Bændablaðið - 29.04.2021, Page 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202130
Sælureitur í sveit er heiti á verk
efni sem Stefán Tryggva og
Sigríðarson og Inga Margrét
Árnadóttir, eigendur jarðarinn
ar Leifshúsa á Svalbarðsströnd,
vinna að en það gengur út á að
skipuleggja frístundabyggð á
ríflega tveggja hektara stórri
landspildu á jörðinni.
Spildan er alls 2,1 hektari og var
tekin úr landbúnaðarnotkun árið
2005. Hún liggur nyrst og vestast
í landi jarðarinnar. Fyrirmyndin er
m.a. sótt til Danmerkur þar sem
hugmyndin kallast „kolonihave“.
Gera þarf breytingu á aðalskipulagi
Svalbarðsstrandarhrepps sem og
deiliskipulagi og hefur sveitarstjórn
samþykkt að vísa skipulagslýsingu
vegna breytinganna í kynningu.
Stefnt er að því að fyrsta húsið rísi
síðsumars eftir að skipulagsferli
lýkur.
Stefán og Inga búa á Þórisstöðum
og hafa rekið þar ferðaþjónustu um
árabil, Hótel Natur, sem tekið var í
gagnið fyrir 16 árum. Þau keyptu
Leifshús fyrir 6 árum og hófu að
byggja upp ferðaþjónustu þar,
breyttu fjósi í gistirými og eru þar
nú 8 herbergi með 20 rúmum. Lengst
af hafa þau rekið gistiþjónustuna í
Leifshúsum samhliða hótelrekstrin-
um.
„Þegar ljóst var að ekki einasta
síðasta sumar heldur trúlega komandi
sumar einnig, verði ekki svipur hjá
sjón miðað við fyrri ár, fórum við að
huga að annarri tekjuöflun, frekar en
að ganga bara á eignir,“ segir Stefán.
Hann keypti stóra bandsög til að
framleiða viðarskífur til klæðninga
og flutti norður og í kjölfarið dustuðu
þau hjónin rykið af gamalli hugmynd
um að skipuleggja frístundabyggð á
spildu úr landi Leifshúsa.
Hver lóð afhent með
fullfrágengnu húsi
„Niðurstaðan hjá okkur eftir nokkrar
vangaveltur var sú að bjóða upp á
það sem í Danmörku er kallað kolon-
ihave, landskika sem fólk getur nýtt
til að rækja matjurtir og er með góða
aðstöðu til að „hygge seg“ eins og
Danirnir segja, njóta friðar og útiveru
og geta jafnframt sofið þar þegar
hentar, t.d. þegar barnabörnin koma
í heimsókn,“ segir Stefán. Landið
sem um ræðir er annars vegar tún og
hins vegar skógarreitur sem að hluta
er óunnið land. Lækur sker svæðið,
túnin eru norðan hans en skógarreitur
og órækt sunnan megin.
Gert er ráð fyrir að allt að 12 slíkar
lóðir verði í boði og hver og ein verði
á bilinu 1000 til 1500 m2. Hver lóð
verður afhent með fullfrágengnu húsi
úr krosslímdum einingum, á bilinu
20 til 40 fermetrar að grunnfleti með
bröttu risi og svefnlofti. Húsin verða
einangruð og klædd með lerkiskífum
sem framleiddar verða á staðnum.
Þannig að umhverfisvænna verður
það vart. Í hverju húsi verður raf-
magn, heitt og kalt vatn og snyrting.
Vegtenging verður einnig frágengin
að svæðinu og þar verður sameigin-
legt aðstöðuhús þar sem hægt verður
að geyma bæði tól og tæki sem og
uppskeru.
Sérstaðan felst í kyrrð og friði
„Forsenda hugmyndarinnar er að að-
staða af þessu tagi sé í kallfæri við
heimili viðkomandi, þannig að það
taki innan við klukkutíma að hjóla
á staðinn frá heimilinu eða innan
við stundarfjórðung að aka,“ segir
Stefán. Margt segir hann vissulega
líkt með þessu svæði og öðrum frí-
stundabyggðum, en ýmiss konar
sérstöðu megi þó nefna. Fyrir utan
glæsilegt útsýni út Eyjafjörð, þar
sem Kaldbak ber hvað hæst, eru
góðar gönguleiðir á svæðinu, niður
í fjöru og upp á Vaðlaheiði. Þá er
landið frjósamt og veit vel að sólu,
jarðvegurinn að mestu frjósöm mó-
mold, rúmur metri á þykkt og undir
ísaldarruðningur svo sem víðar er á
Svalbarðsströnd.
„Sérstaðan hér felst þó fyrst og
fremst í kyrrð og friði sem við viljum
tryggja okkar gestum. Við gerum
ekki ráð fyrir að bílum sé ekið að
húsunum og þá verður aðeins heim-
ilt að útbúa ræktunarbeð á svæðinu
og tilheyrandi skjól, en ekki aðrar
byggingar en þær sem fylgja með
frá upphafi. Með því móti viljum við
tryggja að ónæði verði sem minnst,
gestagangur í lágmarki og almennt
að kyrrð og friður ríki í því nátt-
úrulega umhverfi sem lækjarniður
og fuglasöngur bjóða upp á,“ segir
Stefán. Þær kvaðir sem fylgja gera
hverfið heilsteypt og heillandi og er
mikið lagt upp úr því.
Hugsað fyrir þá sem vilja njóta
en ekki neyta út í eitt
Hann segir að svæðið sé ekki síst
hugsað fyrir eldra fólk sem farið er
að minnka við sig launavinnu og vill
njóta náttúrunnar við ræktun, lestur,
hannyrðir, gönguferðir, „og síðast
en ekki síst að gera ekki neitt,“ segir
Stefán.
„Þetta svæði er sannarlega ekki
hugsað fyrir þá sem sífellt vilja
vera á ferðinni hvort heldur sem
er með bjórkassa og rauðvínsbelju
allar helgar í sumarbústað eða í 15
milljóna króna húsbíl á akstri þvert
og endilangt um landið, eða helst
allan heiminn. Við erum að hugsa
svæðið fyrir þá því miður örfáu
sem vilja leggja eitthvað af mörk-
um í baráttunni við loftslagsvána og
njóta en ekki neyta út í eitt. Fyrir þá
er þetta tækifæri til að tryggja sér
afnotarétt til dvalar í sælureit í sveit
næstu áratugi fyrir svipað verð og
10 ára fjárfesting í húsbíl kostar,“
segir Stefán.
Hann bætir við að þau hjónin
geri sér grein fyrir að hugmyndin
sé nýstárleg og þau væru vel sátt
ef þau fyndu eina fjölskyldu á
þriggja ára fresti, í því 20 þúsund
manna samfélagi sem Akureyri er,
sem sæju mögulega kostina við að
nýta þá aðstöðu sem í boði verður
í Leifshúsum.
„Hér á bæ eru til staðar öll tæki
og tól til að þjónusta „ábúendur“
varðandi ræktunina, en okkar ávinn-
ingur felst einkum í eigin vinnu við
að útbúa svæðið og reisa húsin.“
LÍF&STARF
Stefán Tryggva- og Sigríðarson og Inga Margrét Árnadóttir á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd. Þau keyptu Leifshús fyrir nokkrum árum og hafa byggt þar
upp gistiþjónustu. Nú ætla þau að taka hluta af Leifshúsajörðinni undir frístundabyggð fyrir fólk sem sækist helst eftir rólegheitum. Gert er ráð fyrir að
fyrsta húsið rísi síðsumars. Myndir / MÞÞ
Margrét Þóra Þórsdóttir
mth@bondi.is
Svæðið er ekki síst hugsað fyrir eldra fólk sem farið er að minnka við sig
launavinnu og vill njóta náttúrunnar við ræktun, lestur, hannyrðir, göngu-
ferðir og síðast en ekki síst að gera ekki neitt annað en hlusta á lækjarnið
og eða fuglasöng. Svæðið er hér að baki Stefáni, en einhver myndi segja
að útsýnið væri milljón dollara virði.
Leifshús. Þau Stefán og Inga Margrét keyptu Leifshús fyrir 6 árum og hófu
að byggja upp ferðaþjónustu þar, breyttu fjósi í gistirými og eru þar nú 8
herbergi með 20 rúmum.
Fyrir þá sem ekki hafa tök á að skoða eldgosið á Reykjanesi – Þessi fína
viðarspýta er til sýnis hjá Stefáni á Þórisstöðum.
Stefán keypti stóra bandsög til að framleiða viðarskífur til klæðninga, en
þær verða notaðar til að klæða húsin sem reist verða á landi Leifshúsa.