Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Út í veður og vind Á miðvikudaginn í síðustu viku fór gámaflutningabíll útaf veginum neðst í Skorholtsbrekkunni í Hvalfjarðarsveit og hafnaði á hliðinni. Ökumaðurinn klemmdist fastur og þurfti öflugan bílkrana til að lyfta stýrishúsinu svo færa mætti manninn undir læknishendur. Ástæða óhappsins var öflugur, en stað- bundinn, vindstrendur sem barst ofan úr Skarðsheiði. Við slík slys setur að manni óhug. Ekki eru mörg ár síðan rúta með stórum hópi franskra ungmenna fauk útaf vegi og hafnaði á hliðinni á þekktum sviptivindastað nærri bænum Kvígsstöðum í Andakíl. Blessunarlega slasaðist enginn alvarlega, en aðkoman á slysstað var ljót og erfitt fyrir björgunarfólk að athafna sig vegna vindhraða en ekki síst vindsveipa sem einhvern veginn skrúfa sig niður þannig að fólk á vett- vangi fauk út í móa. Það eru nokkrir staðir hér um vestanvert landið sem eru einkar varhugaverð- ir í ákveðnum vindáttum. Á fæstum þessara staða hefur verið komið upp vind- hraðamælum til að vara ökumenn við aðsteðjandi vá. Þó nefni ég sem dæmi að á Kjalarnesi eru tveir vindhraðamælar, en enginn er þó staðsettur þar sem ekið er niður að Kollafirði. Í ákveðinni norðanátt er einmitt þar hættulegast að fara um í sviptingasömu veðri. Við Hafnarfjall er einungis einn vindhraðamælir en þyrftu að vera fleiri. Vindátt þarf ekki að snúast nema um nokkrar gráður til að þeir fáu mælar sem þó eru til staðar gefi réttar upplýsingar. Í rauninni mætti halda því fram að stundum gefi þeir því ranga mynd af raunverulegri hættu. Hæglega gæti ég nefnt nokkra staði þar sem enga vindhraðamæla er að finna og algjörlega óskiljangt að ekki sé búið að koma þeim upp fyrir löngu. Nefni Berja- dalsá skammt frá Akranesi, Grjóteyrarhæð í Andakíl og svo fyrrnefndan stað við Kvígsstaði þar sem rútan fauk útaf. Bílstjórar sem aka þessar leiðir reglu- lega og oftast með börn, hafa margsinnis bent á hættuna, en talað fyrir daufum eyrum. Vindhraðamælar heyra undir Vegagerðina sem hverju sinni á að tryggja öryggi vegfarenda með mælingum og upplýsingamiðlun. Þá eru sveitarfélög hagsmunaaðilar í ljósi þess að börnum er ekið reglulega um þessa viðsjárverðu staði til skóla eða tómstunda. Ábúandinn á Leirá í Leirársveit setti fyrir nokkru upp vindmæli á tveimur stöðum á og við hús sitt. Mest er það honum til gagns og fróðleiks, en einnig til upplýsingar fyrir þá sem vita af þessum mælingum og þekkja vefslóðina. Bún- aðurinn sem hann keypti kostaði fimmtíu þúsund krónur. Þrátt fyrir lágt verð gera þessir mælar nákvæmlega það sama og opinberir vindhraðamælar Vega- gerðarinnar og annarra sem búa yfir slíkum búnaði. Tækninni hefur nefnilega fleygt fram og nákvæmur vindhraðamælir kostar því ekki meira en ein hræri- vél. Síðastliðinn miðvikudag mældist vindhraði á mælinum á Leirá 50 metrar á sekúndu í hviðum. Svo vill til að þetta er sami vindstrengur og náði að feykja flutningabílnum neðst í Skorholtsbrekkunni útaf veginum. Vindhraðamælirinn á Leirá er tengdur við rafmagn á bænum. Hins vegar ef honum væri komið upp úti við þjóðveg, neðst í Skorholtsbrekkunni, þyrfti að tengja við hann sólar- sellu til að knýja hann áfram, setja á mastur og svo væntanlega einhvers konar viðvörun til ökumanna. Mætti ímynda sér að blikkandi ljós gætu dugað til að vara menn við hættunni. Búast má við að kostnaður við slíkan búnað gæti far- ið í örfáar milljónir króna með öllu. Smáaurar í samanburði við að gera ekki neitt og áfram fjúki útaf vegum bílar sem taka á sig mikinn vind á þekktum sviptivindastöðum. Örkuml svo ég tali nú ekki um mannslát kosta nefnilega svo margfalt meira en réttlætanlegt sé að gera ekki neitt. Öfgar í veðráttu geta verið miklar og kannski eru þær vaxandi. Þegar ekin er til dæmis sú stutta vegalengd frá Akranesi og í Borgarnes er jafnvel farið í gegnum nokkrar gerðir af veðri. Fer eftir vindátt hverju sinni, hita, úrkomu og fleiru. En það væri vel hægt að koma í veg fyrir fjölmörg tjón og slys. Með bættri upplýsingagjöf til ökumanna og vegna tækniframfara kostar slík vind- hraðamæling og miðlun upplýsinga sáralítið. Ég hendi boltanum því yfir til sveitarfélaga á þessum svæðum og jafnvel lögreglu, sem hverju sinni kemur að erfiðum vettvangi í kjölfar óhappa og slysa og þekkir því vel til. Þetta snýst um að einhverjir taki frumkvæðið og veki yfirvöld samgöngumála til vitundar um að hægt er að gera betur. Magnús Magnússon Undirbúningsnefnd að Fjórðungs- móti Vesturlands í hestaíþrótt- um hefur gengið frá ráðningu við hinn landsþekkta Magnús Bene- diktsson sem framkvæmdastjóra fyrir mótið. Hann hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Spretts í Kópa- vogi en á nú og stýrir útgáfu Eið- faxa. Fjórðungsmótið verður hald- ið í Borgarnesi dagana 7.-11. júlí í sumar. Hestamenn á Vesturlandi eru nú komnir á fullt við undir- búning mótsins, segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd. Þess má til gamans geta að Maggi Ben vann allar stökk-kappreiðarnar á FV 1988, þ.e. 250, 350 og 800 metr- ana, á Kaldármelum. mm Kristján Þór júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinn- ar í gærmorgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirrit- að reglugerð um veiðar á loðnu. Eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku veitti Hafrannsókna- stofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 61.000 tonnum af loðnu á vertíð- inni 2020/2021. Er það aukning um 39.200 frá fyrri ráðgjöf. Þá gerði ráðherra einnig grein fyrir því að rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefði farið af stað til mælinga síðastliðinn sunnudag. Í gær fóru þrjú skip frá útgerðum loðnuskipa til loðnuleitar og því munu samtals fjögur skip sinna mælingunum næstu daga. Auk þess eru tvö loðnuskip til viðbótar til- búin að koma að verkefninu ef þörf verður á. Veðurspá næstu daga, auk spár um dreifingu hafíss úti fyrir Vest- fjörðum, gefur vonir um að það takist að fara yfir rannsóknasvæð- ið og að mæla stofninn að nýju á næstu dögum. Verður áhersla lögð á svæðið úti fyrir norðanverðum Austfjörðum, fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum en ekki hefur tekist að kanna þau svæði síðustu vikur sök- um óveðurs og hafíss úti fyrir Vest- fjörðum.mm Þverun Þorskafjarðar hefur nú ver- ið boðin út en nýverið náðist sam- komulag við landeigendur í Þorska- firði, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Verkið ber heit- ið Vestfjarðavegur (60) um Gufu- dalssveit, Kinnarstaðir-Þórustað- ir. Í því felst nýbygging Vestfjarða- vegar á um 2,7 km kafla við aust- anverðan Þorskafjörð. Meðal verk- efna er bygging 260 metra langrar steyptrar brúar yfir fjörðinn. Veg- urinn verður alfarið byggður í nýju vegstæði en tengist núverandi Vest- fjarðavegi í báða enda. útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæð- inu (EES). mm Þverun Þorskafjarðar boðin út Á FV á Kaldármelum 1988 sigraði Maggi Ben í öllum stökk- greinum á mótinu. Hér situr hann hestinn Elías frá Hjallanesi. Maggi Ben ráðinn framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts Maggi Ben. Reglugerð undirrituð um veiðar á loðnu Á loðnuveiðum. Ljósm. úr safni/ Friðþjófur Helgason. Merki mótsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.