Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 14
Við trúum því að við slíkar kringum- stæður sé betra að taka frum- kvæðið og skapa þróun í stað þess að verða fórnar- lömb hennar. Almenn- ingur á Íslandi hafnar alls ekki því kerfi sem hann hefur búið við á Íslandi á liðnum áratugum. Næstkomandi laugardag, 5. júní verður kosið um sameiningu Skútu- staðahrepps og Þingeyjarsveitar. Undanfarnar vikur og mánuði hafa verið haldnir fjölmargir íbúa- fundir til að vinna að og kynna hvað í sameiningu felst. Hver eru tæki- færin og hverjar eru ógnirnar. Algengasta spurningin á þessum fundum er: Til hvers að sameinast? Er þetta ekki bara í góðu lagi eins og þetta er? Jú, ef ekkert breytist gæti óbreytt ástand alveg gengið, en staðreyndin er sú að allt er breytingum háð og við lifum nú tíma hraðfara breyt- inga, samfélagslegra og tæknilegra. Við trúum því að við slíkar kring- umstæður sé betra að taka frum- kvæðið og skapa þróun í stað þess að verða fórnarlömb hennar. Starfsemi sveitarfélaga gerist sífellt f lóknari og kallar á meiri sér- hæfingu og þekkingu starfsfólks og meiri tíma og skuldbindingu kjör- inna fulltrúa. Við teljum að með sameiningu fái svæðið meira vægi og slagkraft gagnvart ríkisvaldinu, sem og í þeim samstarfsverkefnum sem sveitar- félögin eru þátttakendur í. Við höfum í raun fundið það nú þegar, meðal annars í gegnum Nýsköpun í norðri, að þegar við leggjumst saman á árarnar náum við betri árangri í því að draga fólk, fjármagn og þjónustu að svæðinu í heild sinni. Það er niðurstaða samstarfs- nefndar um sameiningu að ekki sé ástæða til að breyta starfsstöðvum leik-, grunn- og tónlistarskóla frá því sem nú er. Að því gefnu að sam- eining verði samþykkt og fjöldi barna haldist svipaður. Hins vegar gætu skapast tækifæri til að bæta stoðþjónustu við skólana og nem- endur og auka samvinnu nemenda, kennara og starfsfólks skólanna þriggja. Raunar er það svo að með þróun tækninnar í skólastarfi hafa opnast nýjar víddir hvað snertir skapandi samstarf og kennslufræði- legar nýjungar. Þá eru margvísleg tækifæri til eflingar félags-, íþrótta- og menningarstarfs ungmenna þessu tengd. Hvað varðar stjórnsýsluna er gert ráð fyrir því að starfsstöðvarnar verði tvær, en stjórnsýslan notfæri sér stafræna tækni til að færa þjón- ustuna nær íbúum og auka mögu- leika þeirra á því að hafa áhrif og verða virkari þátttakendur í mótun samfélagsins. Eins má gera ráð fyrir því að starfsmenn stjórnsýslunnar verði ekki eins bundnir stað og tíma og nú er. Þetta er eitt af því sem Covid hefur dregið fram og skapar fjölmörg tækifæri til mótunar fjöl- skylduvæns vinnuumhverfis. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Í upphaf legri gerð þess var gert ráð fyrir því að lögbinda lágmarks íbúafjölda sveitarfélaga. Nú er gert ráð fyrir að horfið verði frá þeirri Til framtíðar Helgi Héðinsson formaður sam- starfsnefndar og oddviti Skútu- staðahrepps. Arnór Benónýsson varaformaður samstarfsnefndar og oddviti Þing- eyjarsveitar. Í barnabókunum um Emmu öfug- snúnu er eiginlega öllu snúið á hvolf. Emma reynir að nota bux- urnar fyrir peysu, ruglar hárið þegar hún á að greiða sér og er oft pirruð út í litla bróður sinn. Allar bækurnar enda samt vel að lokum. Óvíst er hins vegar hvar saga BSRB og túlkun samtakanna á niður- stöðum eigin skoðanakönnunar endar. Niðurstöðurnar eru tölur sem tala skýru máli. Túlkunin á þeim er hins vegar oft eins og Emma öfugsnúna hefði gert þær til þess að snúa eins og venjulega öllu á haus. Fjölmiðlar hafa lítinn tíma til þess að rýna í gögnin og birta gjarnan það sem matreitt er fyrir þá. Þess vegna er óhjákvæmi- legt að koma eftirgreindu á fram- færi og vonast til þess í leiðinni að BSRB haldi áfram að kanna viðhorf fólks til heilbrigðismála en hætti að rangtúlka niðurstöðurnar til þess að skara eld að eigin köku. BSRB greiddi fyrir niðurstöðurnar BSRB greiðir kostnaðinn fyrir þá viðhorfskönnun sem Félags- vísindastofnun framkvæmdi fyrir Rúnar Vilhjálmsson prófessor við Háskóla Íslands. Niðurstöðurnar kynnti hann og túlkaði á fundi þann 26. maí síðastliðinn. BSRB hefur auðvitað ríka hagsmuni sem stéttarfélag ríkisstarfsmanna af því að störf hjá ríkinu séu sem f lest. Þannig fjölgar félagsmönnum og bandalagið eflist. Meg ininnt a k f u ndar ins og umfjöllun eftir hann varðar skoð- anir landsmanna á rekstri einka- sjúkrahúsa. Margir áratugir eru síðan Landakotsspítali var eina einkarekna sjúkrahúsið í Reykjavík og og naut mikillar velvildar rétt eins og nunnuspítalarnir í Hafnar- firði og Stykkishólmi á sínum tíma. Sá tími er hins vegar að baki og eng- inn er að óska eftir afturhvarfi til þeirrar fortíðar. Kolrangar ályktanir dregnar Helsta ályktun fundarins var að íslenskur almenningur sé andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Þetta kom fram í framsögunni, í umræðum og einnig í kjölfarið í fyrirsögnum margra fjölmiðla. Staðhæfingin rímar í raun alls ekki við niðurstöður skoðanakönnun- arinnar. Gögnin eru afdráttarlaus um að þetta eigi vissulega við um sjúkra- húsrekstur en ef aðrir þættir heil- brigðiskerfisins eru skoðaðir er niðurstaðan þveröfug. Það er kjarni málsins. Mikil jákvæðni er í garð sjálfstæðs reksturs þegar kemur að hjúkrunarheimilum, lækna- stofum, sjúkraþjálfun, tannlækn- ingum fullorðinna og heilsugæslu. Í túlkun sinni á niðurstöðum könnunarinnar gerir bandalagið þjóðinni upp skoðanir sem hún hefur einfaldlega ekki. Að halda því fram fullum fetum að íslenskur almenningur sé á móti þeim blandaða rekstri sem við búum við í dag og vilji að öll heil- brigðisþjónusta sé bæði rekin og veitt af ríkinu er langt í frá það sem könnun Félagsvísindastofnunar og Rúnars Vilhjálmssonar leiðir í ljós. Mikil ánægja með blandaðan rekstur í könnunum Yfir 80% svarenda í könnuninni vilja ríkisrekna spítalaþjónustu á meðan 17% vilja blandaðan rekstur ríkis og einkaaðila. Mun f leiri eru hins vegar jákvæðir í garð einka- rekinna heilsugæslustöðva enda röðuðu fjórar einkareknar stöðvar sér í efstu fimm sætin í þjónustu- könnun sem var gerð á heilsugæslu- stöðvum í fyrra. Í þjónustukönnun sem gerð var á nokkrum einka- reknum læknastöðvum sama ár voru viðskiptavinir sérlega ánægðir með þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og læknastöðva þeirra. Yf ir 98% sögðust mjög ánægðir eða frekar ánægðir með þjónustuna og 97% að þeir myndu leita aftur til sama læknis og sömu læknastöðvar þegar þess þyrfti. Frá 58% upp í 71% hlynnt blönduðum- eða einkarekstri Í könnun BSR B sögðust 58% aðspurðra hlynnt því að stærsti hluti sérfræðilækna reki sínar eigin sjálfstæðu stofur í blönduðu kerfi með þjónustu spítalanna. Tæp 42% vildu hafa reksturinn fyrst og fremst hjá hinu opinbera. En hvað skyldi það þýða? Hvað þýðir „fyrst og fremst hjá hinu opinbera“ þegar spurt er hverjir eigi að reka heil- brigðisþjónustuna? Getur verið að einhverjir svarenda séu aðallega að meina það að hið opinbera eigi að borga fyrir læknisverkin en ekki endilega að veita þjónustuna? Burtséð frá því hvað býr að baki tölunum taka þær af öll tvímæli um það að verulegur meirihluti svarenda styðji eitthvert form af sjálfstæðum rekstri læknastofa. Að halda þveröfugu fram, og byggja það á svörum um spítalaþjónustu, eru vægast sagt óvönduð vinnu- brögð. Svipað eða stærra hlutfall vill sjálfstæðan rekstur tannlækn- inga fullorðinna (tæp 70%), sál- fræðinga (63%) og sjúkraþjálfara (rúm 70%). BSRB og Rúnar Vil- hjálmsson létu undir höfuð leggj- ast að ræða þessar niðurstöður og fyrir vikið komust þær ekki heldur í fréttirnar. Heilbrigðisþjónustan er enn í dag nánast öll fjármögnuð af hinu opinbera úr sameiginlegum trygg- ingasjóði landsmanna. Um þann grundvallarþátt hefur þjóðin verið algjörlega sammála alla tíð og von- andi er að hún verði ekki hrakin inn í það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem því miður blasir við ef ekki verður tafarlaust gripið í taumana. Almenningur vill blandað kerfi Almenningur á Íslandi hafnar alls ekki því kerfi sem hann hefur búið við á Íslandi á liðnum áratugum. Þvert á móti staðfesta alls kyns þjónustukannanir mikla ánægju með fyrirkomulagið. Upphaf þess má rekja allt aftur til ársins 1909. Blandað kerfi ríkisrekinnar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hefur verið afar farsælt og skilað góðu, aðgengilegu, sveigjanlegu, öruggu og ódýru kerfi. Sem eina af mörgum staðfestingum þess má nefna rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Lancet fyrir um tveimur árum en þar tróndi Ísland eitt á toppnum varðandi gæði og aðgengi að læknisþjónustu. Með öðrum orðum – aðgengi að sér- fræðiþjónustu á Íslandi var það besta í heimi og gæðin til viðbótar í allra fremstu röð. Hvers vegna ætti að rífa svoleiðis kerfi niður og skipta í eitthvað allt annað án nokkurrar faglegrar ástæðu? Sérstaklega þegar fyrir- komulagið er hagkvæmt í öllum samanburði og enginn veit hvað á að taka við ef það verður lagt af. Sjálfmiðaður áhugi BSRB á að fjölga félagsmönnum sínum og öfug- snúnar túlkanir bandalagsins á við- horfskönnun mega aldrei ráða för í vexti og viðgangi heilbrigðiskerfis- ins okkar sem landsmenn hafa af samheldni og metnaði byggt upp á löngum tíma. Til viðlíka vitleysu hefði ekki einu sinni hún Emma öfugsnúna haft hugmyndaflug. n Emma öfugsnúna Ragnar Freyr Ingvarsson lyf- og gigtarlækn- ir, stjórnarmaður í Læknafélagi Reykjavíkur. Þórarinn Guðnason lyf- og hjarta- læknir, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Fyrst og fremst Jafnt Fyrst og fremst hið opinbera (blandað kerfi) einkaaðilar Heilsugæsla 67,6% 29,2% 3,3% Sjúkrahús 81,3% 17,1% 1,6% Hjúkrunarheimili 58,4% 37,9% 3,8% Heimahjúkrun 56,9% 38,2% 4,9% Lýðheilsustarf 49,3% 44,6% 6,1% Læknastofur 41,9% 48,4% 9,6% Tannl. barna 59,3% 29,5% 11,2% Tannl. fullorðinna 40,4% 40,1% 19,5% Sjúkraþjálfun 28,9% 52,9% 18,2% Geðheilbr. þjónusta 53,8% 42,9% 3,2% Sálfræðiþjónusta 37,4% 52,7% 9,9% ✿ Hverjir eiga að reka heilbrigðisþjónustuna? aðferðafræði en þess í stað teknir inn aðrir hvatar og mælikvarðar sem þjóni svipuðum tilgangi, enda er víðtækur stuðningur við eflingu sveitarstjórnarstigsins. Í þessu átaki til eflingar sveitar- stjórnarstigsins hefur verið aukið verulega það fjármagn sem stendur þeim sveitarfélögum sem ákveða að sameinast, til boða. Fjármagn til að þróa og efla stjórnsýslu og þjónustu við íbúa, fjármagn til skuldajöfn- unar og verkefna sem til framfara horfa. Þannig má gera ráð fyrir að verði þessi sameining samþykkt fái nýtt sveitarfélag um 500 milljónir úr þessum sjóði. Það er ljóst að kosningarnar 5. júní eru þessu svæði afar mikil- vægar. Mikilvægast af öllu er að kosningaþátttaka við ákvörðun sem þessa sé góð svo niðurstaðan endur- spegli almennan vilja fólksins. Það er jú fólkið sem ræður. n 14 Skoðun 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.