Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 202114
Næstkomandi sunnudag, 31. janú-
ar 2021, verða liðin 50 ár frá vígslu-
degi Dvalarheimilis aldraðra í
Borgarnesi, nú Brákahlíð. Afmæl-
isins og starfseminni voru gerð ít-
arleg skil í afmælisblaði sem Brák-
arhlíð gaf út í október síðastliðnum
í samstarfi við Skessuhorn. Ekki
verður um nein teljandi hátíðar-
höld að ræða að sinni í tilefni þessa
merka áfanga en stefnt er að því að
minnast hans um leið og færi gefst
á vormánuðum eða þegar takmörk-
unum á heimsóknum verður aflétt
vegna Covid-19.
Að sögn Björns Bjarka Þorsteins-
sonar framkvæmdastjóra gengur líf-
ið sinn vanagang í Brákarhlíð þrátt
fyrir minni gestakomur en alla jafn-
an inn á heimilið. „Fimmtudaginn
21. janúar síðastliðinn fengu heim-
ilismenn seinni bólusetningu vegna
Covid-19 og er talið að sjö til tíu
dögum seinna hafi bóluefnið náð
fullri virkni. Áfram verða þó tak-
markanir varðandi heimsóknir inn
á heimilið. Í byrjun febrúar verð-
ur staðan endurmetin heildstætt á
landinu varðandi möguleg næstu
skref í heimsóknartakmörkunum
inn á hjúkrunarheimilin í samstarfi
sóttvarnaryfirvalda og hjúkrunar-
heimilanna,“ segir Björn Bjarki.
mm
Mánudaginn 1. febrúar n.k. opnar
Matvælastofnun fyrir umsóknir um
styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum
í samræmi við reglugerð um fram-
lög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga
til vatnsveitna á lögbýlum. Umsókn
um styrk til vatnsveituframkvæmda
(nr. 10.06) er í þjónustugátt MAST
sem er aðgengileg á vef Matvæla-
stofnunar. Umsækjandi skráir sig
inn með Íslykli eða rafrænum skil-
ríkjum. Umsóknarfrestur er til og
með 28. febrúar n.k. Umsóknar-
frestur verður ekki framlengdur.
Eftirfarandi fylgigögn skulu
fylgja með umsókninni: Mat út-
tektaraðila á þörf býlis fyrir fram-
kvæmd, staðfest kostnaðar- og
framkvæmdaráætlun, teikningar sé
um byggingar að ræða og umsögn
viðkomandi sveitarstjórnar um að
skilyrði 1. mgr. 1. gr. ofangreindr-
ar reglugerðar séu uppfyllt, þ.e.
að hagkvæmara sé að mati sveitar-
stjórnar að leggja vatnsveitu að ein-
stökum bæjum. Stuðningur fyr-
ir hverja framkvæmd getur að há-
marki numið 44% af stofnkostnaði
við vatnsveitu til heimilis- og bús-
þarfa. MAST vekur athygli á að
þeir umsækjendur sem áttu sam-
þykkta umsókn á sl. ári en luku ekki
framkvæmdum þurfa að sækja um
aftur. mm
Í tilefni þess að næstkomandi
sunnudag verða 50 ár liðin frá
vígslu Dvalarheimilis aldraðra í
Borgarnesi, nú Brákarhlíðar, rifjar
Brandur Fróði Einarsson frá Runn-
um og íbúi á Akranesi upp frásögn
sem tengist því þegar kvenfélags-
konur í Borgarfirði unnu af elju
að stofnun heimilisins. Hér rifjar
Fróði upp frásögn Sigvalda jóns-
sonar bílstjóra. Sigvaldi var fæddur
í Steinsholti í Skagafirði 10. ágúst
1918. Hann var bílstjóri hjá Norð-
urleið, hjá Finnboga í Borgarnesi,
Essó en seinast starfaði hann með
hjólbarðaverkstæði á Akranesi.
Sjálfur sagði Sigvaldi í viðtali sem
birtist í Skessuhorni 2005 að vísur
væru það eina sem hann hafi get-
að lært, en vísur lærði Sigvaldi jafn-
óðum ef marka má þessa frásögn.
Gefum Fróða orðið:
Sigvaldi jónsson var eitt sinn
ökumaður og flutti þá fólk sem var
að huga að undirbúningi fyrir elli-
heimili í Borgarnesi. Sigvaldi hóf
ferðina á Akranesi með Bjarna Ás-
geirssyni og Magnúsi jónssyni pró-
fessor. Ætlunin var að smala í þess-
ari ferð saman konum sem eitthvað
voru farnar að huga að byggingu
heimilisins. Fyrsti áfangi var að
vegamótunum við Gufuá. Þar tóku
þeir Geirlaugu kaupfélagsstjórafrú í
bílinn. Hún bar með sér brúsa með
einhverju fljótandi í. Strax var farið
að súpa á því og eftir stutta stund
sagði Bjarni:
Gott var að komstu Geirlaug mín,
það getum við allir vitnað.
Þetta er mjög gott messuvín
Mér hefur öllum hitnað.
Á þessum tíma var vegurinn
í besta falli torfær. Sigurbjörg í
Deildartungu var komin í bílinn
og sat hún afturí hjá prófessornum.
Ferðinni var þá heitið að Svarfhóli
til að sækja jóhönnu. Þá var pró-
fessorinn orðinn skelfingu lostinn
og Bjarni sagði:
Bíllinn ansi valtur var
og vegurinn allur sundurskorinn.
Saman brosleit sátu þar
Sigurbjörg og prófessorinn.
Tíminn dýr í draumi leið,
dagurinn fljótt var búinn.
En heima á hlaði bráðlát beið
blessuð Svarfhólsfrúin.
Síðan var ekið í Borgarnes og þar
fenginn matur. Þangað var Ragn-
heiður á Hvítárbakka komin en
hún var eitthvað lasin og hafði ekki
mikla matarlist – og Bjarni kvað:
Jafnvel þó að þú sért veik
þér mun batna við að smakka
radísur og rjúpnasteik
Ragnheiður á Hvítárbakka.
Eftir borðhaldið hófst síðan
fundur, en þá fréttist að gömlud-
ansaball væri í Borgarnesi. Þangað
vildi Geirlaug fara. Svo fundi var
slitið. Þá sagði Bjarni:
Út í loftið fundurinn fauk
því frúin missti sansana
og í burtu stjórnin strauk
og stökk á gömludansana.
Lýkur hér endursögn Brands
Fróða af minningum Sigvalda jóns-
sonar ökumanns. mm
Þessi mynd var tekin stuttu eftir vígslu hússins í janúarlok 1971.
Fimmtíu ár frá því Brákarhlíð
hóf starfssemi
Brákarhlíð í Borgarnesi. Ljósm. Skessuhorn/ Ómar Örn Ragnarsson
Kynna vatnsveitu-
styrki fyrir lögbýli
Neysluvatnslögn grafin í Reykholtsdal í Borgarfirði. Ljósm. úr safni.
Þegar kvenfélagskonur undurbjuggu
stofnun dvalarheimilis
Ferðasaga höfð eftir Sigvalda Jónssyni bílstjóra
Brandur Fróði Einarsson skráði ferðasöguna eftir Sigvalda.
Sigvaldi Jónsson á sínum efri árum, þá búsettur á Akranesi.
Ljósm. úr safni Skessuhorns/ Ófeigur Gestsson.
Myndir frá umræddri ökuferð eru ekki til, svo vitað sé. Hér er hinsvegar mynd
sem tekin var á aðalfundi Sambands Borgfirskra kvenna á Varmalandi 1961,
einmitt um það leiti sem kvenfélagskonur voru byrjaðar undirbúning að stofnun
dvalarheimilis í Borgarnesi.