Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Side 2

Skessuhorn - 27.01.2021, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 20212 Í heimsfaraldrinum hafa margir tek- ið upp nýtt áhugamál, að ganga á fjöll. Nú þegar kalt er í veðri er vert að minna fólk á að vera rétt búið áður en farið er af stað í slíkar ferðir, vera með rétta brodda og vel klætt. Og þó sólin sé að hækka á lofti er þó komið myrkur um fyrir kvöldmat og þá er nauðsynlegt að hafa alltaf vasa- eða höfuðljós með sér í fjall- göngur. Á morgun, fimmtudag, er spáð aust- an 8-15 m/s syðst, skýjuðu með köfl- um og frostlaust verður með strönd- inni. Annars verður hæg breytileg átt og víða bjartviðri og frost 1-8 stig. Á föstudag er útlit fyrir suðaustlæga átt og lítilsháttar slyddu suðvestan- og vestantil á landinu og hiti um frost- mark. Annars hægur vindur, bjart- viðri og talsvert frost. Gengur í norð- austanátt með snjókomu norðvest- anlands um kvöldið. Á laugardag er spáð suðlægri átt og skýjuðu með köflum, dálítil rigning eða slydda hér og þar og hiti í kringum frost- mark sunnan- og austantil. Norðan- og norðaustanátt með snjókomu og frosti um norðanvert landið. Á sunnu- dag er spáð austan- og norðaustanátt með slyddu og hita um frostmark syðst en stöku él og frost norðantil á landinu. Á mánudag verður norðaust- læg átt og stöku él fyrir norðan og austan en annars léttskýjað. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Borðar þú þorramat?“ Flest- ir, eða 67% svarenda borðar all- an þorramat. 22% segjast einungis borða það ósúra en 11% borða alls ekki þorramat. Í næstu viku er spurt: Ætti maður að alltaf að segja satt, undantekningarlaust? Í Fjölbrautskóla Vesturlands er mik- il áhersla lögð á virkni ungmenna til hreyfingar. Ekki síst á kóvidtímum þegar fólki hættir til að loka sig af og hætta hreyfingu. Rætt er við þær Helenu Ólafsdóttur og Hildi Karen Aðalsteinsdóttir íþróttakennara. Þær eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Forval VG í Norðvesturkjör- dæmi NV: Kjördæmisþing Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma á fundi í síðustu viku að hafa forval til að velja á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar 25. sept- ember næstkomandi. Þar með hefur hreyfingin samþykkt að hafa forval í öllum kjördæmum. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir leiðir kjörstjórn í NV kjördæmi sem mun annast framkvæmd og skipulag forvalsins. Í forvali verður kosið í fimm efstu sæti á framboðslistanum, en þrjú efstu sætin verða bindandi og í sam- ræmi við forvalsreglur VG. Síð- ustu tvö kjörtímabil hefur VG átt einn þingmann í kjördæm- inu; Lilju Rafneyju Magnús- dóttur, en hún gegnir starfi for- manns atvinnuveganefndar á yfirstandandi kjörtímabili. -mm Vilji verkafólks komi fram LANDIÐ: Nú eru framboðs- mál til Alþingis komin á fulla ferð og ólíkra flokksfélaga að ákveða hvernig mannavali verð- ur háttað á framboðslistum. „Fjölbreytileiki kjörinna full- trúa er falinn í fleiru en aldri og kyni. Það þarf að horfa til fleiri þátta eins og menntunar, starfs- vettvangs og lífsreynslu,“ seg- ir í ályktun sem Verkalýðsmála- félag Samfylkingarinnar sendi fjölmiðlum. „Samfylkingin á að vera málsvari verkalýðshreyf- ingarinnar og framboðslistar flokksins eiga að endurspegla þá stefnu. Það þarf að gæta þess að raunverulegur vilji verkafólks komi skýrt fram. Það er enginn betur til þess fallinn að tala máli verkafólks, en það sjálft. Verka- lýðsmálaráð Samfylkingarinn- ar skorar á uppstillingarnefndir að hafa það til hliðsjónar þegar stillt er upp á lista Samfylking- arinnar um allt land.“ -mm Nýtt tækifæri Leita að áhugasömu fólki í tengslamarkaðsetningu til að kynna og selja heimsklassa 100% hreinar náttúruvörur sem standa fyrir sínu. Þær koma frá virtu alþjóða fyrirtæki. Tekjumöguleikarnir eru árangurstengdir og engin takmörk sett, einungis viðleitni þín sker úr um það. Hafir þú áhuga hvort sem er til eigin nota eða til kynningar vinsam- legast hafið samband. asta.synergyworldwide.com Sími: 695-0452 Ásta Tómasdóttir Nú á vorönn voru gerðar breytingar á stundatöflu og kennslufyrirkomu- lagi í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Í stað þess að hafa tvær 40 mínútna kennslustundir sam- liggjandi verður ein klukkustundar kennslustund og tvisvar í viku fara nemendur í vinnustofur. Við þessar breytingar opnaðist möguleiki á að hefja kennslu seinna að deginum eða klukkan níu. Um er að ræða tíma- bundið tilraunaverkefni til að sjá hvaða áhrif þetta muni hafa á líðan og námsárangur nemenda. Að sögn Braga Þórs Svavarsson- ar skólameistara kom þessi breyt- ing upphaflega til vegna Covid-19. „Vegna faraldursins urðum við að bregðast við með því að innleiða nýja kennsluhætti og þá byrjuðum við með vinnustofur í lok haustannar alla daga vikunnar. Nemendur gátu þá mætt í 25 manna hópum í eigin heimastofu og fengið aðstoð kenn- ara við námið. Þetta kom mjög vel út og kennararnir voru ekki aðeins að hjálpa nemendum með námið held- ur líka skipulag og námstækni. Þarna náðu kennarar að einbeita sér betur að hverjum og einum nemanda og veita enn persónulegri þjónustu. Við ákváðum því að halda áfram með þessar vinnustofur,“ segir Bragi. Almennt vel tekið „Með þessum breytingum opnaðist tækifæri að hliðra til og byrja dag- inn seinna og við ákváðum að grípa það. Við ætlum að prufukeyra þetta þessa önn og sjá hvernig þetta fer í nemendur og þeirra vinnulag áður en ákvörðun verður tekin um fram- haldið,“ segir Bragi og bætir við að margar rannsóknir styðji þessa breytingu. „Það hefur verið sýnt fram á að líkamsklukka unglinga passar ekki við klukkuna og það getur haft áhrif á svefninn þeirra. Samkvæmt rannsókn sem var gerð hér á landi 2018 eru um 70% fram- haldsskólanemenda að sofa of lít- ið,“ segir Bragi. Það voru þó ekki nemendur sem báðu um að skóla- deginum yrði seinkað heldur kem- ur tillagan alfarið frá stjórnendum skólans. Í vor verður hugur nem- enda til þessara breytinga kannað- ur til að sjá hvort þetta fyrirkomu- lag verður til langframa. Aðspurður segir Bragi nemendur almennt hafa tekið vel í þessar breytingar en að sumir myndu samt kjósa fyrra fyr- irkomulag. „Sumir nemendur vilja byrja fyrr og hætta fyrr og það er alveg skiljanlegt. Það er kannski aldrei hægt að finna fyrirkomulag sem hentar jafn vel fyrir alla,“ seg- ir hann. arg Á morgun, fimmtudaginn 28. janú- ar, verður kynning meðal íbúa í Dalabyggð á valkostagreiningu vegna sameiningar við önnur sveit- arfélög. Sveitarfélagið samdi síð- astliðið sumar við RR ráðgjöf um greiningu valkosta sveitarfélags- Íbúakynning um möguleika í sameiningu sveitarfélaga ins vegna mögulegrar sameining- ar. „RR ráðgjöf er ráðgjafafyrir- tæki með sérþekkingu á stjórnsýslu, rekstri og málefnum sveitarfé- laga. Róbert Ragnarsson hefur leitt greiningarvinnuna og mun flytja kynninguna og stýra umræðum ásamt Freyju Sigurgeirsdóttur,“ segir í frétt á vef Dalabyggðar. „Á kynningunni verður farið yfir stöðu sveitarfélagsins Dalabyggðar, rætt hvort sveitarfélagið eigi að fara í sameiningarviðræður og lagt mat á hvaða sameiningarkostir séu til staðar.“ Hægt verður að fylgjast með íbúakynningunni á Youtube rás Dalabyggðar undir nafninu „Dala- byggð-TV“ þar sem hægt verður að senda inn spurningar, ábend- ingar og athugasemdir meðan á kynningunni stendur og það efni verður notað við frekari greiningu. Nokkur sæti verða í boði fyrir þá sem vilja mæta á kynninguna í eigin persónu en þá þarf að skrá sig hjá jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur á netfangið johanna@dalir.is eða í síma 430-4700. Grímuskylda fyrir alla sem mæta. arg/ Ljósm. sm Seinka upphafi skóladags í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.