Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 21
KYNN INGARBLAÐ FIMMTUDAGUR 3. júní 2021 Kópavogur Barnvænt sveitarfélag Unnur María, Sigríður og Katla hafa mikinn áhuga á að hafa áhrif þegar kemur að barnvænu samfélagi og eru ánægðar með að Kópavogur hafi tekið þetta skref. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Börnin hafa fengið rödd Þær Unnur María Agnarsdóttir, Sigríður Lára Ingibjörnsdóttir og Katla Kristinsdóttir sitja allar í ungmennaráði Kópavogs. Þær taka virkan þátt í ungmennastarfinu og segja það bæði skemmtilegt og gefandi. 2 Unnur María er elst í hópnum en í næstu viku ætlar hún að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Háskóla Íslands. Sigríður Lára og Katla eru báðar nemendur á nátt- úrulíffræðibraut í Verzlunarskóla Íslands. Þær koma allar úr grunn- skólum Kópavogs, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Smáraskóla. Unnur María segir að hver grunnskóli velji fulltrúa í ung- mennaráðið á hverju ári. Tveir koma úr Menntaskólanum í Kópavogi og síðan koma fulltrúar úr öðrum framhaldsskólum með lögheimili í bænum. Þær koma allar inn sem fulltrúar Molans, sem er félagsheimili ungmenna á aldrinum 16-25 ára. Unnur María er formaður ráðsins. Alls er ráðið skipað 15 fulltrúum. Fara á fund bæjarstjórnar „Við mætum á ungmennaráðsfund einu sinni í mánuði þar sem farið er yfir ýmis mál tengd börnum og ungmennum í bænum. Tilgangur- inn er að veita ungu fólki vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri við rétta aðila. Einnig fáum við fyrirlestra og þjálfun, auk þess að gæta hagsmuna barna og ungmenna í Kópavogi. Við mætum síðan á fund með bæjarstjórn og förum yfir þau mál sem til okkar hafa borist sem geta verið margvís- leg. Öll málefni tengjast börnum og ungmennum í grunnskólum bæjarins,“ útskýrir Unnur. Fagleg fræðsla „Við skrifum umsagnir um alls kyns málefni sem koma á borð ráðsins og fáum fræðslu. Til dæmis var Borgarlínan kynnt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.