Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 202120 Um þessar mundir eru 37 ár frá einu mesta sjávarflóði sem orðið hefur á Akranesi. Flóðið varð að morgni fimmtudagsins 5. janúar 1984. Þá gekk sjór á land og olli gríðarlegu tjóni á húsum og munum. Alls var tilkynnt um 33 tjón og nam tjón- ið 31,4 milljón króna sem sam- kvæmt verðlagsreiknivél Hagstof- unnar jafngildir tæpum 380 millj- ónum króna í dag. Sjónarvottar báru að aðalbrotið sem gekk á land hafi verið á bilinu 10 til 12 metra hátt miðað við hvar efsti hluti þess skall á byggingum og hlýtur að telj- ast mesta mildi að ekki varð mann- tjón. Mörg mannvirki á Akranesi skemmdust. Hafnargarðurinn lask- aðist og miklar skemmdir urðu á húsum Hb og Co. Í húsi Hafarn- arins urðu talsverðar skemmdir er sjór flæddi inn. Verulegar skemmd- ir urðu á Fiskverkun Þórðar Ósk- arssonar og á bílasprautunarverk- stæði skammt frá. Húsnæði bíla- verkstæðis Guðjóns og Ólafs skemmdist verulega auk bifreiða sem þar voru inni. Mest tjón varð þó á Vélaleigu birgis Hannessonar en í frétt Morgunblaðsins frá þess- um tíma segir að fyrtækið hafi nán- ast verið afmáð af yfirborði jarðar eftir sjóganginn auk þess sem ell- efu tonna bátur sem stóð við húsið barst um 30 metra vegalengd inn í land og þegar flóðið stóð sem hæst flaut hann þar. birgir Jónsson sem rak fiskverkun við Ægisbraut varð fyrir miklu tjóni og auk þessa urðu skemmdir á ýmsum fyrirtækjum og íbúðarhúsum bæði á norðanverðu og sunnanverðu Akranesi. Básendaflóðið að líkindum stærst Flóð eru ekki óþekkt á Akranesi. Heimildir greina frá flóðum á Akra- nesi og Suðvesturlandi öllu í gegn- um aldirnar en erfitt er að leggja mat á stærð þeirra þar sem mæl- ingum á flóðunum er ábótavant og skráningar stopular. Helst að lýsingar í annálum segi frá brotn- um skipum, kirkjum og húsum án þess að fara nánar í það. Svokall- að básendaflóð eða Aldamótaflóð árið 1799 er sennilega með kunn- ari vatnsflóðum Íslandssögunnar. básendar (bátsandar) voru fyrrum kaupstaður og útræði á Reykjanes- skaga vestanverðum. básendaflóð- ið varð aðfararnótt 9. janúar 1799 og olli miklum skemmdum á Akra- nesi sem og á öllu Suðvesturlandi. Það orsakaðist af einni kröppustu lægð sem gengið hefur yfir Ísland á sögulegum tíma. Ein kona fórst í flóðinu og kaupstaðurinn að bás- endum varð rústir einar og byggð- ist aldrei aftur. Aðdragandinn Aðfararnótt miðvikudagsins 4. janúar 1984 myndaðist 950 mb djúp lægð austur af Hvarfi. Um miðnætti 5. janúar var lægðin kom- in miðja vegu milli Grænlands og Snæfellsness. Klukkan sex um morguninn var miðja lægðarinnar yfir norðanverðum Faxaflóa á leið yfir borgarfjörð en klukkan níu var lægðin komin yfir sunnanverðan Skagafjörð. Mælidufl fyrir ölduhæð var stað- sett átta sjómílur vestur af Garð- skaga. Ölduhæðin klukkan 8:15 að morgni 5. janúar 1984 er sú mesta sem mælst hafði á þessum tíma hér við land og jafnframt sú orku- mesta. Í áfangaskýrslu Hafnarmála- stofnunar sem gerð var eftir flóðið kemur fram að ætla megi að öldu- hæð eins og sú sem var að morgni 5. janúar 1984 komi með 30 til 40 ára fresti að jafnaði. Talið er að lágur loftþrýstingur vegna lægðar- innar hafi valdið því að sjávarstaða hækkar um 41 sentímetra. Vind- áhlaðandi kl. 07:45 þennan morgun reiknaðist 56 sentímetrar. Flóðhæð undan Ægisbraut á Akranesi er nær ógjörningur að mæla en samkvæmt áðurnefndri áfangaskýrslu má ætla að flóðhæð innan brimgarðsins hafi líklega komist í sex metra hæð. Þessir orsakaþættir komu sam- an nokkurn veginn á sama tíma og stórstraumsflóð auk þess sem að á þessum tíma voru nánast engar varnir gegn ágangi sjávar við Ægis- braut. Þá liggur gatan sérlega lágt miðað við aðrar götur í bænum. Aðdýpi undan ströndinni við Ægis- braut er sumsstaðar mikið og lögun strandar og sjávarbotns þannig að við ákveðin sjávar- og veðurskilyrði er hætta á miklum ágangi sjávar. Síminn kom fljótandi blaðamaður Skessuhorns ræddi við Guðjón Pétursson og Ólaf Ósk- arsson sem voru eigendur bif- reiðaverkstæðis Guðjóns og Ólafs árið 1984. Fyrirtæki þeirra var eitt þeirra sem einna verst fóru út úr flóðinu. Guðjón var kominn á vettvang um sjöleytið um morguninn og Ólafur stuttu síðar. „Lögreglan hringdi í mig og sagði að það væri eitthvað um að vera á Ægisbraut. Þegar ég kom niður eftir komst ég ekki að húsinu, það var bara of djúpur sjór til þess. Við vorum stopp á Presthúsabrautinni miðri, komumst ekki nær. Það var enn dimmt enda í byrjun janúar og við sáum ekki vel hvernig ástandið var en þó var eitthvað skrýtið við hús- ið,“ segir Guðjón. „Fljótlega sáum við þó að það voru bílar á hlaðinu sem passaði ekki því við höfðum sett þá flesta inn kvöldið áður. Þeg- ar veggurinn sem síminn okkar var festur á kom fljótandi áttuðum við okkur á því að eitthvað mikið hafði gerst.“ Á næstu tveimur klukkustundum minnkaði sjórinn umhverfis hús- in sem lent höfðu í flóðinu. „Um níuleytið fórum við af stað á jeppa en þá var enn 50 sentímetra djúp- ur sjór á Ægisbrautinni. Aðkoman var hrikaleg, það var bara allt far- ið. Eldri hluti hússins var hlaðinn og hann fór bara að stórum hluta. Nýrri hlutinn var steyptur og stóð af sér lætin en allir gluggar brotn- uðu og sjórinn flæddi inn.“ Volvoinn ofan á bílkerru Gluggar á skrifstofu verkstæðis- ins sem var í lokuðu rými í steypta hluta verkstæðisins sneru út að sjó. Á þessum tíma var sjávarsýn- in óheft enda enginn varnargarður kominn á þessum tíma. Gluggarnir gengu inn þegar brotin gengu yfir. „Þessi hluti hússins virðist hrein- lega hafa fyllst af sjó. bílkerra sem við geymdum ofan á skrifstofunni fundum við undir bíl annars staðar í húsinu. bíllinn sem var Volvo og enginn léttavigtarbíll hafði greini- lega lyfst upp og bílkerran sem var í um þriggja metra hæð flotið fram í sal og undir bílinn,“ rifja þeir fé- lagar upp. „Viðskiptavinur sem átti hjá okkur bíl sýndi því skilning að bíllinn hafði skemmst í flóðinu en þegar hann sá að klósettið okkar hafði ratað í skottið á bílnum varð hann svolítið fúll!“ Óli heldur áfram: „Við vorum nokkuð vel tækjum búnir fyrir flóð- ið. Matsmenn sem komu að sunnan voru sérhæfðir í að meta tjón á bíla- verkstæðum. Þeir höfðu á orði að þeir hefðu sjaldan séð eins vel tækj- um búið bílaverkstæði. Veggur á verkstæðinu þar sem verkfæri voru hengd upp fannst úti við Vallholt 1. Megnið af handverkfærum slapp en rafmagnsverkfæri eyðilögðust öll.“ Aðspurðir um tryggingamál segj- ast þeir félagar hafa verið nokkuð vel tryggðir hvað varðar búnað og að þeir hafi fengið á milli 60 og 70 prósent bætt. „Mesta tjónið okk- ar var að reksturinn stöðvaðist í langan tíma. Starfsmennirnir tínd- ust burtu smám saman enda ekki yfir neinu að vera.“ Guðjón heldur áfram: „bókhaldið okkar yfir nýlega unnin verk og þess háttar hvarf. Við funduðum með starfsmönnun- Mestu sjávarflóðin á Akranesi rifjuð upp Bifreiðaverkstæðis Guðjóns og Ólafs eftir flóðið. Guðjón og Ólafur standa við húsið sem hýst Bifreiðaverkstæði Guðjóns og Ólafs. Unnið að björgun verðmæta eftir flóðið. Flest var ónýtt inni í húsinu. Ofan á skrifstofunni sem greina má á myndinni var bílkerra sem fannst síðan undir Volvo bifreið annarsstaðar í byggingunni. Eigendur og starfsmenn Bifreiðaverkstæðis Guðjóns og Ólafs: Guðmundur Árna- son, Guðjón Pétursson, Reynir Sigurbjörnsson, Ólafur Óskarsson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Guðmundsson og Snæbjörn (vantar eftirnafn).

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.