Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 7
LÍF&STARF
M eð einlægum óskum um gleðilegt sumar, fylgir þessi snjalla og myndríka vísa Ingólfs Ómars
Ármannssonar. Blekið á vísnasendingu
Ingólfs er knapplega þornað þegar ég vík
henni í vísnaþáttinn:
Hlýna ból og birtir til,
bugast njólu veldi.
Baðast hólar grund og gil
gullnum sólareldi.
Jú það er vor í lofti, eða í það minnsta keimur
af vori. Björn Ingólfsson, fyrrum skólastjóri
á Grenivík, er í það minnsta ljóðrænn á
morgungöngu sinni fyrir skemmstu:
Það finnst gaman gömlum köllum
að ganga um á frosnum völlum,
þar sem lúra í litlum bollum
listaverk í drullupollum.
Það er e.t.v. langsótt að birta sem vorvísu
þessa stöku Björns Blöndal í Laugarholti:
Við skulum ekki tala um tryggð
tófan má þér unna.
En vorið hlær um víða byggð,
vertu hjá mér, Gunna.
Jón Pétursson frá Nautabúi orti svo
hlýlega til vorkomunnar:
Geislinn hlakkar, hlýju fá
hlíðar, slakkar, gilin.
Lækjarbakka blómin smá
brosa og þakka ylinn.
Þorsteinn skáld Gíslason orti undir vorhimni:
Þú ert fríður, breiður blár
og bjartar lindir þínar,
þú ert víður, heiður, hár
sem hjartans óskir mínar.
Eftir Ólaf Sigfússon í Forsæludal er þessi
vorvísa:
Þrautaleiðir þokast fjær
þíða er greið í spori.
Myndi seiða svona blær
sál til heiða á vori.
Stephan G. Stephansson orti á vori í
Vestur heimi:
Leggur um geð frá logni, blæ
ljóð og gleðibragi.
Strengir kveða í mér æ
undir veðurlagi.
Ólína Jónasdóttir var afar hrifnæmur
hagyrðingur:
Grænkar tangi og heiðin há,
hlýtt er fangið beggja.
Sól og angan unga þrá
undir vangann leggja.
Annað skáld og náttúrubarn, Guðmundur
Ingi Kristjánsson, kvað:
Gróðurangan ilm úr mörk
yfir vanga líður.
Daginn langan lyng og björk
laufgrænt fangið býður.
Það er aðeins vor, en ekki síður ást, í hinni
kunnu vísu Baldurs á Ófeigsstöðum í
Köldukinn:
Vísa, sem að verður til
um vorið eða fossinn,
þarf að veita öllum yl
eins og fyrsti kossinn.
Eftir veðurfræðinginn Pál Bergþórsson
eru næstu tvær vísur. Þær eru frá lengra
ljóði er hann nefndi „Veðrabrigði“:
Aprílgolan unaðshlý
andar í nöktum runni,
streymir út um borg og bý
beint frá drottins munni.
Iðkar böðin Esjan glöð,
eyðast fannadílar,
greikka spor og gusa for
gamlir mjólkurbílar.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
272MÆLT AF
MUNNI FRAMMikil gróska í nýsköpun um aukið verðgildi ullarinnar:
Tuttugu lausnir keppa til
úrslita í Ullarþoni
Sextán teymi, sem standa á bak við tutt-
ugu lausnum tengdum ull með einum eða
öðrum hætti, komust áfram í Ullarþoninu
sem haldið var á dögunum, sem er hug-
myndasamkeppni Textílmiðstöðvar
Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands. Markmiðið er að auka verðmæti
ullarinnar og sérstaklega verðminnstu
ullarflokkana.
Þann 17. apríl var tilkynnt um fimm
efstu sætin í hverjum keppnisflokkunum
fjórum; þróun á vinnslu textíls úr óunninni
ull, blöndun annarra hráefna við ull, ný
afurð og stafrænar lausnir og rekjanleiki.
Alls bárust 63 gildar umsóknir í alla flokka.
Úrslit kynnt á HönnunarMars
Teymin á bak við fimm efstu hugmyndirnar
í hverjum flokki munu kynna lausnir sínar
með stafrænum hætti fyrir dómnefndum
dagana 3.–10. maí og verða úrslit gerð kunn
á HönnunarMars 20. maí. Forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson, mun veita verðlaun
við hátíðlega athöfn.
Eftirtaldar eru þær tuttugu lausnir sem
keppa til úrslita í keppnisflokkunum fjórum:
Hér eru þær lausnir sem komust áfram í
hverjum flokki:
Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull
• Anna María G. Pétursdóttir: ,,Cool wool box“
• María Dís Ólafsdóttir, Helga Aradóttir, Kristín S.
Gunnarsdóttir og Mörður Moli Gunnarsson Ottesen:
,,Snoðbreiðan“
• Jón Gautason og Hrönn Jónsdóttir: ,,Ullarhúsið“
• Marie Legatelois, Júlia Brekkan og Guðni Þór
Þrándarson: ,,INSUWOOL“
• Hringanóra, Laufey Kristín Skúladóttir, Hanna Birna
Sigurðardóttir: ,,Samvist, samvera, náttúra, tenging“
Blöndun annarra hráefna við ull
• María Dís Ólafsdóttir, Helga Aradóttir, Kristín S.
Gunnarsdóttir og Mörður Moli Gunnarsson Ottesen:
,,Snoðbreiðan“
• Guðríður Baldvinsdóttir: ,,Urta(g)ull“
• Jens Einarsson, Hlynur Halldórsson: „Heilnæm
hljóðvist“
• Guðný Sara Birgisdóttir: ,,Spuni – Studió GÁ“
• & Árni Freyr Jónsson, Philippe Clause: ,,Ullarleður“
Ný afurð
• Marie Legatelois, Júlia Brekkan, Guðni Þór
Þrándarson: ,,INSUWOOL“
• Hringanóra, Laufey Kristín Skúladóttir og Hanna Birna
Sigurðardóttir: ,,Samvist, samvera, náttúra, tenging“
• Þórhallur Markússon: ,,Hagall“
• Anna María G Pétursdóttir: ,,Cool wool box“
• Sigrún Helga Indriðadóttir og Þórir Guðmundsson:
,,Ullarspíra“
Stafrænar lausnir og rekjanleiki
• Móbotna - Ágústa Kristín Grétarsdóttir og Kristjana
Birna Svansdóttir: ,,Lúxusvörur af forystufé“
• Guðríður Baldvinsdóttir: ,,Rekjanleiki heim í fjárhús“
• Hringanóra, Laufey Kristín Skúladóttir og Hanna Birna
Sigurðardóttir: „Unikind”
• Jennifer Please:,,Spóla Iceland“
• Þóra Margrét Lúthersdóttir og Hilma Eiðsdóttir
Bakken:„QR kóði Ullar- Þóma“
400 þúsund króna sigurlaun auk gjafa
Sigurvegari í hverjum flokki hlýtur 400.000
kr. í verðlaun ásamt því að hver úr teyminu
fær gjafir frá Ístex. Hallormsstaðaskóli býður
einu teymi 5 vinnudaga dvöl við skólann.
Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnastjóri
hjá Textílmiðstöð Íslands, segir að það sé
áhugaverð staðreynd að á bak við þær fimm
lausnir sem valdar voru úr hverjum keppn-
isflokki standi fleiri en 100 þátttakendur.
Dómurum hafi reynst mjög erfitt að velja úr
þeim glæsilegu hugmyndum sem bárust og
magnað sé hversu gróskan sé mikil í nýsköp-
un um aukið verðgildi ullarinnar.
Hún hvetur þau teymi sem ekki komust
á topp fimm listana að leita leiða til að
raungera þær, þar sem margar þeirra hafi
verið mjög spennandi. Því miður hafi ekki
verið pláss fyrir fleiri.Verkefnið er styrkt
af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
/smh
Hulda Birna Baldursdóttir sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í útsendingu í Stúdíó
Sýrlandi þegar á fyrirlestrum á Ullarþoninu stóð. Myndir / JEP
Gæðakindin Snotra er í eigu fjölskyldunnar á
Akri, tveggja vetra með dásamlega ull sem fer
í verðlausan ullarflokk þrátt fyrir að vera „mjúk
eins og silki“ – eins og Jóhanna orðar það.
Hún segir að Ullarþonið miði meðal annars að
því að gera meiri verðmæti úr þess konar ull.
Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá
Textílmiðstöðinni, á garðabandinu við prjóna-
skap. Mynd / Svanhildur Pálsdóttir
Jóhanna Erla segir að þetta sé ull þar sem
snoðið er ekki klippt af í mars, þar sem ærin var
of gömul. Snoðið myndar þófasnepla og því er
ullin orðin ónothæf til spuna. Á Ullarþoninu var
leitað leiða til að finna slíkri ull farveg.