fylgir og upp- skerunni þegar að henni kemur. Með fjárfestingum í Brimi hefur ÚR komið að uppbyggingu eins öf lugasta sjávarútvegsfyrirtækis landsins en við teljum að tækifærin í greininni liggi víðar. Við ætlum að halda áfram að taka þátt í frekari þróun og uppbyggingu í sjávarút- vegi og tengdri starfsemi í gegnum samstarf okkar við Íslandssjóði.“ Virðið gæti aukist um 85% Í skýrslu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í síðasta mánuði um stöðu og horfur í atvinnugreininni, kom fram að gert væri ráð fyrir því að útf lutn- ingsverðmæti í sjávarútvegi ættu eftir að aukast mikið á næstu árum. Þannig var samanlagt virði fram- leiðslu sjávarútvegs, fiskeldis og tengdra greina um 332 milljarðar árið 2019, en skýrsluhöfundar telja að virði framleiðslunnar gæti orðið 615 milljarðar króna árið 2030. Árið 2030 hefði virði framleiðslunnar þannig aukist um 85 prósent frá árinu 2019. Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur fjárfest í aflaheimildum og ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi og á Grænlandi. Eignir félags- ins stóðu í 430 milljónum evra, jafnvirði um 64 milljarða íslenskra króna í árslok 2020, og er eiginfjár- hlutfall ÚR um 57 prósent. Rekstur ÚR er í dag einkum þrí- þættur. Í fyrsta lagi er útgerðar- félagið hefðbundið, sérhæft sjávar- útvegsfyrirtæki, sérhæft í rekstri frystitogara. Þá er félagið sem fyrr segir stærsti hluthafinn í Brimi, annars af tveimur útgerðarfyrir- tækjum sem eru skráð á hluta- bréfamarkað á Íslandi, og í þriðja lagi vinnur ÚR að nýsköpun og vöruþróun í sjávarútvegi í gegnum dótturfélagið ÚR Innovation, sem var stofnað í fyrra. Í samtali við Markaðinn af því tilefni sagði Runólfur, sem er jafn- framt framkvæmdastjóri ÚR Inno- vation, að horft yrði til fjárfestinga í bláa hagkerfinu og því græna. Bláa hagkerfið tengist hafinu og það græna umhverfismálum. „Fjárfestingar í bláa hagkerfinu munu snúa annars vegar að líf- tækni og skyldum greinum og hins vegar verður horft til fjárfestinga í miðsjávarfiskveiðum, eða veiðum á tegundum á borð við kríli og smokkfisktegundir,“ sagði hann.n Íslandssjóðir og ÚR að koma á fót tíu milljarða sjávarútvegssjóði Brynjólfur Stefánsson, forstöðumaður sérhæfðra verkefna hjá Íslandssjóðum, Kristrún Auður Viðarsdóttir, fjárfest- ingastjóri hjá Íslandssjóðum, Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, Runólfur Viðar Guð- mundsson framkvæmdastjóri ÚR, og Jónas Engilbertsson frá ÚR. MYND/AÐSEND Það eru að verða ákveðin vatnaskil hjá mörgum sjávarútvegs- fyrirtækjum sem hafa hingað til verið lokuð fjárfestum. Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmda- stjóri Íslands- sjóða. MARKAÐURINN 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.