Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 202120 Þorrablót Skagamanna var hald- ið síðastliðinn laugardag. Að þessu sinni var það Sjötíu og níu menn- ingarfélag, árgangur 1979, sem sá um blótið en Club 71 hafði séð um blótið frá upphafi. Vegna faraldurs- ins var blótinu streymt í beinni út- sendingu frá Bárunni Brugghúsi. ÍATV sá um myndatöku og útsend- ingu þorrablótsins til Skagamanna hvar sem þeir voru staddir í heim- inum. Sáu þeir einnig um tækniað- stoð við þá sem mögulega þurftu á aðstoð að halda til þess að tengjast og geta notið blótsins. Veitingastað- irnir Galito og Gamla kaupfélagið voru með þorramat á boðstólnum sem bæjarbúum bauðst að fá heims- endan. Það voru aðildarfélög ÍA sem sáu um heimsendinguna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra og Skagamaður, ávarpaði gesti og setti blótið. Karlakórinn Pungarnir flutti lagið „Kveikjum eldana,“ prestarnir; sérarnir jónína Ólafsdóttir, Þóra Björg Sigurðar- dóttir og Þráinn Haraldsson fluttu sérsniðna útgáfu af laginu „Það koma vonandi jól,“ eftir Baggalút. Guðjón Davíð Karlsson var kynn- ir kvöldsins. Hann er að vísu ekki Skagamaður en Steinunn jóhann- esdóttir leikkona og Skagakona var eitt sinn nágranni Góa auk þess sem Hallgrímur Ólafsson, leikari og Skagamaður er besti vinur hans. Fyrirtæki á Akranesi buðu upp á eftirtektarverðar leiknar auglýs- ingar. Ingi Björn Róbertsson, Iddi Biddi, fór á kostum í sketchum og í auglýsingagerð. Hann gerði meðal annars grín að samskiptum bæjar- búa á Facebook síðunni „Ég er íbúi á Akranesi“ sem þótti hitta í mark. Að venju var happdrætti þar sem vinningar voru óvenju glæsilegir. Mun verðmæti vinninga hafa numið um einni og hálfri milljón en vinn- ingar komu frá ýmsum fyrirtækjum og einyrkjum í bænum. Heilbrigðisstarfsfólk heiðrað Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, kynnti Skagamenn ársins. Þeir eru að þessu sinni heilbrigðisstarfsmenn og veittu fulltrúar þeirra, þau Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Már Sigmarsson sjúkra- flutningamaður, viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd þeirra. Í inn- gangi sínum flutti Sævar í bundnu máli ljóð eftir Heiðrúnar jónsdótt- ur, hirðskáld á bæjarskrifstofunum, en það hljóðar svo: Skagamenn ársins 2020 Liðið ár var lítið gaman, leika ekkert máttum saman. Ekki hitta ömmu og afa, aldrei partý geggjuð hafa. Ekki faðmast, knúsa, kyssa og kjarkinn vorum bara að missa. Mörgu varð nú samt að sinna og sumir alltaf þurftu að vinna. Kúrt ei gátu á kodda að dreyma og Covid beðið af sér heima. Þau á vaktir meðan mættu í minni aðrir voru hættu. Covid setti á kerfin snúning, kjarnafólk í grímubúning önnuðust og vörðu veika vörnum hvergi mátti skeika. Veirufjanda dugleg drápu, daglega með spritti og sápu. Heilbrigðis- á starfsfólk stjörnum stráum nú og færum kjörnum fulltrúum úr flokki vænum af fagmennsku sem vinna í bænum heiður þann sem hetjum sönnum hæfir, ársins Skagamönnum! Þá var komið að Hlédísi Sveins- dóttir fjölmiðlakonu og Theodór Hervarssyni veðurfræðingi en þau blindsmökkuðu ýmsan þorramat og reyndu að geta sér til um hvaða mat var um að ræða hverju sinni. Það var Theodór sem rétt marði sigur á lokametrunum. Næst flutti Hallgrímur Ólafsson, Halli Melló sérhannaða útgáfu af laginu um það sem er bannað eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Hápunktur þorrablótsins var síðan Skagaskaupið sem er annáll þar sem farið er yfir liðið ár með léttu ívafi. Árgangur 1980 á heiður- inn af skaupinu sem þótti afar vel heppnað. Víðir Reynisson yfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra flutti smá ávarp þar sem hann með- al annars hvatti áhorfendur til þess að spritta sig vel, bæði að innan jafnt sem utan. Sigrún Ósk Krist- jánsdóttir kynnti atriði skaupsins af miklu öryggi. Þá var komið að Páli Gísla jónssyni sem vann leiksigur í hlutverki Palla sem var einn í heim- inum. Svo einhverjir séu nefndir þá áttu Ólafur Sævarsson fasteignasali hjá fasteignasölunni Domusnova og Hrefna Dan hjá fasteignasölunni Hákot góða spretti, Guðmundur Þór Pálsson hjá GP vélum sömu- leiðis. Stefnir Örn Sigmarsson og Heimir jónasson komu sterkir inn. Hilmar Sigvaldason lék sjálfan sig í nokkrum atriðum, Sindri Birgis- son var frábær sem fréttamaður en að öðrum ólöstuðum er mál manna að Gunni Hó hafi verið stjarna skaupsins en hann lék vin sinn Ísólf Haraldsson á óaðfinnanlegan hátt. Í lok þorrablótsins hóf Herra Hnetusmjör upp raust sína og flutti nokkur lög. Það voru síðan Ingó veðurguð og Einar Örn jónsson sem slúttuðu þorrablótinu í ár og sungu og léku stuðlög inn í nótt- ina. Samkvæmt heimildum Skessu- horn voru gestir þorrablótsins í ár almennt afar sáttir með blótið og skemmtu sér mjög vel. Hannibal Hauksson, Ásgeir Sæv- arson og Karen Lind Ólafsdóttir sendu blaðinu meðfylgjandi ljós- myndir sem teknar voru baksviðs við undirbúning og útsendingu þorrablótsins. frg Vel heppnað Þorrablót Skagamanna Heilbrigðisstarfsfólk eru Skagamenn ársins 2020 Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynnti valið á Skagmönnum ársins 2020. Hulda Gests og Sigurður Már tóku við verðlaunum fyrir hönd vinnufélaga sinna. Fulltrúar úr árgangi 1979 við undirbúning. IATV menn sáu um upptökur, tæknimál og útsendingu. Setið á rökstólum. Gói, Ísólfur og Karen Lind. Tæknimál við stóra útsendingu sem þessa eru flókin en valinn maður var í hverju rúmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.