Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 26
Kópavogsbær hlaut alþjóðleg verðlaun UNICEF fyrir mælaborð barna, á fyrstu alþjóðlegu ráð- stefnu UNICEF, sem haldin var í Köln haustið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi lausnir og nýsköpun í f lokknum góðir stjórnunarhættir, en mælaborðið tryggir betri yfirsýn yfir velferð og stöðu barna í bænum og skapar þannig grundvöll til að taka ákvarðanir byggðar á þörfum hverju sinni. „Bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti vorið 2018 að Barnasátt- Erum stolt af mælaborði barna Hugmyndafræði verkefnisins Barn- væn sveitarfélög byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, sem á ensku heitir Child Friendly Cities. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna, en UNI- CEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingarferlinu. Hér á landi er verkefnið sam- starfsverkefni UNICEF og félags- og barnamálaráðuneytisins. Unnið hefur verið að innleiðingu Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi frá árinu 2018, en bæjar- stjórnin samþykkti í maí það ár að innleiða Barnasáttmálann hjá bænum. Fyrsta skref innleiðingarinnar Kópavogur innleiðir Barnasáttmála SÞ Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir mikilvægt að forgangsraða verkefnum og fjármunum í þágu barna. Gott aðgengi að traustum gögnum sé lykilatriði þegar unnið er að forgangsröðun. Kópavogsbær komst í hóp Barnvænna sveitarfélaga á dögunum þegar bærinn fékk afhenta viðurkenningu í til- efni innleiðingar Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. var umfangsmikil greiningarvinna í sveitarfélaginu á stöðu og aðstæðum barna í bænum. Í kjölfar hennar var ákveðið hvar ráðast þyrfti í úrbætur með tilliti til réttinda barna, þátt- töku þeirra, öryggis og verndar og möguleikum til að vaxa og þroskast. Alls voru settar fram 18 aðgerðir með það að markmiði að tryggja enn betur réttindi barna með hlið- sjón af Barnasáttmálanum. n máli Sameinuðu þjóðanna yrði innleiddur hjá bænum. Skipaður var stýrihópur sem hófst handa við umfangsmikla greiningar- vinnu á stöðu barna í bænum. Það er nefnilega þannig að það er ekki hægt að fara í umbótaverkefni án þess að hafa upplýsingar um stöðu mála. Hjá okkur í Kópavogi er til mikið af gögnum en það vantaði upp á að halda kerfisbundið utan um þau,“ segir Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri Kópavogs, sem segir að þessi staða hafi leitt til þess að farið var að þróa mæla- borð barna. Greiningarvinna mikilvæg „Mælaborðið var þróað á grund- velli Barnasáttmálans og byggir á fimm víddum, sem taka mið af grunnstoðum Barnasáttmálans. Í framhaldinu var farið kerfis- bundið í gegnum öll ópersónu- greinanleg gögn sem til voru um börn í Kópavogi, mælingar Rann- sókna og greiningar, Skólavogar, Embættis landlæknis og annarra innanhússgagna. Úr þessum gögnum völdum við mælingar sem áttu við grunnstoðir Barnasátt- málans og víddirnar í mælaborð- inu. Þannig náðum við að fá yfirlit yfir stöðuna.“ Ármann segir að á grundvelli gagna úr mælaborðinu sé hægt að reikna vísitölu barnvænna sveitarfélaga. „Til að halda utan um gögnin og útreikningana þróaði upplýsingatæknideild Kópavogs- bæjar nýjan hugbúnað sem við köllum Nightingale. Félags- og barnamálaráðuneytið er nú að þróa nýtt mælaborð á grundvelli mælaborðs okkar hér í Kópavogi. Sú vinna er unnin þvert á öll ráðu- neyti með þátttöku Kópavogs- bæjar.“ Bær barnanna „Kópavogsbær hefur lengi stært sig af því að vera bær barnanna. Hér var mikill fjöldi barna þegar bærinn var að byggjast upp og málefni barnafjölskyldna hafa alltaf verið í forgangi í bænum. Inn- leiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var því rökrétt skref fyrir okkur að taka. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013 og því er það fagnaðarefni að UNICEF hafi nú kynnt til sögunnar aðferðafræði sem sveitarfélög geta nýtt sér til að innleiða Barnasáttmálann og gerast Barnvæn sveitarfélög. „Ég er stoltur af því hvernig til hefur tekist hjá okkur í Kópa- vogsbæ, en auðvitað er þetta ekki búið, innleiðingin heldur áfram og við förum nú í nýja greiningar- vinnu sem mun hjálpa okkur í ákvarðanatöku um framhaldið,“ segir Ármann að lokum. n Metnaðarfullt barnastarf er í Menn- ingarhúsum Kópavogs. Meðal aðgerða n Fundir ungmennaráðs með bæjarstjórn n Tilkynningahnappur til barnaverndar í spjaldtölvur nemenda n Mælaborð barna n Geðræktarhús n Vefsíða um náttúru Kópa- vogs n Barnaþing sem haldið verður árlega n Ábendingahnappur í spjald- tölvur nemenda n Greiningarmódel fyrir mæli- tölu barnvænna fjármála Margar hendur vinna létt verk Fjölmargir komu að inn- leiðingu Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Á myndinni má sjá hluta hópsins, starfsfólk Kópa- vogsbæjar, kjörna fulltrúa í Kópavogi auk þeirra Ás- mundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráð- herra og Birnu Þórarins- dóttur, framkvæmdastjóra UNICEF, sem afhentu Kópa- vogsbæ viðurkenninguna. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs tók við henni fyrir hönd bæjar- ins ásamt Eiríki Erni Beck og Ingunni Sif Isorenu Þórðar- dóttur sem halda hér á viðurkenningarskildinum. Þau sátu í stýrihóp innleið- ingarinnar. 6 3. júní 2021 FIMMTUDAGURKÓPAVOGUR BARNVÆNT SVEITARFÉLAG Glatt var á hjalla þegar Kópavogsbær fékk á dög- unum afhenta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag. MYND/AÐSEND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.