Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202140
„Við viljum standa fyrir
eitthvað meira en að veita
grundvallarþjónustu, svefnstað
og mat. Krafa viðskiptavina um
græna nálgun fyrirtækja eykst
sífellt og það er jákvætt,“ segir
Daníel Smárason, hótelstjóri hjá
Hótel Akureyri. Hótelið ætlar að
opna í júlí í sumar svonefnt Kálver
og á sama tíma einnig nýjan
veitingastað, SKO.
Daníel segir að stefnt sé að því
að framleiða grænmeti, bjóða upp
á kynningar, fræðslu og upplifanir
á staðnum.
„Kálver Akureyri er borgargarður
í miðbæ Akureyrar þar sem við
ætlum að rækta kálmeti, kryddjurtir,
sprettur, æt blóm og ostrusveppi fyrir
gesti á Hótel Akureyri og okkar
nærsamfélag,“ segir hann.
Nýta um 150 fermetra og
nota ræktunarturna
Öll starfsemi fer fram innandyra á
um það bil 150 fermetra rými. Daníel
segir að með því sé hægt að stýra
öllu ræktunarumhverfinu af mikilli
nákvæmni.
„Það þýðir að við notum allt að
90% minna vatn með hjálp rækt-
unarturna þar sem vatni og nær-
ingu er dælt í hringrás. Búnaður
frá ísraelsku sprotafyrirtæki er not-
aður til að stýra öllum aðstæðum
við ræktunina, en það er staðsett í
„skýinu“ svonefnda og gerir kleift
að gera stöðugar mælingar, aðlaga
alla þætti og fylgjast með aðstæð-
LÍF&STARF
匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㈀ ∠ 刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㔀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀
刀愀昀最攀礀洀椀爀椀渀渀 搀爀琀琀愀爀瘀氀椀渀渀椀
漀爀椀渀渀 最愀洀愀氀氀 漀最 氀切椀渀渀 㼀
嘀攀爀琀甀 琀椀氀戀切椀渀 瘀漀爀瘀攀爀欀椀渀 洀攀
刀䄀䘀䜀䔀夀䴀䄀刀
Sláttutraktorar, sláttuvélar,
slátturóbotar og margt fleira
Allt fyrir
garðsláttinn
MHG Verslun ehf / Víkurhvarfi 8 / 203 Kópavogi / S: 544-4656 / mhg.is
Fatnaður
og aukahlutir
Slátturóbot 315X
Slær allt að 1500m2
545RX
Hestöfl: 3hp
550 XP MKII
Hestöfl: 4,2hp
Traktor TC238T
Hestöfl: 18hp
LC353AWD
Hestöfl: 4,8hp
Unnið við að koma upp kálveri á Hótel Akureyri:
Krafa viðskiptavina um græna nálgun eykst sífellt
– Nýr veitingastaður opnaður í júlí og afurðir kálvers í öndvegi
Hjónin Daníel Smárason og Bergrós Guðbjartsdóttir, sem stjórnar kálvers-
verkefninu á Hótel Akureyri. Daníel er hótelstjóri. Hér eru þau með börnum
sínum. Myndir / Hótel Akureyri
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið styrkti verkefnið.
Kálverið er í um 150 fermetra rými. Ræktunarturnar eru notaðir sem gera
það að verkum að plássið nýtist vel.
Nýr veitingastaður, SKO, verður opnaður um leið og kálverið, eða í byrjun júlí.