Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2021, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 03.06.2021, Qupperneq 28
Tilkynningahnappur var settur í spjaldtölvur barna í 5. til 10. bekk síðastliðið haust með það að mark- miði að gera barnavernd Kópavogs viðvart. Í gegnum hnappinn geta börnin sent inn tilkynningar til barnaverndar um ofbeldi, van- rækslu og áhættuhegðun, er varða þau sjálf eða vini sem þau hafa áhyggjur af. Börn og foreldrar hafa hlotið fræðslu um tilgang hnappsins og hlutverk barnaverndar. Hnappur- inn auðveldar börnum að tjá sig um erfiðar aðstæður, sem er í samræmi við markmið Barnasátt- málans. Hnappur í spjaldtölvum Verkefnið sem ber heitið Vatns- dropinn er langstærsta alþjóðlega menningarverkefnið sem Kópa- vogsbær hefur átt frumkvæði að, en Vatnsdropanum er ætlað að tengja saman listir, vísindi og bók- menntir á áður óþekktan hátt. Fyrsta sýning undir merkjum Vatnsdropans verður opnuð 19. júní 2021 í Gerðarsafni. Börn á aldrinum níu til tólf ára stýra sýn- ingunni og koma þau frá menning- arstofnunum í samstarfsborgum verkefnisins, Tampere í Finnlandi, Odense í Danmörku, Haapsalu í Eistlandi, auk Kópavogs. Vatnsdropinn er spennandi verkefni sem fellur vel að þeirri sýn Menningarhúsanna í Kópa- vogi að leita í sífellu nýrra leiða til að laða börn að menningarstarfi og gefa þeim skapandi verkfæri til að kynnast listum og menningu á eigin forsendum. Vatnsdropinn UNICEF á Íslandi hefur, í samstarfi við Kópavogsbæ, þróað reikni- módel sem gerir sveitarfélögum kleift að greina ársreikninga sína með tilliti til þess hversu stórt hlut- fall útgjalda þeirra rennur beint til barna. Það er gert með því að reikna svokallaðar mælitölur barn- vænna fjármála og er Kópavogsbær enn eina sveitarfélagið sem hefur farið í gegnum slíka greiningu. Á grundvelli þessarar greiningar kemur í ljós að um 70% útgjalda bæjarins er varið til málefna barna. Með reiknimódelinu verður hægt að fylgjast með þessu hlutfalli og hvort og hvernig það breytist milli ára. n Mælitala barnvænna fjármála Kópavogsbær hefur sett á laggirnar Geðræktarhús til að koma til móts við vaxandi þörf barna og ung- menna fyrir andlega uppbyggingu og kall þeirra um aukinn stuðning í málaflokknum. Þar verða haldin námskeið og erindi á sviði geðrækt- ar til að efla andlega heilsu íbúa, en í fyrstu verður áhersla lögð á að vinna með börnum og ungmennum. Húsið, sem reist var árið 1925 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, Andleg uppbygging í Geðræktarhúsi Geðræktarhús verður opnað í Kópavogi í haust. er við Kópavogsgerði, á fallegum, grónum stað við Kópavoginn. Það hefur frá upphafi tengst heilbrigðis- málum og fær nú nýtt hlutverk í geðræktarmálum. Umhverfið býður upp á að sinna verkefnum utandyra, svo sem núvitundaræfingum og hugræktar- göngum. Dyr Geðræktarhússins verða opnaðar í haust, en það hefur verið endurnýjað algjörlega af Kópavogsbæ undanfarin ár. n Smiðjuvegi 4C 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Smiðjuvegi 4C 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & iðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Smiðjuvegi 4C 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt 8 3. júní 2021 FIMMTUDAGURKÓPAVOGUR BARNVÆNT SVEITARFÉLAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.