Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Qupperneq 17

Skessuhorn - 27.01.2021, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 2021 17 Þrjár verslanir í strjálbýli hlutu ný- verið styrki úr byggðaáætlun rík- isstjórnarinnar. Það voru Hrís- eyjarbúðin, Kauptún Vopnafirði og verslun að Reykhólum sem fær hæsta styrkinn, eða 5,8 milljónir króna. Engin verslun hefur verið á Reykhólum síðan í október þegar Hólabúðinni var lokað. Hafa íbú- ar þurft að aka um langan veg til að komast í verslun en næstu versl- anir eru á Hólmavík og í Búðardal. Sveitarfélagið auglýsti í haust versl- unarhúsnæðið til leigu. Helga Guð- mundsdóttir og Arnþór Sigurðs- son voru þau einu sem sóttu um og fengu. Hafa þau síðan verið að und- irbúa opnun verslunarinnar. Blaðamaður Skessuhorns náði tali af Helgu og spurði hvernig hugmyndin hefði komið til. „Við vorum stödd á Reykhólum í októ- ber og fréttum þá að búðin væri lokuð og hætt rekstri. Okkur fannst það ótækt því staðurinn og nátt- úran í kring er ægifögur. Ég spyr manninn minn hvort við ættum ekki bara að opna búðina. Hann veðraðist allur upp en okkur langar bæði að búa í sveit. Okkur langaði líka til þess að gera gagn og fannst ótækt að fólk þyrfti að keyra í eina og hálfa klukkustund eftir mjólk. Það búa hér á staðnum um 150 manns og fleiri í nágrenninu og mikið er af barnafólki. Svo er leið- in til Hólmavíkur stundum lokuð og færð þung,“ sagði Helga. Hún heldur áfram: „Ég var að vinna á Landakoti og kunni mjög vel við mig á þeim vinnustað en ég hef líka mjög gaman af því að takast á við ný verkefni. Ég sagði þetta við mann- inn minn í hálfkæringi en svo æxl- uðust hlutirnir svona. Hann er for- ritari og getur því unnið í fjarvinnu eftir að við verðum flutt.“ Húsnæðið fyrir reksturinn rúmar bæði verslun og veitingastað. „Veit- ingastaðurinn er flottur og í mjög fínu ástandi en verslunina þurfti aðeins að laga og sér sveitarfélagið um þær framkvæmdir enda eig- andi hússins. Þrátt fyrir það þarf að leggja í nokkra fjárfestingu og þó að hægt hefði verið að fá lán til að hefja reksturinn erum við komin á þeim aldri að við viljum ekki hafa peningaáhyggjur. Við skoðuðum vef Byggðastofnunar í nóvember en þá var ekki búið að auglýsa styrk- inn sem við síðan fengum. Þeg- ar við fréttum svo að búið væri að auglýsa eftir umsóknum um styrk- inn höfðum við aðeins eina viku til þess að semja rekstraráætlun og út- búa umsókn. Við sóttum um í lok nóvember og fengum svo loks svar á þriðjudaginn,“ segir Helga. „Okkur finnst svo skemmtilegt hvað allir eru tilbúnir að taka á móti þessu. Það er hægt að gera svo margt og okkur langar að gera svo margt. Okkur langar að byrja á að gera svona kósý-horn með kaffivél. Fólk geti þá komið og sest niður, kíkt í búðina ef það vill og annars bara spjallað. Það er svolítið hjart- að í litlu samfélagi þegar fólk getur hist svona.“ Fyrirhugað er að verslunin verði opnuð í byrjun apríl. Lítið sem ekkert er um laust íbúðarhúsnæði á Reykhólum en Helga segist ekki hafa áhyggjur af því. „Við erum svolítið forlagatrúar og trúum því að rétta húsnæðið komi til okkar á réttum tíma.“ frg Helga og Arnþór reikna með að opna verslunina í byrjun apríl. Verslun opnuð á ný á Reykhólum í vor Horft í gegnum verkið Í blóma. Ljósm. emgd. hlutir eru að gerast og maður er jafnvel í beinni útsendingu í frétta- tíma.“ Spurning um listform Elsa María segir að hún hafi alls ekki gengið með blaðamann í maganum áður en hún sótti um starf frétta- manns hjá RUV. „Starf fréttmanns byggir hins vegar á því að maður hafi áhuga fyrir málefnum líðandi stundar og vissulega gekk ég með sögumanninn í maganum, hef alla tíð skrifað mikið. Í listnámi mínu lagði ég áherslu á rýmisverk og það sem ég hef gert sem listamaður er að túlka á myndrænu formi, einkum í skúlptúr og keramik. Svo er allt- af spurning hver lokaafurðin verð- ur. Hún getur hvort heldur sem er verið listaverkið Síbería, úr reka- viði úr Árneshreppi sem staðsett er á Breiðinni á Akranesi, eða frétt í sjónvarpinu um litlu jólasveinana hennar Möggu dagmömmu. Allur sá grunnur sem ég hafði síðan úr námi og listinni hjálpaði mér fljótt að finna mig í starfi fréttamanns. Þá einhvern veginn small þetta vel saman.“ Staðalbúnaður í bílnum Þá nefnir Elsa María að ófyrirsjá- anleikinn í starfinu sé alltaf mik- ill, þrátt fyrir góða skipulagningu. „Maður getur sjaldnast vitað fyr- irfram hvað dagurinn ber í skauti sér. Til dæmis hvernig maður á að klæða sig að morgni til að föt- in henti tilefninu. Það er til dæmis langt síðan ég gaf það upp á bátinn að mæta í pylsi í vinnuna, það hent- ar einfaldlega ekki. Hef því í bíln- um snyrtibudduna til taks en ekki síður allan þann hlífðarfatnað sem þarf til að mæta óveðri eða ófærð á fjallvegum, eða ferð milli lands- hluta sem tekur lengri tíma en áætl- að var í fyrstu.“ Elsa María ekur um á Dacia Duster, bíl sem er fjórhjóla- drifinn og kemur henni því áleiðis þótt færð sé ekki upp á það besta. Hún nefnir að einna helsti ókost- ur bílsins sé að eldsneytistankurinn mætti vera stærri, því löng leið er milli byggða á Vesturlandi og Vest- fjörðum. Skóli í sjálfsaga Nú er Elsa María spurð hvað hafi reynst henni erfiðast við nýtt starf í stórum landshluta? Eftir umhugs- un svarar hún að það sé sú áskorun að starfa sem einyrki. „Það krefst sjálfsaga að læra að vinna bara með sjálfum sér og því nauðsynlegt að skipuleggja sig vel. Auðvitað get ég alltaf hringt og spurt ráða á frétta- stofunni. En ég sakna þess að geta ekki átt reglulegan debat með koll- egum. Þá þarf ég sömuleiðis að vera sanngjörn við sjálfa mig. Það er svo auðvelt að ásaka sjálfa sig fyrir eitt- hvað sem hefði mátt betur fara, eða vinna öðruvísi, og láta þannig smá- atriðin skemma fyrir heildarmynd- inni.“ Elsa María flutti í Borgarnes á síðasta ári en hefur enn sem kom- ið er kynnst fáum Borgnesingum. „Það er sérstakt að flytja í nýtt bæj- arfélag í miðjum heimsfaraldri þar sem samgangur fólks er mjög tak- markaður. Ég á því eftir að kynnast fólkinu í Borgarnesi og Borgarfirði betur og hlakka til þess þegar sam- komutakmörkunum linnir.“ Það sem ekki drepur mann.. „Ég hef fundið fyrir mikilli vænt- umþykju frá íbúum á starfssvæði mínu og finnst gleðilegt hversu áhugasamt það er um að við séum að flytja fréttir af svæðinu. Ég hef oft undrað mig á hvað fólk er já- kvætt og yfirleitt að ég fái að sinna þessu gefandi starfi. Vissulega hafa margir stappað í mig stálinu og stundum þarf maður að bíta á jaxl- inn þegar fjallað er um erfið mál og viðkvæm, eins og málið með togar- ann sem haldið var á sjó þótt nánast allir skipverjarnir væru veikir. En það sem ekki drepur mann, styrk- ir mann, segir í máltækinu. Mér finnst ég klárlega vera að finna mig í þessu starfi og því er ég þakklát fyrir að hafa verið boðið að halda því áfram,“ segir Elsa María Guð- laugs Drífudóttir að endingu. mm Elsa María ásamt Óskari Torfasyni úr Slökkviliðinu á Drangsnesi en þarna var hún að vinna frétt um brunavarnir fyrir jólin 2019. Ljósm. Jóhannes Jónsson. Um síðustu verslunarmannahelgi vann Elsa María postulínsverk sem hún sýndi á Ísafirði. Verkið hét „Í blóma“ og var sýnt á hópsýningunni Fokhelt. Ljósm. emgd. Fríform ehf. Askalind 3, 2�1 Kópavogur. 562–15�� Friform.is. 2 � � � — 2 � 2 � Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–�� Mán. – Föst. 1�–1� Laugardaga 11�15

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.