Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 16
Skautafélag Akureyrar, SA,
bar sigur úr býtum í öllum
flokkum á síðasta keppnis-
tímabili í íshokkí. Rúnar Freyr
Rúnarsson á stóran þátt í
árangrinum, en hann var að
ljúka sinni fyrstu leiktíð sem
þjálfari meistaraflokka félags-
ins.
hjorvaro@frettabladid.is
ÍSHOKKÍ Uppskera tímabilsins hjá
SA var allir titlar sem í boði voru,
Íslandsmeistaratitlar í meistara-
f lokkum karla og kvenna, U-18,
U-16, U-14 a- og b-liða, ásamt báðum
deildarmeistaratitlunum í meistara-
flokkunum.
Afrekið er algjörlega einstakt og
er ekki síst eftirtektarvert í ljósi þess
að allir leikmenn liðanna sem unnu
titlana eru uppaldir í félaginu sem og
Rúnar Freyr Rúnarsson, aðalþjálfari
liðanna.
Eftir langt og strangt keppnis-
tímabil hefur Rúnar Freyr ákveðið
að hætta störfum hjá SA og mun
Finninn Sami Petteri Lehtinen snúa
aftur til Akureyrar og taka við starfi
hjá félaginu á nýjan leik.
„Það þróaðist þannig síðasta
sumar að Lehtinen kom ekki til
baka og við vorum búnir að ráða
Bandaríkjamann til þess að taka
við liðunum. Hann kom svo ekki og
þá var leitað til mín um að taka við
starfinu tímabundið. Mér fannst ég
ekki geta sleppt því tækifæri að stýra
uppeldisfélaginu.
Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörð-
un, en þetta er gríðarlega mikil
vinna og þar sem ég er í fullu starfi
auk þess að vera tónlistarmaður
þá ákvað ég að halda ekki áfram og
færa keflið í góðar hendur Lehtinen
á nýjan leik,“ segir Rúnar Freyr.
„Vegna kórónaveirufaraldursins
var ákveðið að fá ekki erlenda leik-
menn til félagsins á síðustu leiktíð
og traustið sett á uppalda leikmenn
bæði hjá karla- og kvennaliðunum.
Það er algerlega frábært að sjá
uppskeru á góðu yngri flokka starfi
hérna á Akureyri skila sér með
þessum ríkulega árangri,“ segir
þjálfarinn stoltur.
Ætlaði að spila með syninum
„Það var nú alltaf planið hjá mér að
ná að spila meistaraflokksleik með
syni mínum, en eftir að hann flutti
til Svíþjóðar til þess að spila íshokkí
þar ákvað ég að leggja skautana á
hilluna og snúa mér að þjálfun,“
segir Rúnar Freyr, en auk þess að
þjálfa hjá SA er hann þjálfari U-20
og U-18 ára landsliða Íslands.
„Það er mikill uppgangur í íshokkí
hér heima og f leiri leikmenn sem
standa upp úr í yngri flokkunum. Þá
erum við með íshokkíleikmenn sem
eru um tvítugt sem hafa farið til Sví-
þjóðar í nám á brautum sem bjóða
upp á íshokkíþjálfun samhliða
náminu. Það er bara hið besta mál
og mun vonandi skila sér í öflugra
landsliði innan tíðar,“ segir hann
um framhaldið.
Aðspurður um hvort ekki verði
erfitt að hætta störfum hjá SA á þess-
um tímapunkti segir Rúnar Freyr:
Gildi félagsins skapa þennan árangur
Íslands-
meistaralið SA
í kvennaflokki.
MYND/ÓLAFUR
ÞORGRÍMSSON
„Jú vissulega, en það er þægilegt að
vita af því að félagið er í frábærum
höndum. Mig langar að benda sér-
staklega á hversu frábært starf Sarah
Smiley hefur unnið hjá okkur, en
hún er eins konar yfirþjálfari og sér
um þjálfun yngri flokkanna.
Það er ekki síst henni að þakka
hversu öfluga leikmenn við eigum
bæði karla- og kvennamegin. Svo
hefur skapast rík hefð og góð gildi
hjá félaginu, sem eiga að mínu mati
stóran þátt í því hversu vel hefur
gengið. Hér hjálpast allir að og vinna
saman að þeim verkefnum sem þarf
að sinna.
Það er ómetanlegt að eiga jafn
marga sjálfboðaliða og félagið býr
að. Þar er mannauður sem er boðinn
og búinn að verja mörgum klukku-
stundum í hverri viku til þess að
aðstoða við þau verk sem þarf að
sinna,“ segir Rúnar Freyr.
Langar að þjálfa áfram
„Hvað mig sjálfan varðar þá hef ég
áhuga á að vera áfram í starfi hjá
Íshokkísambandi Íslands, en ég
fékk ekki að stýra liðunum í neinum
mótum þar sem þeim var frestað
vegna faraldursins.
Það verður hins vegar bara að
koma í ljós hvort minna krafta verði
óskað hjá sambandinu,“ segir þessi
sigursæli þjálfari.
Íshokkísamband Íslands breytti
á dögunum starfi Vladimirs Kolek,
sem verið hefur landsliðsþjálfari,
í starf afreksstjóra, sem á að hafa
heildarsýn yfir íshokkístarfið á
Íslandi.
Rúnari Frey líst vel á það og hlakk-
ar til að vinna með Kolek, verði af
samstarfi þeirra í framtíðinni. n
Rúnar Freyr
tók við starfi
aðalþjálfara SA
fyrir tímabilið
og vann alla titla
sem í boði voru.
MYND/ÓLAFUR
ÞORGRÍMSSON
Það er algerlega frá-
bært að sjá uppskeru á
góðu yngri flokka
starfi hérna á Akureyri
skila sér með þessum
ríkulegra árangri.
Rúnar Freyr Rúnarsson
hjorvaro@frettabladid.is
HANDBOLTI Hand boltadeild Fram
hef ur fundið leikmann sem fær það
verkefni að leysa Steinunni Björns-
dóttur af hólmi.
Steinunn sleit krossband í leik
með íslenska landsliðinu í mars fyrr
á þessu ári.
Fram hefur samið við sænska
leikmanninn Emmu Ols son um að
leika með liðinu næstu tvö keppnis-
tímabil. Olsson kemur í Safamýrina
frá sænska liðinu Önn ereds.
Þá tilkynnti Stjarnan í gær að
félagið hefði fengið örvhentu
skyttuna Lenu Margréti Valdi-
marsdóttur til liðs við sig frá Fram.
Lena Margrét hefur allan sinn feril
leikið í Safamýrinni en færir sig nú
í Garðabæinn. n
Fram búið að fylla
skarð Steinunnar
hjorvaro@frettabladid.is
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Bergrún Ósk
Aðalsteinsdóttir, FH, hafnaði í
fjórða sæti í langstökki T37 á Evr-
ópumeistaramóti IPC í Póllandi.
Lengsta stökk Bergrúnar Óskar
var 4,11 metrar en sameiginlegt
Íslandsmet hennar og Matthildar
Ylfu Þorsteinsdóttur í greininni er
4,27 metrar.
Patrekur Andrés Axelsson keppti
ekki í 400 metra hlaupi í gær vegna
meiðsla. Hann er skráður í 100
metra hlaup á lokakeppnisdegi.
Patrekur Andrés fór einnig út til
f lokkunar og nú er ljóst að keppnis-
flokkur T11 verður hans flokkur til
frambúðar.
Í dag er viðburðaríkur dagur þar
sem Ingeborg Eide Garðarsdóttir
og Bergrún Ósk keppa í kúluvarpi.
Bergrún Ósk hleypur einnig í 200
metra hlaupi. Stefanía Daney Guð-
mundsdóttir keppir svo í 400 metra
hlaupi. n
Bergrún einu sæti
frá verðlaunapalli
Í LOFTINU
REYKJAVÍK SÍÐDEGIS
VIRKA DAGA 16:00-18:30
Sækja frá
SÆKTU NÝJA APPIÐ!
Bergrún Ósk keppir fyrir hönd FH.
ÍÞRÓTTIR 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR