Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 1
Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 4. tbl. 24. árg. 27. janúar 2021 - kr. 950 í lausasölu Elsa María hjá RUV Skagakonan Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, sem nú er búsett í Borgarnesi, fer víða um Vestur- land og Vestfirði í starfi sínu sem fréttamaður fyrir RUV. Á rúmu ári þykir hún hafa staðið sig vel í starfi. Í viðtali í Skessuhorni í dag segist hún ekki hafa gengið með fréttamanninn í maganum áður en hún sótti um starfið, en fréttaskrif og -vinnsla sé ákveðið listform sem hún kunni sífellt betur við. Sjá bls. 16-17 Breiðafjarð- arnefnd skil- ar tillögum Í tilkynningu frá Breiðafjarðar- nefnd, sem birt er í Skessuhorni í dag, kemur fram að nefndin hefur nú sent umhverfis- og auðlindaráðherra erindi með til- lögum sínum um framtíð verndar, nýtingar og stjórnunar verndar- svæðis Breiðafjarðar. Markmið nefndarinnar með tillögunum er að varðveita náttúru og menningu svæðisins samhliða því að styrkja enn frekar samfélögin umhverfis fjörðinn, þar á meðal atvinnulíf. Sjá bls. 22 Heilbrigðis- starfsfólk heiðrað Þorrablót Skagamanna fór fram í streymi síðastliðið laugardags- kvöld og þótti dagskráin hafa tek- ist vel. Meðal fastra dagskrárliða er tilnefning Skagmanns/manna ársins. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynnti valið, sem að þessu sinni eru heilbrigðisstarfs- menn. Veittu þau Hulda Gests- dóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Már Sigmarsson sjúkra- flutningamaður viðurkenningunni viðtöku fyrir sína hönd og annarra starfsmanna. Sjá bls. 20 Slökun og íþróttir Nemendum í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi stendur nú til boða að taka áfanga í floti og sjósundi en skólinn er fyrsti fram- haldsskóli landsins að bjóða upp á slíkan áfanga. „Flot í þyngdarleysi í heitri sundlaug er einstök leið til að losa spennu úr líkama og sál,“ segja þær Helena Ólafsdóttir og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir íþróttakennarar hjá FVA í samtali við Skessuhorn. Þær eru nú að endurskipuleggja íþróttakennsl- una við skólann. Sjá bls. 18 Tilboð gildir út * 330 ml. af Coca Cola eða Coca Cola án sykurs fylgir með Hot dog & Coca cola 5 9 kr. & coke Í dós Á gamlársdag var starfsemi Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar flutt í stærra og hentugra húsnæði í Ólafsvík, þar sem Fiskiðjan Bylgja var áður til húsa. Á meðfylgjandi mynd er slæging í gangi. Sjá nánar á bls. 6. Ljósm. af. MATSTOFA GAMLA KAUPFÉLAGSINS HÆGT AÐ BORÐA HJÁ OKKUR OG TAKA MEÐ Opið alla virka daga frá 11:30 - 14:00 Sími: 431 4343 Kirkjubraut 11 www.vogv.is KÍKTU VIÐ Í HJARTA BÆJARINS arionbanki.is t

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.