Bændablaðið - 29.04.2021, Síða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202142
Nýverið fór í loftið ný og endurbætt
uppskrifta- og fræðslusíða um
íslenskt lambakjöt. Vefsíðan,
sem staðið hefur nær óbreytt frá
aldamótum, hefur reynst afar
mikilvæg í markaðssetningu á
lambakjöti til íslenskra neytenda.
Þar mátti finna fjölbreyttar
uppskriftir af hefðbundnum
íslenskum uppskriftum í bland
við framandi rétti frá öllum
heimshornum.
Þrátt fyrir að hafa legið í dvala í
mörg ár og engar auglýsingar vakið
athygli neytenda á síðunni hafa rúm
lega 220.000 manns nýtt heimasíðuna
árlega. Töluverður fjöldi Íslendinga
nýtti sér fræðsluefni síðunnar allt
árið um kring, en mest í kringum
hátíðar og grilltíðina. Upplýsingar
um eldunartíma, skurð og meðferð
kjötsins hafa reynst neytendum vel
þegar elda á íslenskt lambakjöt.
Uppfærð heimasíða
Í fyrra ákváðu sauðfjárbændur að
nýta vefsíðuna betur í markaðssetn
ingu á afurð sinni til íslenskra neyt
enda. Með því að uppfæra heima
síðuna og efnið sem þar má finna
verður hægt að ná til stærri hóps neyt
enda með öflugri markaðssetningu.
Vefsíðan er einnig notendavænni sem
eykur líkurnar á því að neytendur
nýti hana reglulega. Við uppfær
sluna var lögð áhersla á gerð auð
veldra og spennandi uppskrifta sem
henta nútímafjölskyldum. Þar má nú
finna áhugaverðar uppskriftir sem
gera hversdaginn betri og hátíðlegar
steikur sem henta vel í matarboð eða
á tyllidögum. Á næstu vikum munu
svo birtast grilluppskriftir sem enginn
má láta framhjá sér fara í sumar.
Markmið þess er að fræða
Íslendinga betur um íslenskt
lambakjöt
Við upp
færsluna var
f ræðsluhlut i
síðunar endur
skoðaður af
hópi kennara
við Hótel og
matvælaskólann
sem nú vinna að
gerð myndbanda
sem gera efnið
enn aðgengi
legra og notenda
vænna. Markmið
þess er að fræða
Íslendinga betur
um íslenskt
lambakjöt og efla
þekkingu þeirra á
matreiðslu og með
höndlun kjötsins.
Mikil vinna hefur
verið lögð í nýja
síðu en hún verður
í aðalhlutverki í
markaðsherferðum
innanlands, mið
punktur alls sem við
kemur lambakjöti
og fyrsti viðkomustaður neytenda.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, for
maður Landssamtaka sauðfjárbænda,
segir: „Með því að fræða neytendur
um eiginleika íslensks lambakjöts
og bjóða upp á fjölbreyttar
uppskriftir gerum
við afurðina að
gengilegri. Vefsíðan
mun auðvelda fólki
að finna nýjar upp
skriftir og sýna
neytendum hvernig
má nota lambakjöt
í fjölbreytta rétti,
ekki bara á sunnu
dögum. Þessi upp
færsla er löngu
tímabær, enda
mikilvægt að geta
beint neytendum á
lendingarsíðu eins
og þessa nú þegar markaðssetning
fer að mestu leyti fram á vefnum og
samfélagsmiðlum. Við erum að taka
stórt skref inn í framtíðina líkt og
gert var á sínum tíma þegar lamba
kjot.is vefurinn var opnaður fyrst.
Nú er kominn lifandi vefsíða sem
tekur mið af árstíðum og þörfum
neytenda“.
íslensktlambakjöt.is
Hægt er að kynna sér nýjar upp
skriftir og uppfært fræðsluefni um
íslenskt lambakjöt á vefnum ís
lensktlambakjöt.is. /HKr.
ÍSLENSKT LAMBAKJÖT
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
RÚÐUR Í
DRÁTTARVÉLAR
FRÁBÆR VERÐ
John Deere
Zetor
Case IH
McCormick
Steyr
Claas
Ford
Fiat
New Holland
Deutz-Fahr
Massey Ferguson
Einstakt markaðsverkfæri endurvakið
Markaðsráð kindakjöts auglýsir eftir
umsóknum í sjóðinn.
Markaðsráð kindakjöts annast vörslu fjármuna
vegna verkefna sjóðsins á yfirstandandi ári og
óskar eftir umsóknum í sjóðinn.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2021.
Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást hjá
framkvæmdastjóra Markaðsráðs í netfanginu
haflidi@bondi.is.
MARKAÐSSJÓÐUR
SAUÐFJÁRAFURÐA
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
LOFTPRESSUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar
í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika.
Við bjóðum upp á allar stærðir
og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum.
Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi.
Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu
á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.