Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 2021 13 Akraneskaupstaður auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir hugmyndasam- Markmiðið með samkeppninni er að fá hugmyndir um framtíðarskipulag Fyrirkomulag rafræna íbúakönnun um viðhorf íbúa til svæðisins og framtíðarskipulags sem Skilyrði fyrir þátttöku í forvali Forval vegna hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðis á Akranesi Skannaðu QR kóðann fyrir nánari upplýsingar „Þátttaka í forvali um skipulag og hönnun Langasandssvæðis“. TIL FASTEIGNAEIGENDA Í BORGARBYGGÐ Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2021. Álagningarseðlar verða sendir til fasteignaeigenda sem eru 73 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínar síður / pósthólf“ á netsíðunni www.Island.is. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is og einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 21. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október. Eindagi er fimmtánda dag næsta mánaðar eftir gjalddaga. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem eru 73 ára eða eldri og þeirra sem þegar hafa óskað eftir að fá þá senda til sín. Einnig geta þeir sem eru orðnir 73 ára eða eldri afþakkað greiðsluseðla. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Borgarbyggðar ef óskað er breytinga á þessu fyrirkomulagi. Sími á skrifstofu Borgarbyggðar er 433-7100 og netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Ef gjaldendur telja álagninguna ekki rétta er hægt að fara fram á endurálagningu með rökstuddum hætti. Skrifleg beiðni þar um skal berast skrifstofu Borgarbyggðar eigi síðar en mánuði eftir álagningu gjaldanna. Borgarnesi 21. janúar 2021. Skrifstofa Borgarbyggðar Á þriðjudaginn í síðustu viku var Vínbúðin í Ólafsvík opnuð að nýju eftir breytingar innanhúss. Versl- unin fékk nýtt útlit, skipt var um gólfefni og ljós ásamt því að hún var skipulögð upp á nýtt; settar upp nýjar innréttingar og merkingar bættar. Þá var sett upp nýtt ljósa- skilti utan á húsið. Gekk vinnan hratt og vel fyrir sig og sáu iðnaðar- menn sem starfa hjá Vínbúðinni um þær auk þeirra Sigurjóns Bjarna- sonar rafvirkja og Eiríks Gautsson- ar múrara í Ólafsvík. Framkvæmd- ir stóðu yfir rúma helgi. Að sögn starfsfólks í vínbúðinni heppnuð- ust breytingarnar vel en þær bæta vinnuaðstöðu þeirra til muna. þa Endurbætur á vínbúðinni í Ólafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.