Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 44

Bændablaðið - 29.04.2021, Qupperneq 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202144 Öll eigum við heimili. Heimilin eru eins misjöfn og þau eru mörg en öll vitum við samt hvað orðið heimili þýðir og öryggi okkar flestra byggir að stórum hluta á því að eiga einhvers staðar höfði okkar að að halla, að eiga heimili. Heimilin eru undirstaða þjóðfé­ lagsins. Án þeirra væri ekki neitt þjóðfélag og án þeirra væri ekki þörf á neinu skipulagi eða „kerfi“. Án þeirra væru engin fyrirtæki til því það eru heimilin sem halda öllum fyrirtækjum uppi með beinum eða óbeinum hætti. Heimilin eru minnstu fyrirtækja­ einingar landsins og þau halda öllu uppi. Heimilin eru við! Hvert og eitt okkar sem búum á þessu landi, hvort sem er til sjávar eða sveita og hvort sem við leigjum eða eigum. Þess vegna eiga heimilin alltaf að vera í forgangi í ÖLLUM aðgerð­ um stjórnvalda og hagmunir heim­ ilanna að ganga framar hagsmunum ALLRA annarra, ALLTAF! Á því hefur orðið verulegur misbrestur, ekki bara einu sinni heldur svo oft að það er hægt að tala um reglu í því sambandi. Reglan er sú að ef einhvern fjársterkan vantar eitthvað, eða ef eitthvað bjátar á, vegna þess að stóru fyrirtækin eða „kerfið“ hafa klúðrað málum, þá er gengið í vasa heimilanna. Þá eru þau látin borga og blæða svo þeir sem skaðanum ollu geti haldið áfram að græða. Þessum hugsunarhætti VERÐUM VIÐ að breyta! Okkur hættir mörgum til, þegar við hlustum á fjármálaráðherra tala um aðstoð við fyrirtæki sem sum hver hafa jafnvel greitt eigendum sínum myndarlegan arð, á meðan hann hunsar algjörlega vanda heimilanna, að líta á hans forgangsröðun sem sjálfsagðan hlut því við erum orðin svo vön þessu. Þetta er nefnilega REGLAN! Það er EKKERT eðlilegt við þessa forgangsröðun því almenn­ ingur er ekki fóður fyrir bankana, eða nokkurn annan. Þessari forgangsröðun þarf að breyta! Við viljum ekki bara þiggja molana sem fleygt er til okkar af borðinu eins og einhverjir hundar. Við viljum fá sæti við borðið! Fólkið fyrst og svo allt hitt! Ásthildur Lóa Þórsdóttir Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi Flokks fólksins Það er betra að vera skjó r en skjóur Skoðun dagsins: Sími 570 9090 • www.frumherji.is Nældu þér í óumdeildari skoðun, komdu með hestakerruna á næs skoðunarstöð og hafðu hana klára rir vorið og sumarið. MENNING&SAGA Búsáhaldasýningin 1921: Austin-dráttarvélin sem lenti í skugganum Fyrra stríðið ýtti mjög undir þróun traktora, ekki síst hjólatraktora. Mannsafl til matvælaframleiðslunnar skorti svo að ákaft var kallað á vélaafl. Englendingurinn Herbert Austin (f. 1866) tók með góðum árangri þátt í kapphlaupi dráttarvélasmiða. Með auga á hönnun Henry Ford smíðaði hann tuttugu hestafla dráttarvél sem sérstaklega skyldi henta breskum bændum. Fyrir vélina hlaut hann silfurmedalíu plægingarfélaga árið 1919 og árið eftir vakti hún mikla athygli á stóru landbúnaðarsýningunum, svo mikla að eftir Hálandasýninguna það árið keypti Bretakóngur eina Austin­dráttarvél til nota á búi sínu í Balmoral. Búnaðarfélag Íslands sendi ráðunaut sinn, Eggert Briem, til Englands árið 1920 til þess að „kynna sjer sem bezt, alt er að búnaðarverkfærum lýtur.“ Ytra rakst hann á Sigurð Þórólfsson frá Baldursheimi sem þar hugaði að smábýlarækt og notkun verkfæra. Þeim félögum leist svo vel á Austin­dráttarvélina að þeir hvöttu Búnaðarfélagið til þess að kaupa eina vél og sex vagna enda var það helsta hugmynd þeirra að beita vélinni til flutninga. Þótt athygli vekti á Búsáhalda­ sýningunni 1921 hvarf Austin­ dráttarvélin í skugga Lanz­ þúfna banans, sem yfirtók sviðið seinna um sumarið. Það heillaði áhrifamikla jarðræktarmenn að geta með honum fræst niður þúfurnar í einni eða tveimur umferðum. Jarðvinnslutæki við hæfi Austin­ vélarinnar skorti og fátt hvatti því til notkunar hennar í því skyni. Ekkert varð því af tilraunum til þess að beita dráttarvélinni til jarðvinnslu eða ræktunar. Austin­dráttarvélin stóð iðjulaus líklega til vors 1923 en þá var hún komin að Korpúlfsstöðum, þar sem brotið var land með Lanz­þúfnabananum. Sáð skyldi grænfóðri í fyrstu spildurnar. Árni G. Eylands, sem með þessar vélar kunni að fara, skrifaði m.a.: „Var þá Austin traktorinn tekinn, tjaslað aftan í hann tveimur gömlum diskaherfum og útgerð þessi notuð til þess að herfa niður hafra í flögin. Þá var einnig reynt að plægja með traktornum“ . . . Seinna skrifaði Árni: „Þetta var hin fyrsta jarðvinnsla með traktor á Íslandi sem nokkru nam og kom að fullkomnum notum.“ Hér má þó minnast Avery­hjólatraktorsins sem komið hafði fimm árum fyrr (1918) til Akraness en reyndist ekki alls kostar. Austin­vélin í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri er góður fulltrúi þessara aldar gömlu tilrauna og tímamóta. Það er hins vegar af dráttar­ vélasmiðju Herberts Austin að segja að þótt hún kæmist upp í að smíða 66 dráttarvélar á viku (1920), brást markaðurinn; hún beið lægri hlut m.a. fyrir ódýrari framleiðslu Henry Ford. Af hagkvæmniástæðum var dráttarvélamíðin flutt til Frakklands. Í byrjun seinna stríðs lenti hún í höndum Þjóðverja sem héldu henni gangandi fram til 1942. Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri Austin-dráttarvélin reynd við jarðvinnslu á Korpúlfsstöðum, ef til vill vorið 1923. Mynd / Úr bókinni Korpúlfsstaðir eftir Birgi Sigurðsson Austin-dráttarvélin í frumgerð sinni. Mynd / Mike Eggenton SAMFÉLAGSRÝNI Heimilin eiga að vera í forgangi – ALLTAF! Ásthildur Lóa Þórðardóttir. Bænda 12. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.