Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 202116 Hún er ættuð úr Árneshreppi á Ströndum í báðar ættir en er fædd og uppalin á Akranesi eins og svo fjölmargir aðrir sem eiga ættir sínar að rekja á Strandir. Gekk í Grunda- skóla og Fjölbrautaskóla Vestur- lands en lagði eftir það stund á nám í myndlist. Tók þátt í stúdentapóli- tíkinni um tíma. Stóð fyrir tæpum tveimur árum á tímamótum og sótti þá um starf sem fréttamaður Rík- isútvarpsins á Vesturlandi og Vest- fjörðum til afleysinga í eitt ár. Nú er því ári lokið og henni boðin áfram- haldandi vinna hjá RUV. Skaga- konan Elsa María Guðlaugs Drífu- dóttir er nú búsett í Borgarnesi þar sem RUV hefur jafnframt starfs- stöð. Fer víða í starfi sínu og þykir hafa staðið sig framúrskarandi vel. Hún lýsir m.a. í samtali við Skessu- horn að hún hafi ekki gengið með fréttamanninn í maganum áður en hún sótti um starfið, en fréttaskrif og -vinnsla sé ákveðið listform sem hún kunni sífellt betur við. Vantaði aldrei fjórða mann við spilaborðið Elsa María er fædd árið 1994 og því í hópi yngri fréttamanna á RUV. „Þótt ég sé fædd og uppalin á Akra- nesi tel ég mig Strandamann, enda ættuð úr Árneshreppi í báðar ættir. Foreldrar mínir fundu nánast eina mögulega makann til að kynnast óskyldum í hreppnum. Þar af leið- andi er ég skyld nánast öllum sem þaðan koma eða búa þar enn. Þeirra á meðal eru margir Skagamenn, en Strandamenn sem fluttu burtu bú- settu sig margir á Akranesi. Pabbi ólst upp fyrir norðan en mamma flutti sex ára á Akranes. Eftir að þau kynntust flutti pabbi þangað líka. Ég er næstelst í fimm systkina hópi og heima hjá mér vantaði því aldrei fjórða mann við spilaborðið,“ rifj- ar Elsa María upp, en hún og fjöl- skyldan spilar bridds og hefur gam- an af. „Ég var sem barn í Grunda- skóla og svo stúdent frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Fór eftir það í eitt ár í Myndlistarskólann í Reykja- vík og lagði stund á sjónlistir, lærði meðal annars ljósmyndun og klipp- ingu myndbanda. Þaðan fór ég síð- an í þriggja ára listnám í LHÍ og var 23 ára þegar ég lauk þar námi. Eftir það hellti ég mér í stúdentapólitík- ina og gegndi um tíma formennsku í Landssamtökum íslenskra stúdenta, sem eru regnhlífarsamtök stúdenta í landinu. Eftir veruna þar stóð ég á krossgötum.“ Vinnur allt efni sjálf Elsa María sótti árið 2019 um starf við afleysingar fyrir fréttamann RUV á Vesturlandi og Vestfjörð- um, en Halla Ólafsdóttir fréttamað- ur var þá að fara í leyfi. „Ég var ráð- in í starfið og starfsstöðin var flutt frá Ísafirði og í Borgarnes þar sem RUV hefur reyndar skrifstofu og stúdíó í húsi Menntaskóla Borgar- fjarðar. Þegar árið var liðið bauðst mér hins vegar að halda áfram þar sem Halla starfar nú fyrir Landann með Gísla Einarssyni og fleirum.“ Í spjallinu barst m.a annars í tal langt nafn Elsu og hún segir það hafa komið skemmtilega út þeg- ar skömmu eftir að hún var ráðin til starfa á RUV, hafði tekið viðtal við iðnaðarráðherrann í fréttatíma. „Þegar fréttaþulurinn afkynnti okk- ur, sagði hann: „Og þarna ræddi Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hann nánast stóð á öndinni eftir lesturinn!“ Aðspurð segir Elsa María að hún finni sig mjög vel í þessu starfi fréttamanns. „Ég hafði eiginlega ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í þegar ég tók þetta að mér. Ég starfa fyrir alla þrjá miðla RUV, þ.e. netið, útvarp og sjónvarp og finnst það allt jafn gefandi. Ég hins vegar vinn allt efni sjálf, alla jafnan, en við erum tvö á landinu sem ger- um það; ég og Rúnar Snær Reynis- son á Austurlandi. Við bæði skrif- um fréttir, tökum upp, klippum og sendum fullbúnar fréttir til frétta- stofunnar. Ég er hins vegar í dag- legu sambandi við fréttastofuna og fæ ráðgjöf og samþykkt fyrir þeim fréttum sem ég vinn, áður en ég byrja vinnu við þær. En það að fá að fullgera fréttirnar og senda þær til- búnar inn finnst mér sjálfri eiginlega verðmætasti þátturinn í starfinu. Fæ með því allt aðra sýn á fréttir; hand- ritsgerð og vinnuna við að búa þær til. Ég hugsa í myndum, ekki síður en texta. Þannig nýtist listnámið mitt mjög vel í þessu starfi.“ Á eftir að kynnast eðlilegra ástandi Elsa María segir aðspurð um hvað henni finnist skemmtilegast við starf fréttamanns vera að tala við allskonar fólk. „Maður er sífellt að læra nýja hluti í þessu starfi, hluti sem ég vissi ekki einu sinni að gætu verið áhugaverðir. Í starfinu þarf maður að komast hratt inn í mál- in. Í dag veit ég því til dæmis hell- ing um fiskeldi, virkjanamál, sam- göngumál og sjórétt,“ en í síðast- nefnda efnisatrinu vísar Elsa María til frétta sem hún hefur unnið varð- andi frystitogara á Vestfjarðamiðum sem haldið var á sjó þrátt fyrir að stærsti hluti áhafnarinnar væri með Covid-19. „Í starfi fréttamanns er maður sífellt að kynnast nýju fólki – segja persónulegar sögur. Oft er þetta mannlega efni það skemmti- legasta og eftirminnilegasta. Eins og þegar ég tók viðtal við Möggu dagmóður á Akranesi og litlu jóla- sveinana hennar. Þeirri frétt hef- ur verið deilt þúsundum sinnum og fengið ævintýralegt áhorf út um allan heim. Slíkt gefur manni sem fréttamanni mikið.“ Elsa María segir að fyrir starf- ið hjá RUV hafi hún lítið vitað um rauðar viðvaranir, snjóflóð eða hópsýkingar. „Allt eru þetta efn- isatriði sem tengjast veðráttu og heimsfaraldri sem ekki var með nokkru móti hægt að sjá fyrir áður en maður byrjaði í starfinu. Í raun- inni á ég því eftir að kynnast starfi fréttamann þegar ástandið í landinu er nær því að geta talist „eðlilegt.“ Vissulega er það alltaf spennandi að vera staddur í framlínunni þar sem Segir miðlun frétta vera eitt form listar Rætt við Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur fréttamann RUV á Vesturlandi og Vestfjörðum Elsa María við vinnubílinn. Ljósm. mm. Í upptökum við Arnarstapa á Snæfellsnesi, hér að vinna frétt um endurbætur á stígum í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ljósm. Jón Björnsson. Skúlptúrinn Síbería eftir Elsu Maríu er á Breiðinni á Akranesi. Gerður úr rekaviði úr Árneshreppi þaðan sem hún á rætur sínar. Ljósm. Hilmar Sigvaldason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.