Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 2021 21 Við gerð fjárlaga fyrir árið 2020 var vitað að við værum að ganga inn í kólnandi hagkerfi eftir uppsveiflu undanfarinna ára. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs og gjaldeyrissjóðs sterk og á þeim grunni gátu stjórn- völd byggt þegar Covid-19 skall á með öllum sínum óvæntu vanda- málum. Það má ekki gleyma að vegna þessarar góðu stöðu var hægt að bregðast við þessari óvæntu krísu með öflugum hætti. Fjárlög fyrir árið 2021 eru svo enn að bregðast við þeim vanda sem við lentum í á síðastliðnu ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs fyrir árið 2021 eru áætluð um 1.129 milljarð- ar kr. og hafa aukist um 124,5 millj- arða kr. milli ára. Strax í upphafi faraldursins hófu stjórnvöld að- gerðir sem miðuðu að því að styðja við atvinnulífið með hlutabótaleið og tekjufallsstyrkjum. Það var gert með það að leiðarljósi að styrkja afkomu heimilanna. Fjárfestingar ríkisins voru auknar til muna. Að- gerðir sem þessar auka óhjákvæmi- lega skuldasöfnun ríkisins en það á eftir að skila okkur hraðar yfir boðaföllin. Nú þegar langþráðar bólusetn- ingar eru hafnar getum við loks- ins farið að horfa fram á veginn. Áfram verður unnið að áherslu- málum ríkisstjórnarinnar. Ramma- sett útgjöld hafa aukist um hátt í fjórðung á þessu tímabili. Ennþá er unnið að eflingu menntakerfisins, bæði á framhalds- og háskólastigi og þá eru auknar áherslur á nýsköp- un og rannsóknir. Aukin eru fram- lög til byggðamála og stórátak er í samgönguframkvæmdum og orku- skiptum. Stefnt verður áfram að byggingu nýrra hjúkrunarrýma og styrkingu heilbrigðisþjónustunn- ar með það að markmiði að bæta þjónustu óháð efnahag og búsetu. Þá eru jafnframt aukin áhersla á geðheilbrigðismál. Snúum vörn í sókn útgjaldaskuldbindingar eru um- fangsmiklar í fjárlögum þessa árs, hluti af þeim eru aukin fram- lög vegna atvinnuleysis og útgjöld vegna átaka sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara til viðspyrnu vegna áhrifa Covid-19. Þar má finna út- gjöld vegna nýsköpunar og aukn- ar endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar. Mikilvægar aðgerðir í þágu barna og fjölskyldna sem og heilsuefling í heimabyggð. Fjár- festingar og uppbyggingarátak fyrir árin 2021-23 vegna Covid-19 nema tæpum 30 milljörðum. Uppbygg- ing nýrra hjúkrunarrýma heldur áfram og tryggja þarf rekstur þeirra sem og þeirra sem fyrir eru. Enn betri samgöngur og fjarskipti Heildarútgjöld sem snúa að sam- göngum og fjarskiptum fyrir árið 2021 eru áætluð 58.764,6 milljarð- ar kr. og aukast um 22% milli ára. Ákveðið var að fara í stórátak í vega- framkvæmdum í samræmi við fjár- festingarátak. Framkvæmdir verða á stofnæðum út frá höfuðborgar- svæðinu; á Reykjanesbraut, Vestur- landsvegi og Suðurlandsvegi. Einn- ig má nefna framkvæmdir á Þver- árfjallsvegi og Skagastrandarvegi, borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd. Það er líka að finna áherslu á tengivegi í fjárfest- ingaátakinu og leggja bundið slit- lag á umferðaminni vegi. Fram- kvæmdir sem þessar skila ekki bara betri samgöngum heldur einnig at- vinnu. Allt helst í hendur. Annar lykilþáttur fyrir hinar dreifðu byggðir eru fjarskipti og netöryggi. Ráðist verður í fjárfest- ingarátak til að bæta varaafl á lykil- fjarskiptastöðum til að koma í veg fyrir að samband rofni í rafmagns- leysi. Síðasta ár var okkur lærdómur á marga vegu. Það skiptir máli að hafa fjarskipti í lagi þegar kemur að öryggi á öllum vegum, þá er það gríðarlegt öryggismál að hafa vara- afl fyrir heilbrigðisstofnanir sem og heimili landsmanna. Landbúnaður Lengi skal manninn reyna. bændur hafa undanfarið fengist við margs- konar áskoranir. Stóraukning á inn- fluttum landbúnaðarafurðir á und- anförnum áratug hefur veikt ís- lenska matvælaframleiðslu þar sem framleiðendur hérlendis keppa við iðnaðarframleiðslu erlendra þjóða á matvörumarkaði hérlendis svo kom COVID 19. Má ætla að sam- dráttur jafngildi rúmlega 30 þúsund færri neytendum á landinu á sl. ári. Í fjárlögum fyrir árið 2021 má finna tillögu um 970 milljónir króna til kúa- og sauðfjárbænda. Unnið er að reglugerð um þessa úthlutun í landbúnaðarráðuneytinu og má vænta hennar á næstu vikum. En betur má ef duga skal, ætla má að nautgripabændur séu með um 3000 nautgripi sem bíði þess að komast í slátrun. Því er víða farið að þrengjast í húsi og fóðra þarf þessa gripi og því mikil kostnaðaraukn- ing fyrir bændur sem skilar sér ekki í sláturinnleggi þegar að því kemur. Framsóknarflokkurinn hefur ítrek- að lagt fram tillögur um breytingar á búvörulögum þess efnis að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga er af- urðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast, gera með sér sam- komulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Þessi tillaga hefur ekki náð í gegn en hún gæti skilað betri afkomu afurðastöðva sem skilar sér bæði til bænda og neytenda. Langþráð jöfnun dreifi- kostnaðar raforku Nú rétt fyrir jólin var samþykkt frumvarp um hækkun á jöfnunar- gjaldi vegna dreifingar raforku um 13%. Gjaldið hefur verið óbreytt frá því að það var sett með lögum árið 2015. Því til viðbótar er boð- uð enn frekari hækkun í fjárlög- um 2021 og nemur sú hækkun um 730 millj. og dugar það til að jafna um 85% af heildarþörfinni. Hér er um mikið réttlætismál að ræða, ekki bara á köldum svæðum held- ur í dreifbýli um land allt þegar að jöfnu verðu náð. Hvað varðar orkumál almennt þá á að fara í átak í jarðstrengjavæðingu og þrífösun á dreifikerfi raforku á landsbyggðinni til að auka orkuör- yggi. Stefnt er að því að fækka trufl- unum í dreifikerfi um 85%. Eftir hamfarirnar sem urðu í óveðrinu sem skók landið á aðventunni 2019 var farið í aukið átak með auknu eftirliti og bættri yfirsýn með til- tæku varaafli raf- orku í landinu. Styrkari staða barna í íslensku samfélagi Stjórnvöld undir forystu félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Ein- ars hafa unnið að innleiðingu barn- vænna sveitarfélaga ásamt verklags og ferla sem tryggja eiga jafnræði og markvissa þátttöku barna og ung- menna innan stjórnsýslunnar. Þrjú frumvörp liggja nú fyrir velferð- arnefnd sem miða að því að auka þverfaglegt samstarf innan þeirra kerfa sem veita börnum og fjöl- skyldum þjónustu. Áhersla var jafn- framt lögð á að hagsmunir barna væru ávallt í fyrirrúmi með því að barn fái tengilið og málsstjóra sem gæti hagsmuna þess. Þetta tryggir samþættingu þjónustu í þágu far- sældar barna. Þá er ótalin aukning vegna lengingu fæðingarorlofsins, hækkun barnabóta og aukin stofn- framlög til byggingar á leiguhús- næði fyrir þá tekjulægri. Þegar neyðin er stærst Við sjáum fram á bjartari tíma, bóluefni þokast inn á markaðinn á undraverðum tíma. Vísindin lögðu allt undir og með þeirri vissu sem það gefur getum við treyst því að samvinna og kraftur stjórnvalda munu færa okkur fram á veginn. Ekki til baka heldur inn í nýja fram- tíð sem skráir nýja sögu, ný mark- mið og ný tækifæri. Halla Signý Kristjánsdóttir Höf. er þingmaður Framsóknar- flokksins í NV kjördæmi. Pennagrein Látum hendur standa fram úr ermum um og saman fundum við eitthvað út. Síðan auglýstum við hreinlega eftir þeim sem skulduðu okkur og það var mesta furða hvað tíndist inn. Húsið átti Ríkharður Jónsson þannig að hann sá um samskipti við tryggingafélög og Viðlagasjóð sem í dag heitir Náttúruhamfaratrygging Íslands. „Matsmennirnir ráðlögðu okkur að flýta okkur ekki of mikið við að taka saman yfirlit yfir glat- aðan eða ónýtan búnað og verkfæri heldur taka okkur góðan tíma í það. Við funduðum með starfsmönnun- um okkar og í sameiningu gerðum við skrá yfir þann búnað.“ Útsýni til Snæfellsjökuls Undir venjulegum kringumstæð- um brotna öldur á skerjunum und- an ströndinni við Ægisbraut. Þarna kom hins vegar margt til; sjávar- staða var mjög há, áhlaðandi mik- ill og ölduhæð sömuleiðis þannig að skerin voru lítil sem engin vörn heldur gátu stórar öldur komist óbrotnar að landi og gengið á land með þessum afleiðingum,“ segir Óli. Þeir félagar eru sammála um að ef flóðið hefði orðið tveimur klukku- stundum síðar er mjög líklegt að manntjón hefði orðið enda 20 til 30 starfsmenn í þeim fyrirtækj- um sem urðu fyrir tjóni. „Ingólfur Hafsteinsson og Hafsteinn Sigur- björnsson voru mættir til vinnu í Pípó en þeirra hús var sterkbyggt auk þess sem þeir höfðu neglt tvö- faldan krossvið yfir glugga á sjávar- hlið hússins. Við höfðum stundum sett plötur fyrir gluggana hjá okk- ur enda komu stundum smá gus- ur á húsið. Við tímdum hins vegar ekki að fórna alveg þessu stórkost- lega útsýni til Snæfellsjökuls,“ segir Guðjón og brosir. Eins og áður sagði má gera ráð fyrir ölduhæð eins og þeirri sem var þennan örlagaríka dag á 30 til 40 ára fresti. Ein og sér á ölduhæðin ekki að geta valdið neinu tjóni en skapist aðstæður eins og þennan dag þeg- ar margir orsaka- þættir koma sam- an má gera ráð fyrir að sjór gangi á land. Það yrði einfaldlega of kostnaðarsamt að gera varnir gegn ágangi sjávar þannig úr garði að þessi hætta sé algerlega úr sögunni. frg Varnargarður sem reistur var eftir flóðið. Hér sést það sem eftir stóð af Vélaleigu Birgis Hannessonar. Bakhlið Bifreiðaverkstæðis Guðjóns og Ólafs eftir flóðið. Forsíða Morgun- blaðsins daginn eftir flóðið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.