Bændablaðið - 29.04.2021, Page 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202150
Garðeigendur njóta nú vorverk-
anna, sumarblómin og fjölær-
ingarnir fara að sýna sínar allra
bestu hliðar og runnagróðurinn
tekur við sér eftir veturinn. Allt
er þetta hið besta mál, en um leið
þarf að huga að pottaplöntun-
um sem eru oft hálf ræfilslegar
eftir dimma vetrarmánuði.
Þegar sólarinnar nýtur aftur
fá þær endurnýjaðan þokka og
er ekki úr vegi að rifja upp hvað
hægt er að gera til að þeim líði
sem best.
Ólík umhirða að sumri og vetri
Vor- og sumarumhirða
pottaplantna er um margt ólík
umhirðu þeirra að vetri, þegar
mesta áskorunin er að halda þeim í
horfinu, láta þær njóta þeirrar birtu
sem völ er á og dregið er úr vökvun
og áburðargjöf. Sumartíminn felur
í sér aðrar áskoranir. Plönturnar
þurfa þá miklu meiri vökvun og
þær þurfa aukna næringu til að
njóta sín sem best og bæta við
vöxtinn. Blómin sem höfð voru
á bjartasta stað yfir veturinn getur
þurft að færa frá gluggum og
hitagjöfum. Margar tegundir geta
hreinlega eyðilagst af of mikilli
beinni birtu að sumrinu. Blöð geta
sviðnað, blómin standa stutt og
plöntunum hættir við ofþornun.
Suðurglugginn getur verið versti
óvinur pottablómanna á sumrin.
Umpottun
Vorið er rétti tíminn til að huga
að umpottun, sé hennar þörf. Rétt
er að skoða rótarkerfið og ef það
er orðið mjög þétt mun plantan
launa fyrir nýja og góða pottamold
með auknum vexti og grósku. Nýi
potturinn þarf að vera nokkrum
sentimetrum víðari en sá fyrri. Ef
plantan er mjög stór getur verið
erfitt eða ómögulegt að umpotta
henni. Þá er reynandi að setja
kraftmikla pottamold yfir moldina
sem fyrir er og vökva ofan frá
fyrstu vikurnar til að næringin
seytli úr henni niður til rótanna.
Sumar plöntur eins og kaktusar
og margir þykkblöðungar þurfa
ekki mjög næringarríka mold og
þá er gott að blanda dálitlum vikri
saman við pottamoldina sem notuð
er. Hægt er að stytta greinar sumra
tegunda til að fá fram þéttari og
meiri greinavöxt.
Loftraki
Loftraki í híbýlum er oftast mun
lægri en plönturnar kjósa helst. Til
að draga úr álagi vegna mikillar
birtu og aukins lofthita er gott
ef hægt er að hækka loftrakann.
Úða ætti plönturnar reglulega með
fínum vatnsúða. Annað gott ráð er
að láta plöntur standa í víðri skál
með rökum vikursandi, þannig
má hækka loftrakann umhverfis
plönturnar. Einnig er hægt að hafa
plöntur margar saman, þó þannig
að vel fari um þær. Sá raki sem
plönturnar gefa sjálfar frá sér er
til þess fallinn að hækka rakastigið
nokkuð og plönturnar fá líka
skugga hver af annarri.
Vökvun og næring
Þegar kemur að vökvuninni er
helsta reglan að þar gildir engin
regla önnur en að vökva hvorki
of mikið né of lítið. Blómapottar
í beinni sól geta þornað mjög
hratt. Ræktandinn þarf að fylgjast
með jarðrakanum, td. með því að
athuga með fingri hvort moldin sé
rök í 2 sentimetra dýpt eða svo.
Einnig gefur þyngd pottsins til
kynna hvernig ástatt er. Plöntur
með þykk og leðurkennd lauf og
stöngla eru líklegar til að þola
meiri þurrk en þær sem hafa þunn
og stór lauf. Blómstrandi plöntur
mega ekki þorna. Plöntur sem
standa í leirpottum þorna mun
hraðar en séu þær í plastpottum.
Ef ekki eru notaðar skálar undir
blómapottana þarf að hafa þær í
pottahlíf til að auðvelda vökvun.
Dökkleitir pottar og pottahlífar
geta tekið til sín mikinn hita
frá beinni sól og er hætt við að
ræturnar skemmst þess vegna.
Pottaplönturnar þurfa ekki
á áburðargjöf að halda nema
frá vori og fram á haust. Flestir
nota fljótandi pottaplöntuáburð.
Auðvitað skiptir máli hvaða
tegund ræktuð er, en rétt er að
varast of mikla áburðargjöf. Farið
eftir leiðbeiningum á umbúðunum
og notið jafnvel heldur minna
af áburði en þar er gefið upp.
Plöntur í miklum vexti má vökva
með daufri áburðarblöndu við
hverja vökvun, aðrar þurfa aðeins
næringu í annað eða þriðja hvert
sinn sem vökvað er.
Sumarleyfið
Í sumarfríinu er gott að eiga góðan
nágranna til að vökva plönturnar.
Að öðrum kosti er hægt að koma
þeim fyrir á skuggsælum stað
fjarri beinni sólarbirtu, vökva
þær hraustlega og hafa hitastigið
í lægra lagi. Flestar plöntur þola
vel að hafast við vel vökvaðar í
gluggalausu herbergi í 1-2 vikur
án þess að láta á sjá.
Ingólfur Guðnason
GARÐYRKJUSKÓLINN Á REYKJUM
Pottaplönturnar að loknum vetri
SAMFÉLAGSRÝNI
Lög um stjórn fiskveiða
– Grein 3
Þorskastríðið sem vannst end-
anlega 1976 tryggði Íslandi 200
mílna fiskveiðilögsögu. Þjóðin
stóð saman sem einn maður
og ávinningurinn var hennar.
Nokkrum árum síðar stóðum
við frammi fyrir öðrum vanda,
ofveiði. Of mörg skip, of fáir
fiskar. Fiskimiðin voru ekki leng-
ur takmarkalaus hít heldur tak-
mörkuð auðlind. Við þessu þurfti
að bregðast.
1984 voru veiðar takmarkaðar og
aðganginn að miðunum fengu virk
fiskiskip samkvæmt veiðireynslu
sl. þriggja ára. Kvótakerfið varð
til og tilgangur þess var að vernda
fiskistofna við Ísland. Enn voru
samt of margir um hituna og krafan
um kvótaframsal kom fram. Frjálsu
framsali var ætlað að hagræða í sjáv-
arútvegi með því að safna veiðiheim-
ildum á færri hendur og árið 1990
samþykkti Alþingi lög þessa efnis.
Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag settu þessi lög
í andstöðu við Sjálfstæðisflokk. Í
þessum lögum segir m.a.:
„Nytjastofnar á Íslandsmiðum
eru sameign íslensku þjóðarinnar.
Markmið laga þessara er að stuðla
að verndun og hagkvæmri nýtingu
þeirra og tryggja með því trausta
atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun
veiðiheimilda samkvæmt lögum
þessum myndar ekki eignarrétt eða
óafturkallanlegt forræði einstakra
aðila yfir veiðiheimildum.
Heimilt er að framselja aflahlut-
deild skips að hluta eða öllu leyti
og sameina hana aflahlutdeild annars
skips.“
Þetta hafði þáverandi sjávarút-
vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson,
um lögin að segja:
„Útvegsmenn sem fá framselda
til sín aflahlutdeild af öðrum fiski-
skipum vita að þeir eru ekki að fjár-
festa í varanlegum réttindum. Það
verð sem þeir eru tilbúnir að greiða
fyrir slíkar heimildir hlýtur því að
taka mið af þeim raunveruleika að
Alþingi getur hvenær sem er breytt
lögunum um stjórn fiskveiða, kom-
ist Alþingi að þeirri niðurstöðu að
annað fyrirkomulag tryggi betur
lífskjör í landinu.“
Þessi skilaboð sjávar útvegs-
ráðherrans náðu greinilega ekki langt
því verðlagning aflaheimilda fór
fljótlega upp úr öllu valdi. Augljóst
var að menn töldu sig vera að kaupa
varanlegan veiðirétt en ekki til eins
árs í senn.
Síðar viðurkenndu Vinstri græn
mistök við þessa lagasetningu og
settu neðangreint í stefnuskrá sína:
„Þrátt fyrir ákvæði laga um að
nytjastofnar á Íslandsmiðum séu
sameign íslensku þjóðarinnar hafa
aflaheimildir verið markaðsvædd-
ar, með þær farið sem ígildi einka-
eignarréttar og þær safnast á æ færri
hendur. Framhjá því verður heldur
ekki litið að markmið núverandi laga
um stjórn fiskveiða hafa ekki náðst
og þróunin sumpart orðið í þveröf-
uga átt.“
En sagan er ekki búin.
Í lögum um samningsveð frá 1997
stendur:
„Eigi er heimilt að veðsetja
réttindi til nýtingar í atvinnurekstri,
sem skráð eru opinberri skráningu
á tiltekið fjárverðmæti og stjórn-
völd úthluta lögum samkvæmt, t.d.
aflahlutdeild fiskiskips.“
Þarna er aflahlutdeild fiskiskipa
sérstaklega tilgreind og því nokkuð
augljóst að veiðiréttur hefur verið
veðsettur í trássi við lög.
Lögin eru skýr. Af þeim leið-
ir að breyting á árlegri úthlutun
aflaheimilda er hverri ríkisstjórn
fullkomlega heimil og skapar enga
skaðabótaskyldu. Uppskrúfuð verð-
lagning aflaheimilda gegn um árin
er engum að kenna nema útvegs-
mönnum sjálfum og samkrulli
þeirra við fjármálastofnanir. Þetta
samkrull hefur búið til forréttinda-
hóp, svo sterkan að veiðiréttur á
Íslandsmiðum er orðinn að erfða-
góssi. Þessa sjálftöku þarf að
stöðva og þó fyrr hefði verið. Nýju
stjórnarskránni er ætlað að leysa
málið.
Næsta grein fjallar um auð-
lindaarðinn og skiptingu hans.
Lýður Árnason,
læknir og kvikmyndagerðarmaður
Ólafur Ólafsson,
fyrrv. landlæknir
Þorvaldur Gylfason,
hagfræðiprófessor
Hversu næg er íslensk
þjóð sér um matvæli?
Í febrúar kom út rit LbhÍ nr.
139 sem ber heitið Fæðuöryggi á
Íslandi. Í ritinu er sjónum beint
að matvælaframleiðslu og því
hver áhrif yrðu á framleiðslu ef
skortur yrði á innfluttum(?)„…
aðföngum sem nú eru nýtt til
framleiðslu á grunnhráefnum til
matvælaframleiðslu“.
Greining sem gerð er frá þess-
um sjónarhóli lítur augljóslega
fram hjá þeirri augljósu staðreynd
að verði skortur á þessum aðföngum
er í hæsta máta líklegt að truflanir
verði á öðrum aðdráttum til lands-
ins s.s. tilbúnum matvælum. Þær
truflanir gætu orðið mun afdrifa-
ríkari en skortur á aðföngum til
matvælaframleiðslu.
Í greiningu LbhÍ er annars komið
víða við. Ekki er hjá því komist að
gera fáeinar athugasemdir við þá
umfjöllun.
Í samantektarkafla skýrslunnar
segir að innlend framleiðsla nemi
99% af framboði af mjólkurvör-
um. Ég hef hvergi í skýrslunni
fundið á þessu nánari skýringu,
næst því kemst líklega mynd á bls.
21. Samkvæmt opinberum tölum
ársins 2020 nemur innflutningur
miðað við próteinefnaþátt mjólkur
5,4% af sölu sem væntanlega er jafnt
neyslu innanlands (að matarsóun
frádreginni) og 3,5% miðað við
fituinnihald. Þar af nema innflutt-
ir ostar 645 tonnum sem svarar til
9,7% markaðarins.
Þá segir að innlend kjötfram-
leiðsla anni 90% af heildarneyslu
landsmanna. Hvergi sér þess hins
vegar stað að tekið hafi verið tillit
til innflutnings á unnum kjötvörum.
Samkvæmt íslenskum hagskýrsl-
um nam hann t.d. 399 tonnum árið
2019 frá löndum ESB en ef litið
er til útflutningsskýrsla ESB nam
hann 1.045 tonnum sem er umtals-
vert magn og nauðsynlegt að geta
um í samantekt sem þessari. Eins
er ekki skýrt hvort innflutningur á
kjöti er talinn eins og í skýrslum
Hagstofunnar eða leiðrétt miðað við
að um beinlaust kjöt er oftast um að
ræða, svo það sé samanburðarhæft
við innlendar tölur. Þá er ósvarað
spurningu hvernig skýrsluhöfund-
ar komast að þeirri niðurstöðu að
96% af neyslu eggja séu innlend
framleiðsla. Engin fersk og ógeril-
sneydd egg eru flutt inn til neyslu
hér á landi, aðeins egg til útungurn-
ar. Ef átt er við innflutning á með-
höndluðum eggjum (ekki í skurn)
hefði verið gott að það kæmi fram.
Í kafla 4 er síðan umfjöllun um
fæðuöryggi á heimsvísu. Þar er
loks að finna umfjöllun sem hefur
að mati undirritaðrar meiri þýðingu,
þ.e. um „fæðusjálfstæði“ (e. food
independency). Hér er komið nær
því viðfangsefni að fjalla beinlínis
um hve mikið er framleitt innanlands
af þeim matvælum sem við neyt-
um. Þessi hlið málsins hefur feng-
ið mikla umfjöllun t.d. í Noregi sjá
t.d. bæði skýrslu norska umhverfis-
ráðuneytisins https://www.milj-
odirektoratet.no/globalassets/
publikasjoner/m1625/m1625.pdf og
athugasemdir norsku Landbúnaðar-
greiningarstofunnar (n. Agri
Analyse). https://www. agri analyse.
no/getfile.php/135599-1589190983/
Doku menter/Dokumenter%202020/
Arbeidsnotat%202%202020%20
selvforsyning_.pdf.
Í þessum norsku skýrslum
er notað hugtakið „selvforsyn-
ingsgrad“ sem mætti þýða sem
„sjálfsnægtahlutfall“. Það segir
til um hve hátt hlutfall neyslu
kemur frá innlendri (norskri)
framleiðslu, sjá bls. 213 í skýr-
slu norska umhverfisráðuneytis-
ins. Í mynd A 63 á sömu bls. er
rakið hvert sjálfsnægtahlutfallið
er fyrir helstu afurðir norsks land-
búnaðar. Á þeim grunni er síðan í
skýrslunni fjallað um áhrif þess að
breyta neyslumynstri matvæla, t.d.
að draga úr neyslu á rauðu kjöti
til að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda, á þetta sjálfsnægta-
hlutfall.
Nú stendur yfir landskönnun á
mataræði meðal Íslendinga á vegum
Embættis landlæknis. Samkvæmt
upplýsingum þaðan er von á að
niðurstöður liggi fyrir í haust. Þær
verða mikilvægt innlegg í umræðu
um hve hátt hlutfall þeirra matvæla
sem neytendur innbyrða er komið
úr nærumhverfinu (íslenskt) og hve
hátt hlutfall er innflutt. Út frá því
má skoða t.d. áhrif breyttra neyslu-
viðmiða t.d. vegna aðgerða í lofts-
lagsmálum á fyrrnefnt sjálfsnægta-
hlutfall. Í framhaldinu væri eðlilegt
að taka hliðsjón af því í stefnumót-
un fyrir íslenskan landbúnað.
Erna Bjarnadóttir
verkefnastjóri MS
Erna Bjarnadóttir.