Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 6

Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 20216 Síðustu vikur hafa verið um margt áhugaverðar þar sem hver greinin á fætur annarri fjallar um aðgengi neytenda að upplýsingum um ýmis matvæli sem sett eru í matarkörfuna. Matvælaumræðan og umhverfismálin eru nefnilega og verða á oddinum til framtíðar þar sem landbúnaðurinn, sjávarútvegurinn, matvælaframleiðslan og matvælageirinn standa frammi fyrir áskorunum og auknum kröfum frá neytendum um heilnæmi afurða og upprunamerkingar. Neytendur vilja gæðavörur, með lítið kolefnisspor og upprunamerkingu því neytandinn vill val. En þetta er hafsjór af ýmiss konar merkingum sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Hér verður þó að gæta þess að gera greinarmun á merkjum sem segja annars vegar til um heilnæmi eða hollustu matvæla, eins og t.a.m. Skráargatið, og hins vegar vottunarmerkjum á matvæli sem gefa til kynna að framleiðsla vörunnar fylgi eftir alþjóðlegum stöðlum um lífræna ræktun, sjálfbærni, umhverfissjónarmið og dýravelferð. Þessu tengdu þarf líka að hafa í huga að hið opinbera og mörg fyrirtæki hafa mótað sér svokallaðar „grænar innkaupastefnur“ þar sem gerð er krafa um að vara hafi tiltekna vottun, t.a.m. þarf kaffi að vera með svokallaða Fair Trade siðgæðisvottun sem tryggir að við framleiðslu vörunnar eru gerðar lágmarkskröfur um verð, vinnuaðbúnað og umhverfismál. Hér á Íslandi geta bændur og þeir sem eru í frumframleiðslu sótt um vottun fyrir lífræna framleiðslu til vottunarstofunnar Túns sem er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Þá geta framleið- endur sótt um Svaninn eða Evrópska blómið fyrir umbúðir sem eru í samræmi við ISO staðalinn 14026. En þetta er mikill frumskógur sem starfsfólk Bændasamtakanna hefur hafið vinnu á að greina og eru til þjónustu reiðubúin í samtal við félagsmenn til leiðbeininga, skrafs og ráðagerða en mikil gróska og þróun er að eiga sér stað í þessum málum á hverjum degi. Meira um umhverfismálin En aðeins meira um umhverfismálin. Til að kolefnisjafna íslenskan landbúnað þarf að græða upp 300.000 hektara af landi á tímabilinu 2020–2030. Kolefnisbinding mun að mestu fara fram með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Þarna hafa bændur margt fram að færa, landið, þekkinguna og verkfærin. Í umhverfisstefnu Bændasamtakanna sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2019 segir að skógrækt ætti að vera fyrsti kostur þegar kemur að aðgerðum til að binda kolefni. Til þess að kolefnisjafna íslenskan landbúnað þarf að planta um 60.000 ha af blönduðum skógi á tímabilinu 2020–2030. Þetta samsvarar 6.000 ha á ári, eða 2 ha á hvert lögbýli í byggð. Með aukinni landgræðslu er stefnt að kolefnisbindingu en einnig unnið að vistheimt og aukinni sjálfbærni í landnýtingu. Þá má nefna endurheimt votlendis sem er öflug mótvægisaðgerð gegn kolefnislosun. Ekki er um að ræða kolefnisbindingu heldur er kolefnislosun frá framræstu landi stöðvuð en áætlað er að árlega losni um 20 tonn af CO2 í framræstu landi. Ef kolefnisjafna á íslenskan landbúnað fyrir 2030 þarf að endurheimta 30.000 ha af votlendi á tímabilinu, sem samsvarar um 3.000 ha árlega eða ca 1 ha á hvert lögbýli í byggð. En hvernig berum við okkur að? Mun það eitt og sér duga að moka ofan í alla skurði á landinu? Nýsköpun, styrkir og fjármálaáætlun En væri ekki skynsamlegt að sækja um styrki fyrir svona verkefni eins og að moka ofan í skurði og mæla losun árlega til ársins 2030 í samstarfi við óháð fyrirtæki sem mæla slíka losun? Nýverið voru samþykkt á Alþingi lög um opinberan stuðning við nýsköpun. Eitt meginefni þeirra laga var að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og setja á fót Tæknisetur. Vissulega er margt gott sem fólst í nýrri lagasetningu en þó vantar útfærslu á þeim brýnu verkefnum sem við þurfum að takast á við, t.a.m. á sviði loftslagsbreytinga. Markmið ríkisstjórnarinnar og megin- áherslur aðgerða vegna faraldursins snúa m.a. að kröftugri viðspyrnu efnahagslífsins sem dregin er áfram af verðmætum störfum og fjárfestingum. Áhersla er þar með lögð á menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði og umhverfis- og loftslagsmál. Í fjármálaáætlun 2022–2026 er gert ráð fyrir 1 ma.kr. árlegri aukningu á tímabilinu til að stuðla að efndum Íslands á uppfærðum skuldbindingum sínum gagnvart Parísarsamningnum þannig að stefnt verði að 55% samdrátt í losun fyrir 2030 og að markmiðið um kolefnishlutleysi verði náð árið 2040. Jafnframt er nauðsynlegt að bændur leiti lausna í bindingu metans við búrekstur og nýti þar með betur áburðargildi búfjáráburðar. Fjármagnið er til staðar, Bændasamtökin eru með umhverfisstefnu og lausnin hefur verið kynnt. Þá er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja kolefnisjöfnun íslensks landbúnaðar. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Búist er við að fjöldi bólusetninga á Íslandi vegna COVID-19 muni geta myndað margumtalað hjarðónæmi þjóðarinnar þegar kemur fram á mitt sumar og jafnvel fyrr. Þá er líka ráðgert að aflétta öllum takmörkunum sem verið hafa í gildi varðandi samskipti fólks í rúmlega heilt ár. Líklega bíða flestir með óþreyju eftir að þessu takmarki verði náð og fólk geti upplifað frelsi til mannlegra samskipta og til að ferðast á nýjan leik. Samt er ekki víst að slíkt frelsi veiti okkur tóma hamingju, allavega ef við gleymum því sem við ættum að hafa lært af fortíðinni. Erlend flugfélög búa sig nú undir að flóðgáttir ferðamannastraums fari að opnast og eru þegar farin að tryggja sér pláss á Keflavíkurflugvelli. Strax í maí má því búast við verulegri aukningu á komu ferðamanna til landsins jafnvel þótt krafa sé gerð um að fólk framvísi pappírum sem sýni að það hafi verið bólusett. Þótt mönnum þyki ótrúlega hægt hafa miðað að bólusetja örþjóð okkar á Íslandi, þá er búið að bólusetja á sama tíma nærri 230 milljónir manna í Bandaríkjunum og um 40 til 45 milljónir í Bretlandi allavega með einni sprautu ef ekki tveim. Þar er líka farið að aflétta samskiptahömlum og hömlum til ferðalaga. Þetta eru einmitt þær tvær þjóðir sem hafa verið öflugastar í að heimsækja okkur á undanförnum árum. Þar hefur líkt og hér á landi byggst upp mikil eftirvænting fyrir því að mega ferðast á ný. Spurningin er því hvort við erum undirbúin undir slíkt og hvort við höfum eitthvað lært af fyrri sprengingu í komu ferðamanna til Íslands. Nú er ljóst að Ísland hefur fengið gríðarlega kynningu á liðnum vikum og mánuðum á alþjóðavettvangi sem áhugaverður kostur til að heimsækja. Ferðamannavænt eldgos í næsta nágrenni alþjóðaflugvallar á Reykjanesi mun laða að mikinn fjölda ferðamanna. Um nýliðna helgi fékk Húsavík svo gríðarlega auglýsingu um allan heim vegna útsendingar á glæsilegu myndbandi á Óskarsverðlaunahátíð í Bandaríkjunum. Þegar fjöldi ferðamanna sem kom til að skoða landið okkar og kynnast okkar lífsháttum fór að vaxa hratt fyrir nokkrum árum, höfðum við hreinlega ekki tök á stöðunni. Innviðir á borð við vegakerfi voru alls ekki í stakk búnir til að taka við svo hraðri aukningu. Það leiddi til hörmulegra slysa á sama tíma og löggæslan var vanmönnuð. Gistirými var einnig takmarkað sem olli verðsprengingu á þeim markaði og einfaldar vegasjoppur voru farnar að verðleggja sinn skyndibita eins og ofursteikur á fínustu veitingahúsum í stærstu borgum heims. Til allrar hamingju hefur verið farið í lagfæringu á mörgum þessara þátta, en nóg er samt eftir. Því er enn spurning hvernig sé skynsamlegast að undirbúa þjóðina undir nýja bylgju ferðamanna sem mun skella á landinu fyrr eða síðar. Mikið átak er í gangi í vegagerð, en samt er þar langt í land að verið sé að mæta þörfinni í viðhaldi vega, hvað þá að nýta þá fjármuni sem umferðin hefur verið að skila í gjöldum til ríkisins í fjölda ára. Það þarf því að gefa hressilega í og hraða framkvæmdum í vegagerð umfram það sem þegar er ákveðið. Varðandi ákvarðanatöku í vegagerð er alveg ljóst að við erum búin að setja hér upp allt of flókið regluverk sem hefur af óþörfu stórskaðað uppbyggingu í samgöngum. Tafir á lagfæringum víða um land hafa líka valdið ófyrirgefanlegu manntjóni. Ef það þarf að breyta laga- og regluverki til að koma í veg fyrir slíkt, þá verðum einfaldlega að hespa því af – fyrir kosningar. /HKr. Matvælaumræðan og umhverfismálin á oddinum Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Kollafjarðarnes er utarlega í norðanverðum Kollafirði á Ströndum. Þar er þessi kirkja sem byggð var úr steinsteypu árið 1909. Þetta er sagt elsta steinsteypta hús á Ströndum. Kollafjarðarnes er nú í eyði. Erfið siglingaleið er inn á fjörðinn vegna skerja. Þjóðsagan segir að kerlingin Hnyðja hafi lagt á fjörðinn að þar myndi aldrei drukkna maður og heldur aldrei fengist þar bein úr sjó eftir að synir hennar tveir drukknuðu þar í fiskiróðri. Mynd / Hörður Kristjánsson Verum viðbúin

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.