Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 202122 Á síðasta ári voru konur einung- is ráðnar framkvæmdastjórar fyr- irtækja hér á landi í fjórðungi til- vika. Stórátak þarf til að markmið Jafnvægisvogarinnar náist. Þetta er meðal þess sem lesa má í greiningu Creditinfo á ráðningum í fram- kvæmdastjórastöður fyrirtækja hér á landi síðustu ár. „Að óbreyttu nást ekki markmið Jafnvægisvogarinnar um að árið 2027 verða hlutfall á milli kynja að minnsta kosti 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.“ Greiningin leiðir í ljós að á ný- liðnu ári voru konur einungis ráðn- ar sem framkvæmdastjórar í um 25% tilvika. Það er þó töluvert yfir meðaltali síðustu fimm ára sem er 20%. „Núna er staðan sú að sé horft til virkra fyrirtækja eru kon- ur framkvæmdastjórar í um 18% þeirra, en einungis í um 13% fyr- irtækja ef horft er á rúmlega 1.000 tekjuhæstu fyrirtækin. Greiningin leiðir ýmislegt for- vitnilegt í ljós, svo sem að líklegra er að kona taki við starfi fram- kvæmdastjóra hafi forveri hennar í starfi einnig verið kona. Eins, ef horft er til framkvæmdastjóraskipta síðustu fimm ár, þá er kona líklegri til að taka við stöðunni af karli í fyrirtækjum í sérfræðivinnu (29%), en til dæmis í fjármála-, vátrygg- inga- og fasteignastarfsemi (18%). Í ferðaþjónustu og afþreyingu er hlutfallið 21%, 10% meðal fram- leiðslufyrirtækja og einungis 3% í landbúnaði, skógrækt og sjávarút- vegi. mm Frá 15. janúar hafa nemendur og starfs- fólk í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi verið að ganga til góðs og stefna á að ganga, hlaupa, hjóla og synda 4.000 kílómetra. Átak- ið stendur til 15. febrú- ar. Um er að ræða jafn langa vegalengd og er frá Akranesi til Te- nerife. „Fyrst enginn kemst til Tenerife þá ætlum við í FVA að taka höndum saman og ganga vegalengd- ina til Tene,“ segir í til- kynningu frá skólan- um. Markmið verkefn- isins er að auka hreyf- ingu og kolefnisjafna ímyndaðar flugferðir til Tenerife í leiðinni. En öll áheit sem safn- ast fyrir kílómetrana renna óskert til Skóg- ræktarfélags Akraness og verða notuð til að gróðursetja í nærum- hverfi bæjarins. Eru því allir hvattir til að heita á nemendur og starfs- fólk FVA með frjálsum framlögum. Áhugasamir geta farið inn á vefsíðuna www.kolvidur.is og fundið þar reiknivél til að reikna út kolefnis- jöfnun. arg Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greidd- ir úr ríkissjóði í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyr- ir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins en styrkirn- ir sem þegar hafa verið greiddir út renna til um 540 aðila. Tekjufalls- styrkir nýtast fjölmörgum rekstrar- aðilum sem hafa orðið fyrir veru- legu tekjufalli vegna faraldursins og er markmiðið að styðja þau fyrir- tæki og einyrkja þar sem tekjufall er meira en 40%. Tugir þúsunda nýtt úrræðin Síðustu mánuði hafa á fjórða þús- und rekstraraðilar og tugþúsund- ir einstaklinga nýtt sér ýmis úr- ræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Þannig hafa um 1.450 rekstraraðilar fengið lokun- arstyrki fyrir rúmlega 1,8 milljarða króna. „Hjá Skattinum er unnið að því að opna fyrir umsóknir um viðspyr- nustyrki sem ætlað er að tryggja að fyrirtæki geti viðhaldið nauðsyn- legri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir og tryggt viðbúnað þegar úr rætist. Í fjármá- la- og efnahagsráðuneytinu er enn fremur til skoðunar að leggja til breytingar á afborgunartíma stuðn- ingslána. Fjölmörg önnur úrræði hafa boðist vegna áhrifa Covid-19. Þar má nefna viðbótarlán, laun í sóttkví, ráðningarstyrki, hlutabætur, styrki til greiðslu launa á uppsagnarfres- ti, tekjutengdar atvinnuleysisbætur og frestun skattgreiðslna. Fjármá- la- og efnahagsráðuneytið heldur úti upplýsingasíðu um nýtingu úr- ræðanna. Sömuleiðis má kynna sér og sækja um opin úrræði á vef Skattsins,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. mm Ungmennafélag Grundarfjarðar fékk á dögunum afhent húsnæði til afnota fyrir nýstofnaða rafíþrótta- deild félagins. Húsnæðið er í eigu Grundarfjarðarbæjar og er stefnt á að taka það í notkun á næstu vik- um. Ungmennafélag Grundar- fjarðar hóf vinnu við stofnun raf- íþróttadeildar snemma á síðasta ári og nú er sú vinna langt komin. búið er að kaupa tölvubúnað, fá húsnæði og halda kynningu fyrir foreldra. Næstu skref eru að ganga frá ráðn- ingu þjálfara. Einnig er búið að ganga frá öflugri nettengingu í hús- ið en hún kemur úr ljósleiðaranum sem er í ráðhúsinu sem er staðsett við hliðina á þessu húsnæði. Það eru því spennandi tímar framundan hjá ungmennum í Grundarfirði en rafíþróttir eru orðnar vinsælar og spretta rafíþróttadeildir víðsvegar upp hjá íþróttafélögum landsins. tfk Fjölmargar atvinnugreinar glíma við tekjufall. Tónlistarfólk er í þeim hópi. Tæpir fjórir milljarðar í tekjufallsstyrki Ganga til góðs í FVA Gengið til góðs í FVA. Hérna eru fulltrúar UMFG ásamt bæjarráði Grundarfjarðarbæjar við afhendingu húsnæðisins. UMFG fær húsnæði undir rafíþróttadeildina Erum langt frá markmiði um jafnara kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.