Bændablaðið - 29.04.2021, Page 32

Bændablaðið - 29.04.2021, Page 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202132 „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég fann það strax og ég byrjaði að fást við að búa til vörur úr geitamjólk að það ætti mjög vel við mig,“ segir Þorbjörg Ásbjörnsdóttir, bóndi á Lynghóli í Skriðdal. Hún er þroskaþjálfi að mennt og NLP markþjálfi einnig. Þorbjörg hefur undanfarin ár búið til salatost, sem heitir Moli, og fleira úr geitamjólk en hyggst auka við framboðið og ætlar í sumar að framleiða gríska jógúrt og skyr. Þá stendur til að koma upp vinnsluaðstöðu heima við bæinn og verður unnið við það í haust og fram eftir næsta vetri. Á Lynghóli eru um 30 geitur og ætlunin að fjölga í hópnum eftir því sem framleiðslan vex. Þorbjörg er Húnvetningur, ólst upp á Auðkúlu í Húnavatnshreppi en flutti 16 ára að heiman til að vinna og stunda framhaldsnám. Hún er búfræðingur frá Hvanneyri en á meðan hún dvaldi þar við nám kynntist hún eiginmanni sínum, Guðna Þórðarsyni frá Syðstu- Görðum í Kolbeinsstaðahreppi, sem þar var einnig í búfræðinámi. Þau settust þar að eftir skólann. Enginn búskapur var á jörðinni á þeim tíma og stunduðu þau vinnu utan bús í fyrstu. Byrjuðu þau á að stunda alls kyns störf utan bús, m.a. í fiskvinnu sem þau sóttu víða um Snæfellsnes. Þau reyndu fyrir sér með kálfaeldi sem aldrei varð þó mjög gæfulegt að sögn Þorbjargar, illa fór að ára í þeirri grein, löng bið var jafnan eftir slátrun og svo kom gríðarlegt verðfall sem gerði að verkum að fótunum var kippt undan þeim búskap. Hross og ungmenni eiga vel saman „Við settum þá á fót tamningastöð og hún gekk glimrandi vel,“ segir Þorbjörg, en einnig tóku þau börn og ungmenni í fóstur, byrjuðu á því árið 1995 og hafa á þeim rúma aldarfjórðungi sem liðinn er dvalið hjá þeim um lengri eða skemmri tíma yfir 50 börn. Þau eiga eina dóttur, Láru, en telja nokkur af fósturbörnunum til sinna barna enda samskiptin mikil og þau sinna afa- og ömmuskyldum við börn þeirra. Þorbjörg segir það fara einkar vel saman að vera með hross og ungmenni, krakkarnir hefðu næg verkefni í kringum hestana allan daginn og hefðu flest yndi af því að hugsa um þá og fara í útreiðartúra. „Það eru alltaf næg verkefni í kringum hestana, alls konar verk sem þarf að sinna og það hélt krökk- unum uppteknum heilu dagana, en eins eru líka margar og flottar reiðleiðir á þessu svæði. Þannig að þetta smellpassaði alveg saman,“ segir hún. Austfirðingar tekið okkur fáránlega vel Þorbjörg og Guðni höfðu alltaf nokkrar kindur og langaði að hefja sauðfjárbúskap en jörðin hentaði ekki fyrir slíkan búskap. „Við hefðum getað sett á fót kúabú þar en áhugi húsbóndans lá ekki þar, þannig að við höfðum um skeið verið að skima eftir hentugri jörð fyrir sauðfjárbúskap,“ segir Þorbjörg. Snemma árs 1999 sáu þau aug- lýsta jörðina Lynghól í Skriðdal og gerðu sér ferð frá Snæfellsnesi og þvert yfir landið. Komu þar um miðjan mars og allt á kafi í snjó. „Við sáum örugglega ekki alveg hvernig landið lá en gerðum tilboð og því var tekið. Þetta gekk allt frekar hratt fyrir sig og við vorum tekin við 300 kinda búi í byrjun maí. Guðni fór þá beint austur í sauðburð og ég sá um sauðburðinn á Syðstu-Görðum en flutti svo austur að honum loknum,“ segir Þorbjörg og bætir við að þeim hafi alla tíð liðið vel fyrir austan þó engar eigi þau rætur þangað og hafi ekki þekkt nokkurn mann þegar þau komu. „Austfirðingar hafa í raun tekið okkur fáránlega vel, það er virkilega gott að búa hér og aldrei hvarflað að okkur að fara neitt annað.“ Þorbjörg og Guðni hófu að byggja upp sauðfjárbúið, stækkuðu fljótt við sig og voru innan fárra ára komin með um 450 kindur. Árið 2011 reistu þau stórt stálgrindarhús á jörðinni og höfðu þá aðstöðu til að vera með um 700 kindur þegar mest var. Undanfarin ár hefur fækkað í bústofninum og eru nú um 400 kindur á búinu. Geitur í fyrstu sem gæludýr Geitabúskapurinn á Lynghóli hófst árið 2014 þegar mæðgurnar ákváðu að fá sér örfáar geitur til að hafa sem eins konar gæludýr. Þær fengu 3 huðnur frá Möðrudal á Fjöllum og hafur frá Fjallalækjarseli í Þistilfirði. Hópurinn hefur vaxið og eru nú um 30 huðnur í hópnum, 18 sem bera og 12 veturgamlar. „Geitur eru óskaplega skemmtileg dýr og gaman að umgangast þær,“ LÍF&STARF skyr gríska jógúrt Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Þorbjörg Ásbjörnsdóttir, bóndi á Lynghóli í Skriðdal, hefur verið að fikra sig áfram í vinnslu á geitamjólk og hyggst í sumar hefja framleiðslu á skyri og grískri jógúrt úr þeirri afurð. Um 30 geitur eru á bænum og stendur til að fjölga í hópnum. Myndir / Þorbjörg Ásbjörnsdóttir og Lára Guðnadóttir Lára Guðnadóttir. Geithafurinn Fjalli á rætur sínar að rekja að Fjallalækjarseli í Þistilfirði. Hann hefur búið á Lynghóli frá ár- inu 2014 þegar þangað komu fyrst geitur. Þó aldurinn hafi færst yfir er hann ansi lipur og æfir fimi sína með því að hoppa um uppi á heyrúllu- stæðunni. Guðni Þórðarson er upprunninn frá Syðstu-Görðum í Kolbeinsstaðahreppi. Þorbjörg og Lára, dóttir hennar, fengu sér fyrst geitur árið 2014 og þá sem gæludýr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.