Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Gist í fjóshlöðunni Atvinnuhættir breytast nú örar en hönd á festir. Við þekkjum vissulega til at- vinnugreina sem lagst hafa af, gerst óþarfar, en eðli annarra breytist í takti við framfarir í tækni og öðru. Slíkar breytingar eru hreint ekki nýjar af nálinni. Hins vegar er það svo að þegar tækni fleygir hratt fram verða breytingar til þess að for- sendubrestur verður á högum margra. Við höfum augljós dæmi um forsendu- brest í grunnatvinnugreinunum; fiskvinnslu og landbúnaði. Veiðiheimildir hafa horfið úr heilu byggðarlögunum og eftir standa hafnarmannvirki og fiskvinnslu- hús án sýnilegs tilgangs. Nákvæmlega það sama er að gerst í landbúnaði. Áhugi ungu kynslóðarinnar er oft ekki til staðar og nýliðun til sveita er því langt frá því sjálfgefin. Framleiðsluréttur er því seldur og eftir stendur fjárfesting í ræktun og mannvirkjum sem finna þarf nýtt hlutverk. Í mörgum tilfellum tekst að breyta mannvirkjum og færa þeim nýtt hlutverk. Nefna má Frystiklefann í Rifi, sem nú er menningarhús. Eitt nýjasta dæmið er það sem nú er í gangi í húsakosti fyrrum Hb&Co á Akranesi. Þar er nú í skrif- stofuhluta fyrirtækisins í uppbyggingu nýsköpunarsetur sem býður upp á fjöl- mörg tækifæri. Þangað laðast starfsemi smærri fyrirtækja og einyrkja sem kjósa að koma upp vinnuaðstöðu í sambýli við aðra í svipaðri stöðu. Slíkt hefur kosti þó ekki væri nema að deila sögum á kaffistofunni. Þetta reisulega skrifstofuhús hafði staðið hálftómt í fjölmörg ár og þarfnaðist því tilfinnanlega nýs hlutverks. Ekki er lengra síðan en í byrjun þessarar aldar sem hús þetta iðaði af mannlífi. Þaðan var stjórnað fjölmennum vinnustað við veiðar og vinnslu á fiski. Kvótinn var hins vegar seldur og um leið fjaraði hratt undan starfseminni. Maður hætti að heyra vinalegu vélardynkina þegar togararnir mjökuðust til hafnar fullir af fiski til vinnslu. En þegar svona lagað gerist er ekki í boði að grenja sífellt yfir orðnum hlut; heldur leita nýrra tækifæra. Tækniframfarir við veiðar og vinnslu á fiski hafa einfaldlega verið svo miklar að ekki er lengur þörf á að vinnslustöðvar séu á öllum stöðum líkt og við þekktum. Því á sér stað samþjöppun í greininni, nákvæmlega eins og er að gerast í landbúnaði, tryggingastarfsemi og svo fjölmörgu öðru. breytingar í landbúnaði hafa verið ótrúlega miklar í minni tíð. Sjálfur ólst ég upp í sveit og upplifði tíma þar sem búskapur var stundaður á flestum bæjum. Víðast voru blönduð bú, kýr og kindur, nokkur hross og jafnvel hænur. Sú var tíð- in. Þegar frumvinnslugreinarnar voru kvótasettar á síðari hluta aldarinnar hófst hins vegar breytingaskeið sem enn sér ekki fyrir endan á. Framleiðsluréttur var seldur og jarðir fóru úr ábúð. bændurnir fóru að vinna við eitthvað annað; versl- un, þjónustu, akstur eða það sem til féll í nágrenninu. Aðrir fluttu á mölina. Nú er svo komið að allflestir sauðfjárbændur stunda aðra vinnu samhliða búskap og enn fækkar búum þar sem mjólkurframleiðsla er stunduð. Gerðar eru kröfur um aðbúnað kúnna og skulu fjósin uppfylla Evrópustaðla. bændur sjá því margir sína sæng út reidda þegar nýliðun á búunum blasir ekki við og selja framleiðsluréttinn. Samkvæmt mínum upplýsingum er hlutfallslega miklar breytingar að eiga sér stað í uppsveitum borgarfjarðar. Á að minnsta kosti fjórum bæjum hefur kúabú- skap verið hætt á liðnum misserum, eða niðurgírun hafin. Fá stór og tæknivædd kúabú taka við. Í blaðinu í dag segjum við meðal annars frá því að hönnunarverðlaun síðasta árs féllu í skaut arkitektastofu sem tókst vel upp við útfærslu breytinga á gömlu sveitabýli og útihúsum á Skógarströnd. Veðraðar byggingarnar fá nú að njóta sín sem gistiheimili en halda útlitslegu yfirbragði með sterkri vísun í sögu þeirra og samhengi. Í umsögn um verðlaunin segir að hönnun bygginga fyrir nýtt og gjör- ólíkt hlutverk sé gott fordæmi og viðmið í ljósi vaxandi fjölda bygginga, ekki síst á landsbyggðinni, sem kalli á endurskilgreiningu og endurbyggingu vegna aldurs og breyttra búskaparhátta. Húsin sem Daníel bóndi á Dröngum byggði yfir bú- pening sinn um og eftir miðja síðustu öld hýsa nú erlenda ferðamenn sem eru til- búnir til að greiða hátt verð fyrir útsýnið úr fjóshlöðunni yfir eyjar breiðafjarðar. Allt er þetta til marks um hvað atvinnuhættir eru að breytast á ógnarhraða að manni finnst. Það þýðir hins vegar ekkert að streytast á móti breytingunum, þær verða áfram hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Magnús Magnússon. Guðmundur Kristjánsson hefur á ný verið ráðinn forstjóri brims. Fyrirtækið er eins og kunnugt er leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi en hjá því starfa um 800 manns við hin ýmsu störf á sjó og í landi. „Við hjá brim erum ánægð með að fá Guðmund aftur til starfa. Hann býr yfir gríðarlegri reynslu og hefur skýra framtíðarsýn á rekstur sjávar- útvegsfyrirtækja,“ segir Kristján Þ. Davíðsson stjórnarformaður brims í tilkynningu. „Það er ánægjulegt að vera kom- inn aftur til starfa. Ég hef nýtt tím- ann vel og kem fullur krafts og til- hlökkunar til starfa. Við höfum séð að þegar aðstæður í efnahagslífinu verða erfiðar, eins og síðustu miss- eri, að sjávarútvegur er burðar- stólpi í íslensku samfélagi og við hjá brim munum leggja okkar af mörk- um til þess að svo verði áfram. brim stundar ábyrgar veiðar og vinnslu enda er það grundvöllur fyrir því að tryggja til framtíðar trausta at- vinnu og byggð á Íslandi,“ segir Guðmundur Kristjánsson. mm Skæð fuglaflensa heldur áfram að breiðast út víða um heim, m.a. í Evrópu. Í tilkynningu frá Matvæla- stofnun kemur fram að töluverð- ar líkur eru á að hún berist hing- að með farfuglum. Fuglaeigend- ur þurfa því að undirbúa sig undir hertar reglur um sóttvarnir. Afleið- ingar smits á stórum alifuglabúum eru mjög alvarlegar. Afbrigði fuglaflensuveiru með mikla meinvirkni hefur fundist í fjölmörgum villtum fuglategund- um í Evrópu á síðustu mánuðum og jafnframt borist inn á alifuglabú. Þetta á m.a. við í löndum þar sem farfuglarnir sem hingað koma hafa vetursetu eða viðkomu á leið til landsins. „Í ljósi þessa er talin tölu- verð hætta á að veiran berist hingað. Fyrstu farfuglarnir koma um og upp úr miðjum febrúar og því mikilvægt að fuglaeigendur undirbúi sig undir að verja fuglana sína eins og kostur er. Ef veiran berst inn á alifuglabú og aðra staði þar sem fuglar eru haldnir getur fjöldi fugla drepist og óhjákvæmilegt verður að aflífa alla aðra fugla á viðkomandi stöðum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Smithætta fyrir fólk er talin mjög lítil en þrátt fyrir það er ávallt rétt að gæta smitvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum,“ segir í tilkynningu MAST. Á vef Matvælastofnunar má finna nánari upplýsingar um fuglaflensu, viðbúnaðarstig og fleira. Fyrir- spurnir má senda til stofnunarinnar með því að skrá þær í ábendingar og fyrirspurnir á vefnum. mm Norðurál og Orkuveita Reykjavík- ur hafa náð samkomulagi um að aflétta trúnaði um rafmagnssölu- samning fyrirtækjanna frá árinu 2008. Samningurinn, sem upphaf- lega var gerður vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík, er sá fyrsti af slíkum samningum sem er birtur opinberlega. Rafmagnið hef- ur verið notað í álveri Norðuráls á Grundartanga. OR fór þess á leit við Norðurál árið 2010 að trúnaði af rafmagns- sölusamningum yrði aflétt. Norð- urál féllst ekki á það á þeim for- sendum að það hefði skaðleg áhrif á samkeppni ef rafmagnsverðið yrði gert opinbert. Norðurál bar fram samsvarandi ósk til Orkuveitunnar í nóvember síðastliðnum og á fundi stjórnar OR í sama mánuði var ein- hugur um að verða við þeirri ósk. Samið var um viðauka við upphaf- lega samninginn þar sem trúnaðar- ákvæði hans er fellt niður. Í tilkynningum sem birtar eru á vefjum fyrirtækjanna kemur fram að bjarni bjarnason, forstjóri OR og Gunnar Guðlaugsson forstjóri Norðuráls séu báðir sáttir við sam- komulagið. bjarni segir á vef OR: „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi fleirum í þá átt að opinber umræða um þessa stóru, gömlu samninga sé byggð á staðreyndum en ekki getgátum eða flökkusögum.“ Hann heldur áfram: „Það hefur reynst OR óhagstætt hvernig álverð hefur þróast. Einnig er flutningsgjald innifalið í samn- ingsverðinu við Norðurál þannig að OR hefur borið alla áhættu af þróun flutningskostnaðar. Svona samningur yrði ekki gerður í dag,“ Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls segir í fréttatilkynn- inu: „Við fögnum því að Orku- veita Reykjavíkur hafi tekið svona vel í umleitanir okkar um að aflétta trúnaði af samningnum. Þetta er mikilvægt skref í að auka gagnsæi á íslenskum raforkumarkaði, sem við teljum mjög til bóta fyrir bæði kaupendur og seljendur raforku, og jafnframt fyrir íslenskan almenn- ing.“ frg Töluverðar líkur eru taldar á að fuglaflensan berist hingað til lands með farfuglum, en þeir fyrstu eru væntanlegir nú í febrúar. Hertar sóttvarnir boðaðar vegna fuglaflensu Brim hefur ráðið Guðmund sem forstjóra að nýju Trúnaði létt af raforkusamningi Norðuráls og OR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.