Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Katla og Unnur María sitja og Sigríður stendur fyrir aftan. Að baki þeim eru krakkar að leik á ærslabelg. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Fulltrúar Ungmennaráðs á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi. Krakkarnir eru mjög áhugasamir um málefnin. Ungmennaráðið er vel skipað. fyrir okkur um daginn. Auk þess fáum við kynningu á heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna. Utanaðkomandi fagfólk kemur þá til okkar með fyrirlestra. Við komum með ábendingar varðandi innleiðingu Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna og komum með tillögur að úrbótum fyrir bæinn,“ segja þær. Innleiðingarferli Barnasáttmál- ans er búið að vera í gangi frá árinu 2018, en þá sendum við tvo fulltrúa til að vera í stýrihóp sem hafa tekið þátt í vinnunni. Í þeim hópi eru líka tveir grunnskólanemendur og fulltrúar frá bæjarstjórn. Við í Ung- mennaráðinu getum gert athuga- semdir við tillögur stýrihópsins og höfum því mikil áhrif,“ segir Katla. „Við fáum að láta skoðanir okkar í ljós sem er afar mikilvægt,“ bætir Sigríður við. Vilja skólasálfræðing „Á Ungmennaþingi fáum við auk þess að heyra frá fulltrúum grunn- skólans sem hafa ýmislegt fram að færa um bætta starfsemi, til dæmis að aðgengi að skólasálfræðingi verði aukið. Covid hafði vissu- lega áhrif á andlega líðan margra barna.“ Stelpurnar segja að mun meira sé gert í sambandi við barnvænt sveitarfélag í dag, en var þegar þær voru í grunnskóla. Sigríður vill þó meina að almennt hafi skólarnir staðið sig mjög vel og hennar skóli var meðal annars með UNICEF- ráð. Framfarir á þessu sviði séu þó alltaf að verða meiri og aðbúnaður betri. „Það er mun meira hugsað um að börnum líði vel í skólanum en áður. Börnin hafa fengið rödd og þau skipta máli. Einnig þau börn sem eru með annað móður- mál en íslensku. Þau þurfa líka athygli og aðstoð við hæfi,“ segja þær. Jákvætt að hafa áhrif Þegar stelpurnar eru spurðar hvort þetta sé skemmtilegt verkefni eru þær fljótar að svara því játandi. Unnur María er búin að vera í ráðinu í fimm ár, sem segir sitt. „Það er alltaf jákvætt að fá að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Katla, vogi. Þetta er ekki búið, verkefnið heldur áfram næstu ár. Í bígerð er að halda barnaþing 2022 sem verður ætlað yngstu kynslóðinni. Kópavogur er annað sveitarfélagið sem fær viðurkenningu sem barn- vænt sveitarfélag, svo það er mjög margt að gerast hér. Það má þakka öllum þeim sem hafa komið að þessu verkefni, ungmennaráði, bæjarstjórninni, stýrihópnum, sem var sextán manna og skip- aður börnum og ungmennum. Sömuleiðis hefur Anna Elísabet Ólafsdóttir stýrt þessu verkefni af mikilli fagmennsku, en hún stendur jafnframt að uppbyggingu á stofnun Geðræktarhúss í bænum sem verður opnað í haust. Þá hefur Amanda K. Ólafsdóttir, deildar- stjóri frístundadeildar mennta- sviðs verið okkur innan handar og er rosalega dugleg. Það eru því margir sem koma að þessu og það er mikið að gerast í Kópavogi.“ n sem verður áfram í ráðinu á næsta ári. Þær vilja þó ekki meina að þetta sé pólitík, segjast ekki hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Hvað finnst þeim merkilegast við starfið? „Mér finnst skemmtilegast að vera þátttakandi í að móta bætt umhverfi barna og ungmenna. Það skiptir miklu máli að við unga fólkið fáum að taka þátt í sam- félagslegri uppbyggingu þar sem við erum nær börnunum í aldri en þeir sem eru eldri,“ segir Sigríður. Vettvangur fyrir skoðanir Á hverju ári er haldið ungmenna- þing þar sem nemendur úr öllum skólum Kópavogs taka þátt. „Þetta hafa verið fjölsóttir viðburðir utan í fyrra þegar þingið fór fram á netinu vegna Covid. Á ungmenna- þinginu fengum við fullt af góðum tillögum um skólamál, umhverfis- mál, félagsmál og forvarnir. Síðan tókum við þessar tillögur saman og fórum með þær á bæjarstjórnar- fund fyrir viku,“ segja þær. Eitt af hlutverkum ungmenna- þings er að skapa ungu fólki vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri til viðeigandi aðila. „Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mjög þarft og gott verkefni hjá Kópa- Það skiptir miklu máli að við unga fólkið fáum að taka þátt í samfélagslegri upp- byggingu þar sem við erum nær börnunum í aldri en þeir sem eru eldri. 2 3. júní 2021 FIMMTUDAGURKÓPAVOGUR BARNVÆNT SVEITARFÉLAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.