Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 2021 27 Skallagrímskonur mættu Blikum á miðvikudaginn og Fjölni á laug- ardaginn í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Liðið tapaði báð- um leikjunum. Í leiknum gegn Blikum í Kópavogi var mikið jafn- ræði með liðunum og í hálfleik var staðan 36-34 Skallagrímskonum í vil. Í síðari hálfleik náðu Blikar að sigla fram úr bikarmeisturunum og komust mest 16 stigum yfir, 65-49. Þá svöruðu gestirnir með ellefu stigum gegn einu og staðan orðin 66-60 fyrir Blikum. Ekki komust Skallagrímskonur þó nær og Blikar sigruðu með sjö stigum, 71-64. Súrt tap gegn Fjölni Í leiknum gegn Fjölni á laugardag- inn byrjuðu liðin hnífjöfn en Skalla- grímskonur náðu svo yfirhönd- inni í lok fyrsta leikhluta og leiddu með sjö stigum, 21-14. Fjölniskon- ur náðu að minnka muninn í öðr- um leikhluta en náðu þó aldrei að jafna. Þegar gengið var til hálfleiks var Skallagrímur með 39 stig gegn 34. Eftir leikhlé héldu Skallagríms- konur áfram að leiða en Fjölnis- konur gáfu ekkert eftir og náðu að jafna þegar 28 mínútur voru liðn- ar af leiknum, 54-54. Skallagrím- ur gaf þá allt í leikinn og náði að komast stigi yfir áður en þriðji leik- hluti rann út. Í lokaleikhlutan- um héldu liðin uppteknum hætti. Skallagrímskonur voru með yfir- höndina allt þar til á lokamínútu leiksins þegar Fjölniskonur náðu að skora sex stig gegn engu og þar með að komast tveimur stigum yfir og landa sigri, 76-74. Í liði Skallagríms var Nikita Te- lesford stigahæst með 16 stig og tólf fráköst. Keira Robinsson var með 15 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar, Sanja Orozovic var með 15 stig og átta fráköst en aðr- ar skoruðu minna. Í liði Fjölnis var Ariel Hearn stigahæst með 26 stig, 13 stoðsenindingar og átta fráköst. Lina Pikciuté var með 24 stig og 12 fráköst. Sara Carina Vaz Djassi átti tólf stig og tíu fráköst en aðrar skoruðu minna. Skallagrímur situr nú í fimmta sæti deildarinnar með sex stig eftir sex leiki. Næst mætir liðið Haukum í Borgarnesi í kvöld kl. 19:15 arg Stelpurnar í 5. flokki Snæfellsnes- samstarfsins í knattspyrnu létu rok og kulda ekki á sig fá sunnudaginn 24. janúar síðastliðinn. Þann dag hófu þær keppni í Faxaflóamótinu þetta árið með heimaleik sem spil- aður var á Ólafsvíkurvelli. Stelp- urnar spila í D-riðli A-liða og tóku á móti HK-2. Stóðu heimastúlkur sig vel og sigruðu 5 - 1 í leiknum. Þær spila næst við Víking Reykja- vík-2 laugardaginn 6. febrúar á Víkingsvellinum í Reykjavík. Áhorfendur eru ekki leyfðir á leiki, en einhverjir áhugasamir for- eldrar sátu í bílum sínum og fylgd- ust með. þa Skallagrímur mætti Hrunamönn- um á Flúðum á föstudaginn og tóku svo á móti Selfyssingum í Borgar- nesi á mánudaginn í 1. deild karla í körfuknattleik. Skallagrímsmenn töpuðu með tveimur stigum gegn Hrunamönnum eftir harða bar- áttu. Í upphafi leiks voru heima- menn á Flúðum sterkari en Skalla- grímur jafnaði áður en fyrsti leik- hluti kláraðist. Hrunamenn náðu að auka forystuna í tólf stig á síð- ustu mínútum fyrri hálfleiks. Eftir hlé skoruðu Skallagrímsmenn tólf stig gegn engu og jöfnuðu leikinn á fyrstu fimm mínútunum. Þá tóku heimamenn við sér og juku forskot- ið á ný. Skallagrímur náði að kom- ast tveimur stigum yfir í skamma stund í fjórða leikhluta en heima- menn vor fljótir að snúa því við og héldu naumri forystu út leikinn og sigruðu með 88 stigum gegn 86. Sigruðu Selfyssinga Skallagrímur sigraði Selfoss örugg- lega með 88 stigum gegn 64 þegar liðin mættust í Borgarnesi á mánu- dagskvöldið. Liðin byrjuðu bæði vel en um miðjan fyrsta leikhluta náðu Skallagrímsmenn að sigla fram úr gestunum og voru ellefu stigum yfir í lok leikhlutans, 27-16. Lít- ið markvert gerðist í leiknum eft- ir það. Skallagrímsmenn héldu al- veg stjórninni á vellinum, juku for- skotið hægt og örugglega og loka- staðan 88-64. Í liði Skallagríms var Nebojsa Knezevic atkvæðamestur með 23 stig, átta fráköst og átta stoðsend- ingar. Mustapha Traore skoraði 17 stig og tók tíu fráköst, Davíð Guðmundsson og Benedikt Lárus- son voru með ellefu stig hvor en aðrir skoruðu minna. Næsti leikur Skallagríms verður gegn Sindra á útivelli á föstudag- inn, 29. janúar, kl. 19:15. arg/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrir- liði meistaraflokks kvenna í körfu hjá Skallagrími hefur verið valin í A-landsliðshóp kvenna. Framund- an er landsleikjagluggi sem er síð- asta umferð í undankeppni EM kvenna 2021. Leikirnir áttu að vera leiknir heima og að heiman en því hefur verið breytt og liðið mun leika í Ljubljana í Slóveníu í „ör- yggisbubblu“ sem FIBA mun setja upp fyrir landsliðin í A-riðli und- ankeppninnar. Íslenska liðið mætir Grikkjum fimmtudaginn 4. febrúar og Slóveníu laugardaginn 6. febrú- ar. Sigrún er reynslumest í landslið- inu með 55 A-landsleiki að baki. arg/ Ljósm. úr safni Snæfell mætti Valskonum á mið- vikudaginn og Blikum á laugar- daginn í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Valur reyndist of stór biti fyrir Snæfellskonur og sigr- uðu þær örugglega með 80 stigum gegn 68. Hólmarar náðu að hanga í Völsurum allan leikinn. Það var ekki fyrr en á lokamínútum sem Valskonur náðu að skilja sig bet- ur frá gestunum og koma munin- um í tveggja stafa tölu og lokastaða leiksins 80-68 fyrir Valskonum. Sigur eftir hnífjafnan leik Í leiknum gegn Blikum var jafnræði með liðunum. Í fyrsta leikhluta skiptust liðin á að vera yfir en í lok fyrsta leikhluta var Breiðablik einu stigi yfir, 18-17. Enn voru liðin hnífjöfn í öðrum leikhluta og þeg- ar gengið var til hálfleiks var Snæ- fell komið stigi yfir, 30-29. Í byrjun þriðja leikhluta náðu Snæfellskon- ur að halda sér yfir allt þar til um miðjan leikhluta þegar Blikar gáfu aðeins meira í og voru fimm stig- um yfir þegar lokaleikhlutinn hófst 51-46. Heimakonur gáfu allt í leik- inn og jöfnuðu á 33. mínútu. Það má segja að allt hafi verið í járnum þar til á lokamínútu leiksins þegar heimakonur skoruðu sjö stig á móti engu og sigruðu með 68 stig gegn 61. Í liði Snæfells var Haiden Denise Palmer atkvæðamest með 23 stig, ellefu fráköst og sex stoðsendingar. Emese Vida skoraði 14 stig og tók ellefu fráköst, Anna Soffía Lárus- dóttir skoraði tíu stig og tók átta fráköst og aðrar skorðu minna. Snæfell er nú í sjötta sæti deil- darinnar með fjögur stig, jafnmörg og Breiðablik í sætinu fyrir neðan. Næst mæta Snæfellskonur Fjölni í Stykkishólmi í kvöld kl. 18:15. arg Í leik Skallagríms og Fjölnis á laugardaginn. Ljósm. Skallagrímur Ekki góð vika hjá Skallagrímskonum Naumt tap Skallagríms á Flúðum en öruggur sigur í Borgarnesi Úr leik Snæfells og Breiðabliks á laugardaginn. Ljósm. sá Valur of stór biti en Blikar ekki Fótboltamót í frosti og roki Sigrún fer með lands- liðinu til Slóveníu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.