Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 20218 Brúarvinnuhópur frá Vegagerðinni vinnur þessa dagana við lagfær- ingar á brúnni yfir Geirsá í Borg- arfirði, en hún er hluti tengiveg- ar neðst í Reykholtsdal, bæjanna Kletts og Runna. Brúarbitar sem hvíldu á trébúkkum gáfu sig síðasta sumar þegar steypudælubíl var ekið yfir hana. Hefur brúin verið lokuð fyrir umferð síðan. Brúargólfinu er lyft af meðan settar eru nýjar und- irstöður. mm/ Ljósm. est. Séra jón Ragnarsson hefur ver- ið settur prestur til bráðabirgða í sameinað Reykholts- og Hvann- eyrarprestakall í Borgarfirði. Eins og kunnugt er lét séra Geir Waage sóknarprestur af störfum fyrir ald- urs sakir um nýliðin áramót, en hann varð sjötugur í desember. Vegna sameiningar prestakallanna hefur nú verið boðað til safnaðar- funda til að kjósa ellefu manns í valnefnd. Eftir að kjörnefnd hefur verið valin mun Biskupsstofa aug- lýsa starf sóknarprests laust til um- sóknar og valnefnd kýs að svo búnu um hver væntanlegra umsækjenda verður skipaður sóknarprestur. Séra jón er settur prestur frá 1. janúar til 1. mars 2021. mm Séra jónína Ólafsdóttir, einn þriggja presta á Akranesi, var síðastliðinn fimmtudag ráðin sóknarprestur í Hafnarfjarðarprestakalli og er því á förum frá Akranesi. Sr. jónína var settur prestur í Dalvíkurprestakalli um hálfs árs skeið áður en hún var ráðin prestur í Garða- og Saurbæj- arprestakalli 1. apríl á síðasta ári. mm Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við heilsugæslustöð HVE í Ólafsvík. Verið er skipta um og lengja þak ásamt því að þakkanti er breytt þannig að hann er lengd- ur og klæddur með áli. Settar verða nýjar rennur og skipt um þá glugga sem þarf ásamt því að húsið sjálft verður málað. Undanfarin ár hefur orðið vart við leka í gegnum stein- steyptan þakkant á húsinu en aldrei eins mikinn og á síðasta ári og því nauðsynlegt að koma fyrir lekann. Það er byggingaverktakinn K16 ehf sem sér um verkið en sama fyr- irtæki er einnig með verkefni fyrir HVE á Akranesi. þa Ok fullur frá Reykjavík AKRANES: Aðfararnótt þriðjudags barst Neyðarlínu tilkynning um ökumann sem lagt hefði af stað frá Reykja- vík skömmu eftir miðnætti. Ökumaður var stöðvaður í Borgarnesi og endaði ferða- lagið í fangaklefa á Akranesi. Hann var látinn laus að lok- inni hefðbundinni meðferð. -frg Aflatölur fyrir Vesturland 16. - 22. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Akranes: 1 bátur. Heildarlöndun: 3.905 kg. Mestur afli: Eskey ÓF-80: 3.905 kg. í einni löndun. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 22.043 kg. Mestur afli: Kristinn HU-812: 11.156 kg. í einni löndun. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 653.291 kg. Mestur afli: Kap II VE-7: 110.107 kg. í fjórum lönd- unum. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 297.997 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH-137: 48.280 kg. í fjórum löndunum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 569.994 kg. Mestur afli: Tjaldur SH-270: 94.909 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 12.575 kg. Mestur afli: Sjöfn SH-707: 4.350 kg. í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH-270 - RIF: 94.909 kg. 17. jan. 2. Farsæll SH-30 - GRU: 74.693 19. jan. 3. Rifsnes SH-44 - RIF: 74.209 18. jan. 4. Harðbakur EA-3 - GRU: 74.104 19. jan. 5. Sigurborg SH-12 - GRU: 72.639 18. jan. -frg Lögregla stöðvaði grill HELLISSANDUR: Á fimmtudag barst Neyðarlínu tilkynning um að krakkar væru að leika sér með eld á túni við Hellisbraut á Hellissandi. Þeg- ar lögreglu bar að voru krakk- ar að grilla pylsur yfir eldi sem þau höfðu kveikt á grasinu og umlukið með múrsteinshell- um. Rætt var við krakkana og í framhaldi við foreldra eins og ávalt er gert þegar lögregla hefur afskipti af ólögráða ein- staklingum. -frg Sjúkrabíll í forgangi fyrir sofandi mann BORGARNES: Ökumaður nokkur sem var á leið norður í land í liðinni viku taldi veg- inn vera ófæran. Hann lagði sig því í bílnum á bílastæði í Borgarnesi. Vegfarendur tóku eftir honum þar sem hann svaf í bílnum og töldu hann þurfa á endurlífgun að halda. Var því sjúkrabíll sendur á staðinn í forgangsakstri. Ekki þurfti þó að grípa til slíkra örþrifaráða þar sem ökumaður vaknaði við atganginn, var brugðið. Að sögn lögreglu er þó betra að hringja í Neyðarlínuna ef fólk er í vafa því það getur skilið milli lífs og dauða. -frg Ók út af við Skorholt VESTURLAND: Bíl var ekið út af Vesturlandsvegi við Skor- holt í Melasveit sl. mánudag. Ökumaður hringdi sjálfur eft- ir aðstoð og kenndi hann sér einhverra eymsla. Aðeins var tæp vika síðan flutningabíll ók útaf á svipuðum slóðum. Eng- inn vindmælir er á þessu svæði en hins vegar geta vindhviður verið afar varasamar. -frg Ók undir áhrif- um kannabisefna AKRANES: Á mánudag stöðvuðu lögreglumenn för ökumanns sem við athugun reyndist undir áhrifum kanna- bis. Ökumaður var handtekinn og fór mál hans hefðbundna leið. -frg Bílvelta við Hvalfjarðargöng VESTURLAND: Aðfarar- nótt þriðjudags varð bílvelta við hringtorgið norðan meg- in við Hvalfjarðargöng. Öku- maður og farþegi voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi. Ann- ar aðilinn var síðan fluttur til Reykjavíkur. Grunur er um akstur undir áhrifum áfeng- is og fíkniefna og er málið til rannsóknar. -frg Viðgerðir á heilsugæslustöð HVE í Ólafsvík Séra Jón Ragnarsson. Mynd úr safni frá því hann þjónaði í afleysingum á Akranesi. Sóknarprestur settur til bráðabirgða Séra Jónína á leið í Hafnarfjörð Prestarnir þrír á Akranesi; f.v. Jónína Ólafsdóttir, Þráinn Haraldsson og Þóra Björg Sigurðardóttir slógu eftir- minnilega í gegn í verkefninu Skaginn syngur inn jólin, þegar þau sungu „Beðið eftir Jesúsi“ eftir Baggalút. Ljósm. úr safni. Lagfæra brúna yfir Geirsá í Borgarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.