Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202110
FRÉTTIR
Eitt stærsta einstaka verkefnið
sem RARIK vann að á liðnu ári
var tenging jarðhitasvæðisins á
Hoffelli í Nesjum við hitaveituna
á Höfn í Hornafirði með lagningu
20 km stofnæðar og byggingu
tengdra mannvirkja. Alls var
fjárfest fyrir um 1,5 milljarða
króna í þessu verkefni.
Fjárfestingar hjá RARIK voru
meiri í fyrra en mörg undanfarin ár, í
heild námu þær 7,5 milljörðum króna
og er sem dæmi tæpum 2 milljörðum
króna meiri en árið þar á undan. Þá
má nefna að fjárfest var í endurnýjun
og aukningu dreifikerfis með
kaupum á Rafveitu Reyðarfjarðar,
fyrir tæplega 3,7 milljarða. Þetta
kom fram á aðalfundi RARIK sem
haldinn var nýlega.
155 kílómetrar af ljósleiðara
Starfsemin á liðnu ári einkenndist af
miklum framkvæmdum við endur-
nýjun og þrífösun dreifikerfis raf-
orku í dreifbýli. Meiri fjárfestingar
voru í dreifikerfinu en ráð var fyrir
gert í langtímaætlunum. Samtals
voru lagðir um 380 kílómetrar af
nýjum jarðstrengjum á liðnu ári og
jafnframt nýttu fjarskiptafélög og
sveitarfélög sér að leggja með þeim
um 155 kílómetra af ljósleiðurum.
Loftlínur 30% dreifikerfis
Að stærstum hluta voru þetta verk-
efni sem voru á langtímaáætlun um
endurnýjun dreifikerfisins, en í kjöl-
far tjóna í árslok 2019 ákvað stjórn
RARIK að breyta áður samþykktri
fjárfestingaráætlun og bæta við 230
milljónum króna til að flýta nýjum
verkefnum í endurnýjun dreifikerfis-
ins á Norðurlandi. Þá ákváðu stjórn-
völd að veita 50 milljónum króna
til að flýta nokkrum verkum gegn
100 milljóna mótframlagi RARIK.
Í árslok 2020 voru því tæp 70% af
dreifikerfi RARIK komin í jörð en
um 30% eru enn í loftlínum. /MÞÞ
RARIK fjárfesti fyrir 7,5 milljarða á síðasta ári:
380 km af nýjum jarðstrengjum
– Um 70% af dreifikerfinu komin í jörð
Truflunum í dreifikerfi RARIK
fjölgaði á milli áranna 2019 til
2020. Meiri skerðing varð á orku-
afhendingu til notenda en í með-
alári þótt hún væri minni en árið
áður. Flestar þessara truflana má
rekja til óveðurs sem gekk yfir
landið 14. febrúar og olli töluverðu
tjóni á línukerfum RARIK en alls
brotnuðu yfir 100 staurar og mikill
fjöldi sláa í því veðri. Víðtækasta
rafmagnsleysið varð á Suðurlandi,
en enginn landshluti slapp í þessu
áhlaupi. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í ársskýrslu RARIK
fyrir 2020.
Truflunum fjölgaði um 54 á milli
ára að því er fram kemur í skýrsl-
unni, en það er mjög áþekkur fjöldi
og í meðalári, um 1% meira en að
meðaltali áranna 2011–2020. Þessi
aukning er hins vegar þvert á þróun
undanfarinna ára því dregið hefur
jafnt og þétt úr truflunum vegna veð-
urs síðustu ár eftir því sem stærri
hluti dreifikerfisins hefur verið
fluttur úr loftlínum í jarðstrengi. Í
kjölfar áhlaupsins í upphafi árs 2020
var sett aukið fjármagn í endurnýjun
dreifikerfisins og voru samtals lagðir
um 380 km af jarðstrengjum sem
er mun meira en að jafnaði undan-
farin ár.
Meiri skerðing til notenda
Alls urðu 596 fyrirvaralausar eða
fyrirvaralitlar truflanir í dreifikerfi
RARIK árið 2020, þar af voru
51% í háspennukerfinu en 49%
í lágspennukerfinu. Truflunum
vegna náttúruafla fjölgaði nokkuð
en truflunum vegna áverka og af
tæknilegum ástæðum fækkaði.
Alls urðu 28% truflana vegna
náttúruafla, aðallega vinds og ís-
ingar. Um 29% truflana urðu vegna
áverka, aðallega vegna graftar og
áflugs fugla, en 23% fyrirvara-
lausra truflana voru af tæknilegum
ástæðum. Orsakir 15% truflana eru
óþekktar.
63% skerðingar vegna veðurs
Skerðing á orkuafhendingu til notenda
vegna fyrirvaralausra truflana var 329
MWst á árinu sem er 48% meira en í
meðalári en talsvert minna en árið á
undan. Veður, aðallega ísing, vindur
og selta á loftlínum var orsök 63%
skerðinganna, en um 11% var vegna
áverka, aðallega graftar í háspennta
jarðstrengi. Tæknilegar bilanir voru
orsök 16% skerðinga ársins, en orsakir
8% skerðinganna eru óþekktar. /MÞÞ
Dreifikerfi RARIK árið 2020
Fleiri truflanir og meiri
orkuskerðing
Staurabrot á Klausturlínu í febrúar 2020.
Endamastur á 11 kV línu sem liggur frá Hölum niður á Höfn sem brotnaði í febrúar 2020. Myndir / Rarik
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
STÝRISENDAR
gerðir dráttarvéla
Í Bændablaðinu fyrir örfáum
vikum var að finna áhugaverða
fréttaskýringu frá Frakklandi
þar sem franskir bændur og
ráðherrar mótmæla alfarið
hugmyndum um grænkerafæði
í skólamáltíðir barna og ung-
linga. Telja þeir að þarna séu
fullorðnir farnir að þröngva
sinni eigin persónulegu hug-
myndafræði yfir á börn og að
þar sé því um að ræða varhuga-
vert inngrip í uppvöxt barna.
Vissulega er hægt að taka
undir orð franska landbúnað-
arráðherrans, þegar hann sagði
á Twitter-síðu sinni:
„Hættum að setja hugmynda-
fræði á matardiska barnanna
okkar.“ En í íslenskum lögum
er grunnskólinn skilgreindur
sem vinnustaður barnanna, hvar
þau eiga að fá að starfa óáreitt.
Við eigum hins vegar að bjóða
börnum upp á öruggt umhverfi
innan veggja grunnskólans þar
sem almenn velferð nemenda er
í fyrirrúmi. Því er mikilvægt fyrst
og fremst að börnum standi til
boða máltíðir sem framreiddar
eru í samræmi við ráðleggingar
frá embætti Landlæknis.
Mikilvægi skólamáltíða
Ég hlustaði á afar skemmtilegt
viðtal í Morgunútvarpi Rásar
2 fyrir nokkru síðan sem ágætt
er að rifja upp af þessu tilefni.
Viðtalið var við Önnu Sigríði
Ólafsdóttur næringarfræðing sem
fjallaði um mikilvægi skólamál-
tíða fyrir skólastarfið. Í viðtalinu
vakti Anna Sigríður athygli á
því að skólamáltíðir snúast ekki
eingöngu um hvort börnin fái
að borða eða hvaða matur er í
boði heldur líka hvernig hann
er framreiddur (aðstaðan, hljóð-
vist), tímasetning matartímans og
hversu vel skilgreindur matartím-
inn er. Allt þetta skiptir máli, ekki
einvörðungu fæðuframboðið, því
börnin hafa oftar en ekki jafn
langan vinnudag og fullorðnir og
því skiptir máli að skólamáltíðin
veiti a.m.k. þriðjung af orku- og
próteinþörf dagsins.
Tryggjum að börn neyti
fjölbreyttrar fæðu
Hvort sem foreldrar eru græn-
kerar eða ekki þá er það ekki
aðalatriðið. Það á að vera hug-
myndafræði okkar fullorðna
fólksins, ef svo má að orði kom-
ast, að tryggja að börn neyti
fjölbreyttrar fæðu í notalegu um-
hverfi svo þau vaxi og dafni sem
best. Í nýendurskoðaðri Handbók
fyrir grunnskólamötuneyti frá
embætti Landlæknis um matar-
æði til grunnskóla kemur fram að
alltaf eigi að bjóða upp á græn-
meti með hádegismatnum og
ávexti ef það passar. Til drykkjar
á alltaf að vera í boði kalt vatn
en að öllu jöfnu er einnig mælt
með D-vítamínbættri léttmjólk
með orkuminni máltíðum og
jurtamjólk fyrir nemendur sem
ekki drekka mjólk. Lykilatriðið er
að börn neyti fjölbreyttrar fæðu.
Hefðbundinn íslenskur matur
er ríkur af próteinum þar sem kjöt,
fiskur, egg og mjólk eru algengur
matur á borðum landsmanna og
ætti framlag próteina samkvæmt
ráðleggingum Landlæknis fyrir
börn að vera á bilinu 10–20%
af heildarorku (E%). Nýverið
skoruðu Bændasamtök Íslands á
sveitarfélög landsins til að nýta
innlend matvæli í skólamáltíð-
um eins og kostur sé, sérstaklega
grænmeti, kjöt og fisk.
Íslensk matvæli
höfð í hávegum
Nú þegar hafa nokkur sveitar-
félög svarað áskorun Bænda-
samtakanna þar sem málefninu
er fagnað og ítrekað að sveitar-
félögin starfi eftir manneldis-
markmiðum Landlæknis. Þar séu
góðar og hollar skólamáltíðir með
áherslu á íslensk matvæli höfð í
hávegum. Það er afar jákvætt að
vita til þess að sveitarfélögin,
sem standa að rekstri grunnskóla
landsins reyna eftir fremsta megni
að nýta hráefni úr eigin héraði til
að koma til móts við kröfur um
gæði, hreinleika og umhverfis-
vernd í samræmi við ráðleggingar
Landlæknis og að hugmyndafræði
þeirra tryggi að íslensk grunn-
skólabörn neyti fjölbreyttrar fæðu.
Vigdís Häsler,
framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands
AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA
Fæðupíramídi jarðar.
Mynd / FAO
Hugmyndafræði fullorðinna?
Vigdís Häsler.