Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 2021 23 Vísnahorn Brynjólfur skipasmiður í Vestmannaeyjum gekk eitt sinn sem vafalaust oftar niður á bryggju að kvöldlagi og mætir þá manni efst á bryggjunni og spyr: „Hvaða skip liggur þarna?“ Og maðurinn svarar að bragði án þess honum væri nokkur kveðskap- ur í hug: Þetta er Foldin að ferma ýsu. Hún fer víst héðan í dag. Brynjólfur heyrði strax taktinn og spyr aft- ur: En er þetta upphaf að vísu eða þá niðurlag? Hvað sem því líður er virkilega gaman að horfa á falleg skip með fallegum línum líkt og Ingi Steinar sagði: Á kvöldin er konurnar anga fer karlana stundum að langa að horfa í svip á hugguleg skip í höfninni á Grundartanga. Á mínum æskuárum var Sveinn Ásgeirs- son með afar vinsæla spurninga- og skemmti- þætti í útvarpi og hafði meðal annars lands- kunna hagyrðinga sér til styrktar og lét þá botna fyrriparta sem hann ýmist fékk aðsenda eða upphugsaði sjálfur. Meðal þessara snill- inga voru Steinn Steinarr, Karl Ísfeld, Helgi Sæmundsson og Guðmundur Sigurðsson. Er mér til efs að aðrir hafi gert meira fyrir framtíð ferskeytlunnar því engum skólakrakka leiðst að vera ekki viðræðuhæfur um nýjustu afrek þeirra félaga en það sem síast inn í barnssálina loðir lengi við. Eins og við var að búast voru afurðirnar misjafnar enda tíminn ekki langur og skemmtanagildið yfirleitt í fyrirrúmi. Eitt sinn kom þessi fyrripartur frá Sveini: Sólin hlý um borg og bý brosir skýin gegnum. Og Guðmundur Sigurðsson botnar: Við sína píu Singman Rhee söng á kvíaveggnum. Singman Rhee minnir mig væri forseti Suð- ur Kóreu og væri nú trúlega flestum gleymd- ur, allavega mér ef ekki væri fyrir þessa vísu. En annar fyrripartur kemur hér: Hrokkinskinna hæru grá húss að vinnur störfum. Og Helgi Sæmundsson botnar: Rokkinn spinnur ýmist á eða brynnir törfum. Einn fyrripartinn enn kom Sveinn með: Sólin fægir fold og sæ, fer í maí að hlýna. Og Guðmundur Sigurðsson botnar: Sáir fræi í sunnanblæ Sjú en læ í Kína. Einn þáttur þeirra félaga var í Borgarnesi og þeir heldur óánægðir með afrek sín þar. Sendu Borgnesingum þessa kveðju sína: Drýgðum vér ei dáðir slyngar, drógu flestir ýsurnar, betur hefðu Borgnesingar botnað sjálfir vísurnar. Séra Sigurður Norland í Hindisvík var af- bragðsvel hagmæltur maður eins og reyndar margir starfsbræður hans. Afburða tungu- málamaður líka og orti hringhendur á ensku sér og Englendingum (og okkur líka) til skemmtunar. Eitt sinn lagði Eðvald Halldórs- son á Stöpum þennan fyrripart fyrir sérann: Hvar má finna eina eind sem alla lesti bugar? Klerkur svaraði: Helst ég nefni góða greind en Guð veit hvort hún dugar. Svo við snúum okkur nú að öðru en vísu- botnum þá bar Halldóra Sigurðardóttir á Hallkelsstöðum eitt sinn fram kaffi fyrir gesti sína með þessum orðum: Kaffið veiti ykkur yl, ei sem kann að dvína, það hefur lagað baugabil og blessun lagt í sína. Og Bergþór jónsson í Fljótstungu svaraði: Þökk fyrir kaffið, þökk fyrir yl, þótt hann kunni að dvína, aftur sendi ég baugabil blessun Guðs og mína. Nú fara hestamenn væntanlega á fulla ferð á næstunni með sína starfsemi. Verður án efa fullskipað í hverri reiðhöll eða „Fucking pa- lace“ fram undir vor. Á fyrstu árum reiðhalla hérlendis sýndist sitt hverjum um þessa hátt- semi og þá orti jói í Stapa: Reisur víða um fjöllin fríð fjörga lýða sinni. En geri hríð og garra tíð gott er að ríða inni. jón í Skollagróf var ekki alveg eins jákvæð- ur: Fer ég létt um fjallaleið fjötrum sprett af sinni. En heims í þéttri hallarreið hef ég pretta kynni. Stundum var á orði haft um hestamenn að þeir væru hneigðir til að hafa með sér ein- hver sóttvarnarefni á vasaílátum. Trúlega hef- ur verið minna um slíkt innan reiðhalla sem mun þó tæplega hafa haft áhrif á jón sem var algjör bindindismaður. Hreinn Guðvarðarson orti hinsvegar til þeirra sem slíku voru mót- fallnir: Þegar kvelur þraut og pín þá er rétt að allir heyri að Kristur breytti vatni í vín (og vissulega margir fleiri). Einnig hafa sumir talið áfengi hafa örvandi áhrif á ástalíf fólks hvað sem er nú til í því. Sumir halda því fram að áfengi hafi eyðilagt líf margra en ætli nokkrir eigi ekki líka áfeng- inu tilurð sína að þakka. Það er nú samt þann- ig að stundum koma upp vandamál þegar síg- ur á ævina og vinur minn Guðmundur Krist- jánsson orti: Ástarbál í elli kynt enga veitir gleði þegar saman þurrt og lint þarf að deila geði. Sigmundur Benediktsson benti mér á að ég hefði farið rangt með vísu Hákonar Að- alsteinssonar í síðasta þætti og rétt væri hún svona: Eitraðar lummur, óholl mjólk afgreidd daga og nætur. Þessu er hellt í heiðarlegt fólk og heilbrigðisfulltrúinn grætur. Færi ég honum hér með bestu þakkir fyr- ir glöggskyggnina en ætli við endum svo ekki þáttinn á þessari. Hef ekki hugmynd um höf- und en gaman ef einhver vissi: Stemma tímans rennur rótt raular þjóðin undir. Góðir hálsar, góða nótt. Gefist endurfundir. Með bestu þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Þessu er hellt í heiðarlegt fólk - og heilbrigðisfulltrúinn grætur Nú þegar frost herðir og jarð- bönn eru víða er gott og nærandi að muna eftir smáfuglunum. Þeirra möguleikar til fæðuöflunar eru tak- markaðir og þiggja þeir með þökk- um matargjafir hvort sem er heima við hús eða úti í trjálundum. Með- fylgjandi mynd var tekin nýlega í skógræktinni á Akranesi. Netbúr með matarkúlum hengt upp í tré. Reglulega er svo fyllt á með nýjum kúlum. Að launum fær sú sem fóðr- ar fuglana þakklæti þeirra fiðruðu og spakari fuglar leyfa henni að launum að mynda sig við snæðing- inn. mm/ Ljósm. gó. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hef- ur verið ráðin sem verktaki tíma- bundið til sjö mánaða hjá félags- málaráðuneytinu í stöðu verkefna- stjóra. Mun hún hafa umsjón með sérstökum íþrótta- og tómstunda- styrkjum, sem börn af efnaminni heimilum eiga rétt á, en verk- efnið er hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum Covid-19 faraldurs- ins á fjölskyldur og heimili lands- ins. „Hluti af verkefninu er að taka saman reynsluna og árangurinn af íþrótta- og tómstundastyrkjun- um, en þetta er í fyrsta skipti sem ráðuneytið ræðst í slíkar aðgerð- ir á erfiðum tímum, og er lagt upp með að reynslan og þekkingin sem safnast saman geti orðið grunnur að raunverulegum kerfisbreyting- um í þessum málum. jafnframt er gert ráð fyrir að verkefnastjóri hitti sveitarfélög, forsvarsmenn íþrótta- félaga og aðra sem hafa beina að- komu að verkefninu og mun Sig- rún Sjöfn taka saman þau gögn sem verða notuð í frekari vinnu,“ seg- ir í tilkynningu frá félagsmálaráðu- neytinu. Sigrún Sjöfn er með fjölbreytta reynslu og menntun á sviði íþrótta og fræðslumála ungmenna. „Hún hefur starfað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár en hún útskrifaðist sem lögreglumað- ur frá Háskólanum á Akureyri árið 2020. Sigrún er með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Háskól- anum á Bifröst og B.Ed. í grunn- skólakennslu frá Háskóla Íslands. Sigrún Sjöfn situr einnig í sveitar- stjórn Borgarbyggðar. Hún hefur lengi verið ein fremsta körfuknatt- leikskona landsins og hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka hjá nokkrum félagsliðum. Hún er fyr- irliði körfuboltaliðs Skallagríms í Borgarnesi ásamt því að spila fyr- ir A-landslið Íslands. Þá lék Sigrún Sjöfn sem atvinnumaður í Frakk- landi og í Svíþjóð.“ mm Munum eftir smáfuglunum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik. Ráðin verkefnastjóri íþrótta- og tómstundastyrkja í félagsmálaráðuneytinu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.