Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 8

Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 20218 „Það er ýmislegt sem gefur okkur vonir um að umferð í ár verði meiri en hún var í fyrra, en þó búumst við ekki við sömu umferð og var á árinu 2019,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Umferð um nýliðna páskahátíð var tvöföld á við það sem var um páskana í fyrra, tæplega 7 þúsund bílar fóru um göngin yfir páskana, frá miðvikudegi og fram til mánudags, annars í páskum. Árið 2020 var umferð sömu daga rétt yfir 3 þúsund bílar. Mun meiri umferð var um páska árið 2019 þegar 10.243 bílar fóru um göngin, en það ár voru göngin til þess að gera ný og áhrifa kórónuveirufaraldurs gætti ekki. Umferð í mars var 30% meiri en hún var í sama mánuði árið á undan. Alls voru farnar 30.127 ferðir í gegnum göngin í marsmánuði í ár sem er að meðaltali 972 ferðir á dag. Umferð í mars 2019 var mun meiri, rétt yfir 33 þúsund ferðir. Umferð fyrstu 16 vikur ársins eru 31% meiri en sama tímabil í fyrra og er það um 95% af umferðinni 2019 þegar ekkert COVID-19 var í gangi. 20% meiri umferð það sem af er árs „Það sem af er ári hefur umferð gengið þokkalega og betur en í fyrra þegar við tökum fyrstu 16 vikur ársins, en yfir það tímabil er umferðin um 27% meiri í ár en var í fyrra,“ segir Valgeir. Hann segir það gefa vís- bendingu um að umferð sé að aukast en menn séu hófstilltir í væntingum og geri langt í frá ráð fyrir að umferð verði í líkingu við árið 2019 enda megi gera ráð fyrir að lítið verði um erlenda ferðamenn í bráð vegna ferðatakmarkana milli landa. 414 þúsund ferðir í fyrra Aðalfundur fyrir árið 2020 verður haldinn í næsta mánuði, en fyrir liggur að heildarumferð um göngin það ár var 414 þúsund ferðir, um 100 þúsund færri en var 2019, sem er samdráttur upp á 19,5%. Að meðaltali voru farnar 1.135 ferðir á sólarhring um göngin. Yfir sumarmánuði voru ferðir að meðaltali 1.850 á sólarhring en 726 yfir veturinn. Um 94% ökutækja sem fóru um göngin í fyrra voru fólksbílar, 2% millistórir bílar og 4% stórir bílar, stærri en 7,5 tonn. Vegagerðin taldi 107 þúsund ferð- ir ökutækja um Víkurskarð árið 2020 og dróst umferð þar saman frá fyrra ári um tæp 39%. Samdráttur í umferð um hringveginn nam 14% samkvæmt talningu Vegagerðar en á þeim hluta hringvegar sem fer um Norðurland var samdrátturinn rúmlega 25%. 5.000 hringir kringum Ísland Af heildarumferð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals fóru 80% vegfarenda um Vaðlaheiðargöng árið 2020, en 75% þeirra fóru þá leið árið á undan. Valgeir segir að með akstri um Vaðlaheiðargöng í stað vegarins um Víkurskarð styttist leiðin milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals um 16 kílómetra. „Sparnaður í akstri við það að fara göngin í stað skarðsins árið 2020 er ríflega 6,6 milljónir kílómetra, sem er meira en 5.000 hringir í kringum Ísland,“ segir Valgeir. Gera má ráð fyrir að um hálf milljón lítra af eldsneyti hafi sparast með þessari styttingu sé miðað við um 7,5 lítra á hundrað kílómetra. Alls eru 28.700 virkir notendur í grunni Veggjalds.is þar sem veg- gjald er innheimt og skráð ökutæki eru 97.250 talsins. /MÞÞ FRÉTTIR W25-W46, L30-L36 88% Nylon, 12% spandex Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is Frábærar teygjubuxur frá Texstar. Einstök þægindi og ótrúlega liprar. Texstar FP33 Verð: 15.996 kr. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur skorað á RARIK að endurskoða staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án stað- setningar. Þannig stuðli félagið að áframhaldandi uppbyggingu á landsbyggðinni þar sem dreifi- kerfi félagsins er staðsett. RARIK auglýsti nýverið laust til umsóknar starf verkefnastjóra stærri framkvæmda hjá félaginu og var tiltekið í auglýsingu að starfs- stöð viðkomandi verkefnastjóra yrði í Reykjavík. Töluverð viðbrögð hafa verið við þessari auglýsingu og nokkur sveitarfélög mótmælt. Fulltrúar í sveitarstjórn Dala- byggðar segja það vekja furðu að föst starfsstöð sé tiltekin í Reykjavík en starfið ekki auglýst án staðsetningar. Félagið hafi fjölmargar starfsstöðvar um land allt, m.a. í Búðardal. Bendir sveitarstjórn á að á þeirri stöð hafi nýlega verið fækkað um einn starfsmann. Skora á RARIK að birta yfirlit Minnir sveitarstjórn Dalabyggðar RARIK á lið í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun til ársins 2024 þar sem fjallað er um störf án staðsetningar. Telur Dalabyggð mjög villandi upplýsingar koma fram í þingskjali 1092 frá 150. löggjafarþingi varðandi fyrirspurn um starfsmannafjölda RARIK. Þar kemur fram að 28,8% viðskiptavina þess í janúar 2020 búi á höfuðborgarsvæðinu. „Í ljósi þess að dreifikerfi er allt utan höfuðborgarinnar skorar sveit- arstjórn Dalabyggðar á RARIK að birta yfirlit yfir viðskipti eftir sveitar- félögum og hvar notkun rafmagns fer fram. Slíkt varpar betra ljósi á hvar starfsemi fyrirtækisins er,“ segir í bókun Dalabyggðar. /MÞÞ Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á RARIK vegna starfs í Reykjavík: Stuðlað verði að uppbyggingu þar sem dreifikerfið er á landsbyggðinni Umferð um Vaðlaheiðargöng hefur aukist um 20% í ár Árið 2020 voru farnar 414 þúsund ferðir um göngin, um 100 þúsund ferðum færri en árið á undan. Margt bendir til að umferð aukist á ný í ár. Myndir / MÞÞ Umferð um göngin hefur aukist það sem af er ári og er meiri nú það sem af er árs en var á sama tíma í fyrra. Ekki er þess þó að vænta að svipaðar tölur og sáust árið 2019 verði alveg strax, enda munu erlendir ferðalangar líkast til ekki sjást í miklum mæli í bráð. Hallveig Fróðadóttir lést þriðjudaginn 13. apríl síðastliðinn eftir erfið veikindi. Hún var jarðsungin frá Kópavogskirkju laugardaginn 17. apríl. Hallveig kom til starfa hjá Bændasamtökum Íslands árið 1995 og fluttist síðan yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins þegar tölvudeildin rann inn í RML í upphafi árs 2020. Hennar starf var á sviði hrossaræktarinnar og var hún hestamönnum að góðu kunn. Hallveig kom að þróun og rekstri WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins, þar sem hún sá m.a. um almennar skráningar og samskipti við erlenda skrásetjara. Hún stóð vaktina fyrir hönd tölvudeildar BÍ á fjölmörgum landsmótum og kynbótasýningum hér heima og á heimsmeistaramótum íslenska hestsins á erlendri grundu. Þá sá hún um gerð hestavegabréfa og var í fjölbreyttum samskiptum við hrossaræktendur. Hún tók þátt í þróun og þjónustu á forritinu Snata, sem heldur utan um skráningu smalahunda, og veitti ýmsa þjónustu sem tengdist notkun á skýrsluhaldsforritum bænda. Auk þess að sinna sínu starfi hjá BÍ var hún í hlutastarfi fyrir Félag hrossabænda á síðustu árum. Hallveig var mikill viskubrunnur um íslenska hestinn, sem var líf hennar og yndi. Útgefandi Bændablaðsins, Bændasamtök Íslands, stjórn og starfsfólk þakka samfylgdina og fyrir trygga þjónustu Hallveigar Fróðadóttur við bændur landsins. /TB Andlát – Hallveig Fróðadóttir Hallveig Fróðadóttir. Mynd / BBL Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur skorað á Vegagerðina að hefja vinnu strax í sumar við hönnun og framkvæmdir vegna endurbóta á Klofningsvegi, númer 590. Um er að ræða Vestfjarðaveg að Hafnará sem er ríflega 11 kílómetra langur og Hafnará að Orrahólsvegi tæplega 11 kílómetrar sem í daglegu tali kallast að fara fyrir strandir. Vegur fyrir strandir liggur um skilgreint landbúnaðarsvæði sem hefur átt undir högg að sækja og var nú nýverið skilgreindur sem partur af hringvegi um Vestfirði. Ferðamálasamtök hafa kynnt nýja ferðamöguleika vegna bættra samgangna á Vestfjörðum með nýjum tengingum, svo sem Dýrafjarðargöngum. /MÞÞ Sveitarstjórn Dalabyggðar: Vill endurbætur á 11 kílómetra kafla á Klofningsvegi í sumar Klofningsskarð á mótum Fellsstrandar og Skarðsstrandar. Mynd / HKr. Sveitarfélagið Skagafjörður: Íbúar fá aðgangskort að sorphirðustöðvum Aðgengi íbúa í Skagafirði að sorphirðustöðvum var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngu- nefndar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar á dögunum en fulltrúi V-lista lagði fram tillögu þess efnis að þeir íbúar sem þess óska fái afhent aðgangskort sem veiti þeim aðgengi að helstu gámum sorphirðustöðvanna utan opnunartíma þeirra. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að sorpgámar í sveitarfélaginu hafi verið fjarlægðir og til þess ætlast að fólk í sveitum fari sjálft með sitt heimilissorp á sorphirðustöðvar. Hafa íbúar gagnrýnt skerta þjónustu, sérstaklega hvað varðar takmarkaðan afgreiðslutíma sorphirðustöðvanna. Með því að bjóða upp á aðgangskort gefst íbúum kostur á að losa sig við sorp þegar þeim hentar, óháð því hvenær opið er. Aðgangskortið yrði gefið út á kennitölu og við afhendingu þess fengi handhafi fræðslu um flokkun frá starfsmanni sorphirðustöðvanna, upplýsingar um æskilega umgengni um svæðið sem og með hvaða hætti fylgst yrði með notkun kortsins. Ítrekuð frávik frá reglum gætu þýtt afturköllun á aðgangi að svæðinu. Umhverfis- og samgöngunefnd fól sviðsstjóra að taka tillöguna til skoðunar í tengslum við fyrirhugað útboð á sorpmálum. /MÞÞ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.