Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 42

Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202142 Nýverið fór í loftið ný og endurbætt uppskrifta- og fræðslusíða um íslenskt lambakjöt. Vefsíðan, sem staðið hefur nær óbreytt frá aldamótum, hefur reynst afar mikilvæg í markaðssetningu á lambakjöti til íslenskra neytenda. Þar mátti finna fjölbreyttar uppskriftir af hefðbundnum íslenskum uppskriftum í bland við framandi rétti frá öllum heimshornum. Þrátt fyrir að hafa legið í dvala í mörg ár og engar auglýsingar vakið athygli neytenda á síðunni hafa rúm­ lega 220.000 manns nýtt heimasíðuna árlega. Töluverður fjöldi Íslendinga nýtti sér fræðsluefni síðunnar allt árið um kring, en mest í kringum hátíðar og grilltíðina. Upplýsingar um eldunartíma, skurð og meðferð kjötsins hafa reynst neytendum vel þegar elda á íslenskt lambakjöt. Uppfærð heimasíða Í fyrra ákváðu sauðfjárbændur að nýta vefsíðuna betur í markaðssetn­ ingu á afurð sinni til íslenskra neyt­ enda. Með því að uppfæra heima­ síðuna og efnið sem þar má finna verður hægt að ná til stærri hóps neyt­ enda með öflugri markaðssetningu. Vefsíðan er einnig notendavænni sem eykur líkurnar á því að neytendur nýti hana reglulega. Við uppfær­ sluna var lögð áhersla á gerð auð­ veldra og spennandi uppskrifta sem henta nútímafjölskyldum. Þar má nú finna áhugaverðar uppskriftir sem gera hversdaginn betri og hátíðlegar steikur sem henta vel í matarboð eða á tyllidögum. Á næstu vikum munu svo birtast grilluppskriftir sem enginn má láta framhjá sér fara í sumar. Markmið þess er að fræða Íslendinga betur um íslenskt lambakjöt Við upp­ færsluna var f ræðsluhlut i síðunar endur­ skoðaður af hópi kennara við Hótel­ og matvælaskólann sem nú vinna að gerð myndbanda sem gera efnið enn aðgengi­ legra og notenda­ vænna. Markmið þess er að fræða Íslendinga betur um íslenskt lambakjöt og efla þekkingu þeirra á matreiðslu og með­ höndlun kjötsins. Mikil vinna hefur verið lögð í nýja síðu en hún verður í aðalhlutverki í markaðsherferðum innanlands, mið­ punktur alls sem við kemur lambakjöti og fyrsti viðkomustaður neytenda. Guðfinna Harpa Árnadóttir, for­ maður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir: „Með því að fræða neytendur um eiginleika íslensks lambakjöts og bjóða upp á fjölbreyttar uppskriftir gerum við afurðina að­ gengilegri. Vefsíðan mun auðvelda fólki að finna nýjar upp­ skriftir og sýna neytendum hvernig má nota lambakjöt í fjölbreytta rétti, ekki bara á sunnu­ dögum. Þessi upp­ færsla er löngu tímabær, enda mikilvægt að geta beint neytendum á lendingarsíðu eins og þessa nú þegar markaðssetning fer að mestu leyti fram á vefnum og samfélagsmiðlum. Við erum að taka stórt skref inn í framtíðina líkt og gert var á sínum tíma þegar lamba­ kjot.is vefurinn var opnaður fyrst. Nú er kominn lifandi vefsíða sem tekur mið af árstíðum og þörfum neytenda“. íslensktlambakjöt.is Hægt er að kynna sér nýjar upp­ skriftir og uppfært fræðsluefni um íslenskt lambakjöt á vefnum ís­ lensktlambakjöt.is. /HKr. ÍSLENSKT LAMBAKJÖT Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson Einstakt markaðsverkfæri endurvakið Markaðsráð kindakjöts auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn. Markaðsráð kindakjöts annast vörslu fjármuna vegna verkefna sjóðsins á yfirstandandi ári og óskar eftir umsóknum í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2021. Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást hjá framkvæmdastjóra Markaðsráðs í netfanginu haflidi@bondi.is. MARKAÐSSJÓÐUR SAUÐFJÁRAFURÐA KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.