Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 20216 Auka loðnukvóta LANDIÐ: Hafrannsókna- stofnun hefur endurútreikn- að loðnuráðgjöf sína eftir að loðna mældist austan við landið í síðustu viku. Loðnu- ráðgjöf um afla á vertíðinni 2020/21 verður því 61 þúsund tonn í stað 22 þúsund tonna eins og stofnunin hafði áður mælt með. -mm Afmæli handrit- anna heim LANDIÐ: Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær- morgun að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum um átta milljónir króna vegna heimkomuafmæl- is handritanna. 50 ár eru senn liðin frá því fyrstu handritun- um var skilað til Íslands frá Danmörku en 21. apríl 1971 lagði herskipið Vædderen að bryggju í Reykjavík með Kon- ungsbók Eddukvæða og Flat- eyjarbók í farteskinu. Mik- ill mannfjöldi beið á bryggj- unni og myndast þjóðhátíð- arstemning í landinu við þessi tímamót. -mm Mikið um hraðakstur VESTURLAND: Að sögn lögreglu hefur mikið verið um hraðakstur í umdæminu og of algengt að ökumenn séu mældir á 120 til 130 kílómetra hraða þar sem leyfilegur há- markshraði eru 90 kílómetrar. Sekt við slíku er á bilinu 80 til 120 þúsund auk þess sem einn til tveir punktar færast í öku- ferilsskrá ökumanns. -frg Hraðakstur á Innnesvegi AKRANES: Talsvert hefur borið á hraðakstri á Innnes- vegi á Akranesi á kaflanum á milli Ytri Hólms og bæjar- marka Akraness. Á þessu svæði er leyfður hámarkshraði tek- inn fyrst niður í 70 kílómetra og síðan 50 kílómetra. Lög- reglu berast margar kvartan- ir um hraðakstur á kaflanum, nýtt hverfi í Krosslandi bygg- ist hratt upp og vaxandi um- ferð gangandi vegfarenda um svæðið. -frg Köttur í rottugildru MUNAÐARNES: Síðdegis á miðvikudag barst Neyðarlínu tilkynning um kött sem væri fastur í rottugildru við sumar- hús í Borgarfirði. Tilkynnandi sem var á göngu og jafnframt í sóttkví losaði köttinn úr gildr- unni en kötturinn var bæði laskaður og skelkaður. -frg Lögreglumenn fundu kannabis- lykt ÓLAFSVÍK: Á fimmtudag átti lögregla erindi við aðila í Ólafsvík. Lögreglumennirn- ir fundu mikla kannabislykt. Aðili heimilaði leit og fund- ust fíkniefni í húsinu. Aðili var kærður fyrir vörslu og með- ferð ávana- og fíkniefna. -frg Tvö þóttust vera eftirlitsmenn MAST LANDIÐ: Matvælastofnun hef- ur óskað eftir rannsókn lögreglu á atburði þar sem tveir einstak- lingar heimsóttu hundagæslu á Norðurlandi undir því yfirskyni að vera starfsmenn stofnunarinn- ar. Sett var út á starfsemina og hún stöðvuð. Ekkert eftirlit fór fram þennan dag af hálfu Mat- vælastofnunar, segir í tilkynn- ingu. Í 116. gr. almennra hegn- ingarlaga segir að hver sá sem tekur sér opinbert vald sem hann ekki hefur, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári eða, ef miklar sakir eru, allt að tveimur árum. Í kjölfar þessa atviks ítrek- aði Matvælastofnun að eftirlits- menn hennar bera auðkenniskort og klæði stofnunarinnar í eftirliti. „Þeir geta og skulu ávallt fram- vísa skilríkjum ef þess er óskað. Eftirlitsþegar eiga ávallt að geta treyst því að um ósvikið eftirlit sé að ræða.“ -mm Hægt að sækja um bólusetningarskír- teini LANDIÐ: Í liðinni viku fékk hóp- ur einstaklinga síðari bólusetn- ingarsprautuna gegn COVID-19 og telst þar með fullbólusettur. Hjá embætti landlæknis var í síð- ustu viku lögð lokahönd á raf- ræna lausn sem gerir fólki kleift að sækja sér bólusetningarvott- orð á vefnum; heilsuvera.is. Vott- orðið er að efni og útliti í sam- ræmi við fyrirliggjandi evrópska staðla og alþjóðlega bólusetning- arskírteinið. „Markmiðið er að greiða för fólks milli landa, þann- ig að einstaklingar geti framvísað bóluefnavottorði á landamærum og séu þá undanþegnir sóttvarn- aráðstöfunum vegna COVID-19 í samræmi við reglur hlutaðeig- andi lands,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. -mm Fiskmarkaður Snæfellbæjar í Ólafs- vík flutti starfsemi sína úr Banka- stræti rétt fyrir áramót og í 1.600 fermetra húsnæði sem áður hýsti Fiskiðjuna Bylgju. Andri Steinn Benediktsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir í samtali við Skessuhorn að gamla húnæðið sem þeir voru í hafi fyrir löngu verið orðið sprungið utan af starfsem- inni. „Nýja húsnæðið býður upp á mikið betra flæði frá móttöku, flokkun, vigtun, slægingu og af- greiðslu í bíla,“ segir Andri og bæt- ir við að mikill munur sé einnig á aðstöðu starfsfólks. „Við erum auk þess nær hafnarsvæðinu og helm- ingi styttra er að keyra með aflann í hús en áður var.“ Að sögn Andra seldi Fiskmark- aður Snæfellsbæjar alls 19.442 tonn árið 2020 en árið á undan voru það tæplega 15.900 tonn. „Svo þetta er ágætis aukning milli ára,“ seg- ir Andri. „Starfsstöðvar okkar eru auk Ólafsvíkur á Akranesi, Tálkna- firði, Sauðárkróki, Skagaströnd og Grundarfirði en þar seldum við 5400 tonn á síðasta ári. Hjá okkur eru 17 starfsmenn auk lausafólks á vertíð í löndun, vigtun, flokkun og slægingu. Einnig fáum við verktaka sem sjá m.a. um löndun á öðrum höfnum. Magni jens Aðalsteins- son er verkstjóri á markaðinum og Daniel Wasiewicz sér um slæg- inguna.“ af Fiskmarkaður Snæfellsbæjar fluttur í nýtt húsnæði Ísa á aðgerða- borðinu. Ljósm. þa. Slæging í gangi. Ljósm. af. Andri Steinn á skrifstofu sinni. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.