Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 202126 Myndir af þingmanni öldunga- deildar í bandaríkjahreppi, frá inn- setningarathöfn forseta þar í landi, hafa farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga. Ein- hverjir bentu á líkindi bernies við bjarna Guðmundsson á Hvann- eyri. Hér er búið að leika sér aðeins með tæknina og dæmi svo hver fyr- ir sig. Þarna sitja þeir saman karl- arnir. mm/ myndvinnsla: frg. Lestrarkeppni Samróms hófst 18. janúar og stóð til og með 25. janú- ar. Keppnin var á milli grunnskóla í landinu þar sem keppst var um að lesa sem flestar setningar inn í Samróm. Verkefnið er hluti af sam- starfsverkefni til að gera íslensku gjaldgenga í tölvum og tækjum. Grunnskólakeppnin er haldin til að safna sem flestum röddum sem verða notaðar til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. All- ir gátu tekið þátt og lesið inn fyr- ir sinn skóla. Alls voru lesnar inn 790 þúsund setningr frá 6.172 einstaklingum fyrir 136 skóla. Skólum var skipt í þrjá flokka; A, b og C og voru veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki auk þess að veittar voru við- urkenningar fyrir framúrskarandi árangur. Sá skóli sem náði bestum árangri á Vesturlandi var Grunn- skóli Grundarfjarðar sem varð í þriðja sæti í sínum flokki og ní- unda sæti á landsvísu. 222 lásu fyr- ir Grunnskóla Grundarfjarðar alls 24.471 setningar. arg Þrátt fyrir að kalt sé í veðri láta sjó- menn það ekki á sig fá og hafa róið til fiskjar þegar veður leyfir. Afli báta frá Snæfellsnesi hefur held- ur verið að aukast í net og dragnót og hafa þeir landað góðum afla í öll veiðarfæri. Vertíðin er nú að skella á af fullum þunga. Á meðfylgjandi mynd er drag- nótarbáturinn Gunnar bjarna- son SH sem var með 13 tonn síðastliðinn fimmtudag, en leiðin- legt tíðarfar að undanförnu hefur heldur dregið úr sjósókn. Vonast sjómenn til að þessari brælutíð fari nú brátt að ljúka. af Síðastliðinn fimmtudag kom stjórn og framkvæmdastjórn Háskólans á bifröst saman til stefnumótunar- funda. Rædd voru drög að stefnu- mótun skólans til næstu tíu ára. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rekt- or skólans segir að ekki standi til að kollvarpa stefnumótuninni en mikilvægt sé að endurskoða slík- ar stefnur reglulega og þegar nýr rektor taki við þurfi að samræma hugmyndir og stefnumörkun hans og fyrirrennara hans. „Það er mik- ilvægt að saman fari stefnumörkun og framkvæmd. Við erum til dæm- is að gera hér marga framúrskar- andi hluti sem birtast samt ekki í stefnumörkun okkar,“ segir Mar- grét. „Þetta er byrjunin og svo á þessi stefnumótunarvinna eftir að ná til allra þátta starfsemi skólans,“ segir Margrét. mm/ Ljósm. James Einar Becker. Rúmar tvær vikur eru liðnar af Þorra. Jafnan þegar þegar þessi árs- tími gengur í garð fylgja honum veisluhöld og mannamót þar sem glaðst er yfir sneisafullum trog- um af þjóðlegum krásum. Að blóta Þorra er þjóðlegur siður, skemmti- legur og umfram allt, rammís- lensk hefð. Á óhefðbundnum tím- um í samfélaginu, út af dálitlu, þarf að hugsa út fyrir kassann. Magn- ús Nielsson Hansen matreiðslu- meistari og eigandi Kræsinga ehf. í borgarnesi hefur fundið verulega fyrir þorrablótaleysinu. „Hún lít- ur illa út vertíðin. Það verða eng- in þorrablót en við höfum verið stór í þeim,“ segir Magnús í sam- tali við Skessuhorn. „Að vísu er fólk duglegt að panta bakka fyrir 10-12 manns og alveg niður í tvo. Tveir geta pantað þorratrog frá okkur,“ bætir hann við. Þorravertíðin hefur yfirleitt verið háannatími hjá Magnúsi í Kræsing- um og starfsfólki hans. „Við erum núna kannski með svona 3%-5% af því sem við erum yfirleitt með á þessum tíma. Við vorum nán- ast með öll blót í sveitarfélaginu. Keyrðum meira að segja í Húna- vatnssýsluna, blönduós auk þess sem við fórum austur fyrir fjall, alla leið í Vík í Mýrdal. Við höfum mikið verið að selja mat og músík í einum pakka. Það hefur verið vin- sælt hjá okkur og höfum við verið að fara með mat og flutt tónlist, það var markaðssetningin okkar,“ útskýrir hann en auk þess að fram- reiða dýrindis þorratrog þá er hann einnig í hljómsveit og slær oftar en ekki tvær flugur í einu höggi þeg- ar hann skaffar bæði veisluþjónustu og skemmtatriði. „Það sem er að bjarga okkur í þessu ástandi eru okkar fastakúnn- ar sem við þjónustum eins og til dæmis leikskólarnir í héraðinu. Við keyrum líka borgarfjörðinn með vörur auk þess sem við förum út á Snæfellsnes einu sinni í viku. En hvað þorramat varðar þá er um að gera að hafa samband við okkur og panta þorramat. Eins og ég segi þá hefur verið pantað fyrir allt niður í tvo einstaklinga, svo það er um að gera að hafa samband og fá sinn þorramat,“ segir Magnús sem þrátt fyrir allt er léttur í bragði. glh Magnús, matreiðslumeistari og eigandi Kræsinga ehf., fyllir á þorratrog. Þorravertíðin lítil sem engin þetta árið Stefnumótunarfundur á Bifröst Lásu inn 790 þúsund setningar á einni viku Sjómenn vona að tíðarfar fari nú að batna Gunnar Bjarnason SH við bryggju. Bjarni og Bernie í heimsókn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.