Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 27.01.2021, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. jANúAR 2021 21 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi, 5. febrúar 2021 Auglýst eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsókna- og þróunarverkefni. Styrkir verða veittir til rannsókna- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja þekkingu í viðkomandi fræðigrein Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir leiðsögn ábyrgðarmanna Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna Úthlutun mun liggja fyrir um miðjan mars 2021 Hverjir geta sótt um? Háskólanemar í grunn- og meistaranámi Sérfræðingar innan háskóla, stofnana og fyrirtækja sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir Nánari upplýsingar má nálgast á www.rannis.is og nsn@rannis.is. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur, er með vit- undarvakningu og fjáröflunarher- ferð sem stendur til 4. febrúar næst- komandi. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á. Seldar verða húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess og styrkja aflað fyr- ir félagið. „Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári. Við viljum vekja athygli á því að krabbamein snertir ekki einungis þann sem greinist með krabbamein heldur fjölmarga í kringum hann. Þar á meðal maka, foreldra, börn, vini, vandamenn og jafnvel vinnu- félaga. Að meðaltali má segja að um 7-10 nánir aðstandendur standi að baki hverjum einstaklingi,“ seg- ir Hulda Hjálmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krafts í samtali við Skessuhorn. Til að styðja við starfsemi Krafts getur fólk gerst mánaðarlegir styrktaraðilar, sent inn staka styrki eða keypt íslenska „Lífið er núna“ húfu sem var framleidd fyrir átak- ið. „Heiða Nikita hannaði húfuna fyrir okkur og er hún framleidd af Varma í samstarfi við Ístex. Okkur fannst ekkert annað koma til greina en að vera með íslenska hönnun og framleiðslu á þessum tímum og kemur húfan einstaklega vel út,“ segir Hulda. Húfan er til í svörtu og appelsínugulu og fæst í vefversl- un Krafts, vefverslun Símans og í verslunum Geysis. „Við hvetjum auk þess fólk til að deila reynslu sinni á samfélags- miðlum um það hvernig krabba- mein hefur haft áhrif á það og sýna þannig samstöðu og hversu marga krabbamein snertir. Það er til að mynda hægt að fara inn á vefsíðuna okkar www.lifidernuna.is og fylla þar út form um hvernig krabba- mein hefur haft áhrif á þig hvort sem þú ert faðir, móðir, vinkona, sonur o.s.frv. Þeim upplýsingum getur fólk svo deilt á Facebook með sérstakri mynd. Með því að því að deila sýnir viðkomandi samstöðu og fær sent til baka upplýsingar um þá þjónustu og stuðning sem gæti gagnast,“ segir Hulda. mm Systurnar Guðrún St. og Bjargey Anna Guðbrandsdætur standa að stofnun félagsins Hinsegin Vestur- land. Stofnfundur verður fimmtu- daginn 11. febrúar og verð- ur streymt á netinu. Guðrún og Bjargey fengu á síðasta ári styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands fyrir verkefnið Hinsegin Borg- arbyggð og ætluðu þær að halda hinseginhátíð í Borgarnesi. Vegna Covid-19 var hátíðinni frestað en þær systur stefna á að halda hana síðar á þessu ári. Markmið þeirra var þó alltaf að stofna félag fyrir hinsegin fólk á Vesturlandi sam- hliða því að halda hátíð. „Okkur fannst þörf á svona félagi fyrir þá sem eru hinsegin að sækja stuðn- ing og leita hjálpar,“ segir Guðrún í samtali við blaðamann. Hinsegin Vesturland verður hagsmunafélag að Samtökunum 78 og ætlunin er að félagið standi fyrir fræðslu bæði fyrir hinsegin fólk og aðra sem vilja fræðast og sýna stuðning. „Okkur langar að auka fræðslu hér á Vesturlandi og myndum vilja bjóða upp á fræðslu í skólum og jafnvel vera í samstarfi við nemendafélög og foreldrafélög á Vesturlandi. Sjálf er ég kennari í Grunnskólanum í Borgarnesi og ég hef, bæði í gegnum reynslu og námið mitt, kynnt mér vel málefni sem tengjast hinsegin fólki og sér- staklega börnum. Það er oft erfið- ara að vera hinsegin í litlum sam- félögum og því þykir okkur mikil- vægt að auka sýnileika úti á landi með stofnun svona félags,“ segir Guðrún. „Sjálf er ég hinsegin og ég fann það bæði þegar ég ólst upp og svo þegar ég flutti aftur út á land, hvað það er lítill sýnileiki hinseg- in fólks úti á landi,“ segir hún en sjálf ólst Guðrún upp á Mýrun- um. „Það er erfitt að alast upp úti á landi þar sem maður var meira einn í heiminum sem hinsegin manneskja og mig langar að gera það sem ég get svo krökkum í dag líði betur en mér leið. Ég vil líka að þau þurfi ekki að sækja stuðning á höfuðborgarsvæðið heldur geti fengið hann í sinni heimabyggð,“ bætir hún við. Guðrún tekur fram að félagið er ætlað öllum á Vesturlandi sem eru hinsegin, aðstandendum og velunnurum. Þó félagið sé stofn- að í Borgarnesi hvetur hún alla sem vilja vera með af Snæfellsnesi, Dölum eða Akranesi að fylgjast með stofnfundinum og vera með í félaginu. Hægt er að fylgjast með félaginu á Facebook síðunni Hin- segin Vesturland. arg Félagið Hinsegin Vesturland stofnað Systurnar Guðrún St. og Bjargey Anna Guðbrandsdætur standa að stofnun Hinsegin Vesturlands. Ljósm. aðsend Fjáröflunarátak hafið fyrir Kraft

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.