Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 40
Kaffihúsið Pallett var skrifstofa Gunnars á meðan hann skrifaði Palla Playstation. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Palli Playstation er fimmta bókin og sú síðasta í bóka- flokki Gunnars Helga- sonar um Stellu og fjöl- skyldu hennar. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda, allar hafa hlotið Bókaverð- laun barnanna og sú fyrsta Mamma klikk! fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin. „Stella Erlingsdóttir er sögumaður í öllum þessum bókum og bækurnar f jalla um hana og það hvernig hún tekst á við lífið og tilveruna. Í hverri bók er síðan einhver fjöl- skyldumeðlimur sem tekur sögu- sviðið með henni. Það er ýmislegt á Stellu lagt. Hún er með sjúkdóm sem kemur í veg fyrir að hún geti gengið almennilega og í þessari bók er hún að berjast við að koma sér á hækjurnar,“ segir Gunnar Helga- son. Ekki góð kærasta Spurður hvort hann skilji við Stellu á góðum stað í þessari síðustu bók segir hann: „Ritstjórinn minn var ekki alveg sáttur við staðinn sem ég skildi hana eftir á og bað mig um að skilja hana eftir á aðeins betri stað.“ Síðasta Stellubók Gunnars Helgasonar Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Mér finnst orðið svo vænt um þessar persónur og finnst óskap- lega gaman að heim- sækja þær. kolbrunb@frettabladid.is Á mörkum sviðsmynda og náttúru er titill á sýningu með ljósmyndum Svíans Peters Stridsberg, sem opnuð verður   í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 3. júní. „Í listsköpun minni kanna ég mörk ljósmyndunar með því að útiloka brotakenndar hugmyndir um skynjun mannsins á tímanum í samhengi við tilvist hans,“ segir ljósmyndarinn Peter Stridsberg. n Stridsberg sýnir ljósmyndir í Skoti Ein af ljósmyndum Peter Stridsberg. kolbrunb@frettabladid.is Einkasýning Sigurðar Ámunda- sonar, Landslag með manneskju, stendur yfir í Þulu á Hjartatorgi og lýkur 20. júní. Sigurður hefur haldið þrettán einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Árið 2020 hlaut hann tilnefningu til Hvatningarverðlauna Íslensku myndlistarverðlaunanna. „Ég vinn mest með teikningu og gjörninga en hef gaman af að notast við hina ýmsu listmiðla. Í teikning- um mínum nota ég aðallega tréliti og kúlupenna á pappír, en þær eru gjarnan í stærri kantinum og allt að tveir og hálfur metri á breidd,“ segir Sigurður. n Landslag með manneskju Verk eftir Sigurð á sýningunni í Þulu. Það má sjá alls kyns fígúrur í myndum Úlfs. kolbrunb@frettabladid.is Sýningin Grímulaus veisla stendur yfir í Gallerí Úthverfu á Ísafirði og stendur til 4. júlí. Þar sýnir Úlfur Karlsson málverk af alls kyns kar- akterum. Verk Úlfs hafa verið sýnd víða, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Vínarborg, Frakklandi, Grikklandi, Lettlandi, Litháen, Kanada og Bandaríkjunum og verk eftir hann eru í eigu einkasafna í Austurríki og Lettlandi og Lista- safns Reykjaness. n Grímulaus veisla Hann bætir við. „Í öllum þessum bókum er Stella að leita að sjálfs- trausti og sjálfstæði. Í Mömmu klikk! er hún ekki með mikið sjálfstraust en vex ásmegin í Pabba prófessor, þar sem hún uppgötvar eftirhermu- og uppistandshæfi- leika sína. Í Ömmu best fer að síga á ógæfuhliðina þegar mænan tjóðrast og upp úr því lendir hún í hörmulegum atburðum. Í Sigga sítrónu þarf hún að fara í aðgerð út af þessari mænutjóðrun, þannig að hún er í rúminu alla þá bók. Núna í Palla Playstation er hún komin á fætur og ákveður að bjarga f jölskyldunni eina ferð- ina enn. Palli gerir mistök, sem í augum Stellu eru spurning um líf og dauða. Henni finnst hún verða að bjarga framtíð fjölskyldunnar. Hún er með strák sem er ári eldri en hún og er góður gæi, en hún er hins vegar ekkert ægilega góð kærasta og þarf að horfast í augu við það í lok bókar. Svo skiljum við við þessa fjölskyldu þar sem allir hafa áttað sig á því að hlutirnir muni verða nokkurn veginn í lagi.“ Ofurgreindur Alexander Þegar Gunnar skrifaði fyrstu bók- ina, Mömmu klikk!, hafði hann ekki bókaflokk í huga. „Mér finnst orðið svo vænt um þessar persónur og finnst óskaplega gaman að heim- sækja þær. Ég ætlaði ekki að gera það en var beðinn svo oft um það af krökkum. Þessi bók varð til af því krökkum fannst vanta bók um Palla.“ Gunnar sendir frá sér þrjár bækur þetta árið. Í ágúst kemur út mynda- bók sem hann gerir með Rán Flyg- enring, Drottningin sem kunni allt nema ... Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Rán. „Hún er þvílík listakona! Ég mjálma þegar ég tala um þessa bók því það var svo gaman að gera hana með Rán.“ Hann hefur nýlokið við bók- ina Alexander Daníel Hermann Dawdsson – bannað að eyðileggja! Skammstöfun á því nafni er ADHD. „Alexander er ofurgreindur og með margar greiningar. Mjög skemmti- legur og hress en hefur lent í ýmsu. Það er svo gaman að skrifa bækur um krakka og leggja alls konar vesen á þau!“ Þess skal að lokum getið að hlað- varpsþættir Gunnars um Stellu- bækurnar eru væntanlegir í næstu viku á Storytel. n Það er föngulegur hópur sem kemur fram á tónleikunum í Hannesarholti. kolbrunb@frettabladid.is Tónar og ljóð Valgerðar nefnast tónleikar Valgerðar Jónsdóttur, tónlistarkonu frá Akranesi, sem haldnir verða í Hannesarholti í kvöld, fimmtudagskvöldið 3. júní klukkan 20.00. Á dagskrá tón- leikanna verður fjölbreytt blanda af tón- og textasmíðum Valgerðar, en hún hefur bakgrunn í klassískri tónlist sem og popp-og þjóðlaga- tónlist, sem endurspeglast í tónlist hennar. Valgerður syngur og leikur á píanó/gítar, en með sér á tónleik- unum hefur hún hóp samstarfsfólks sem hún hefur unnið með áður við ýmis tónlistartengd verkefni. Þá verða flutt nokkur íslensk þjóðlög í í bland við frumsömdu lögin. Á tónleikunum verður f lutt lag Valgerðar við ljóð Hannesar Haf- stein: Áraskiptin 1901-1902, sem hlaut fyrstu verðlaun í lagakeppni Hannesarholts haustið 2020. Með Valgerði á tónleikunum leika: Þórður Sævarsson á gítar, Sylvía Þórðardóttir á harmonikku, ukulele og söng, Sveinn Arnar Sæmundsson á píanó, Arnar Óðinn Arnþórsson á trommur og Sveinn Ómar Grímarsson á bassa. n Tónar og ljóð Valgerðar í Hannesarholti MENNING 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.