Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 202130 Hver er besta uppfinning sögunnar? Spurning vikunnar (Spurt á netinu) Sunna Rós Þorsteinsdóttir Áttaviti. Benedikt Jón Sigmundsson Það hlýtur að vera úr smiðju Ni- cola Tesla vinar míns en hann var langt á undan sinni samtíð og gerði fjölmargar uppgötvan- ir sem urðu undirstaða annarr- ar og þriðju iðnbyltingarinnar. Nefna má hluti eins og tilraun- ir með riðstraum, orkuflutning, röntgen, útvarpsbylgjur, fjar- stýringar og margt fleira. Bjarki Þór Aðalsteinsson Íbúðir. Lísbet Sigurðardóttir Ljósaperan. Gunnar Jóhann Elísson Ostaskeri. Góður til síns brúks og ekki síður sem spartlsspaði. Um næstsíðustu helgi hlupu ofur- hlaupararnir Gunnar Viðar Gunn- arsson og börkur Reykjalín brynj- arsson 100 km á Varmárvellinum í Mosfellsbæ til að safna fjárframlög- um fyrir Píeta-samtökin. Hægt var að hlaupa lengri eða skemmri spöl með þeim félögum gegn gjaldi, eða þá heita á þá og leggja inn peninga hjá samtökunum. Söfnunin gekk vonum framar, allmargir hlupu með þeim nokkra hringi á vellinum og í lok dags höfðu safnast samtals rúmlega milljón krónur. Gunnar og börkur eru báð- ir reynsluboltar í lengri hlaupum. Síðasta sumar lauk Gunnar t.a.m. 100 mílna (161 km) keppnishlaupi á Íslandi fyrstur manna, eins og ít- arlega var fjallað um í Skessuhorn- inu á þeim tíma. Áður hafði hann m.a. lokið 100 km hlaupi í bret- landi og 90 km hlaupi í Svíþjóð, svo eitthvað sé nefnt. börkur hefur hins vegar keppt í nokkrum áfanga- hlaupum erlendis, þar sem hlaupn- ir eru t.d. 50 km á dag fimm daga í röð. Síðasta sumar hljóp börkur einmitt eitt slíkt hlaup á eigin veg- um hérlendis, þar sem ekki viðraði til utanferða. Dags daglega starfar Gunnar sem húsasmiður í borgar- nesi, þar sem hann er búsettur, og börkur er verkfræðingur og starfar einkum í Reykjavík og í uppsveitum Suðurlands. börkur átti hugmyndina að styrktarhlaupinu á laugardaginn, en hann hafði lengi velt fyrir sér mögu- leikanum á að láta gott af sér leiða við tómstundaiðkun sína. Píetasam- tökin urðu svo fyrir valinu, en eins og kunnugt er sinna samtökin for- vörnum gegn sjálfsvígum og sjálfs- skaða. Fjármunirnir sem söfnuðust í hlaupinu verða m.a. nýttir til að fjármagna viðtalsþjónustu samtak- anna, en hægt er að hringja í síma þeirra 552 2218 á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Veðrið lék ekki beinlínis við hlaupafélagana á laugardaginn, þar sem norðan strekkingur blés á þá allan tímann og hitastigið var vel undir núllinu. „Þetta var helvíti kalt,“ eins og Gunnar orðaði það, en svo bætti hann því við að veð- ur væri bara hugarfar. Til að setja hlaupavegalengdina og aðstæðurn- ar í eitthvert samhengi má benda á að til að klára 100 km á venjulegri hlaupabraut, eins og á Varmár- vellinum, þarf að hlaupa hringinn 250 sinnum! Mesta hættan í svona hlaupum er að fara of hratt af stað og þess vegna einsettu félagarnir sér að hlaupa aldrei meira en 8 km á hverri klukkustund. Í lok hverrar klukkustundar gengu alltaf nokkrar mínútur af, sem voru þá vel nýttar fyrir stutta hvíld og nesti. Hlaup- ið hófst kl. 6 um morguninn og 100 km voru að baki nákvæmlega 12:40:22 klst. síðar, þ.e. stundvís- lega kl. 18:40:22. Að endingu má benda á reikn- ingsnúmer Píeta-samtakanna: Kt: 410416-0690. Reikn nr. 0301-26-041041. Stefán Gíslason Ljósm. Guðmundur Freyr Jónsson Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftinga- kona sigraði í kvennaflokki í klass- ískum kraftlyftingum á Reykja- víkurleikunum sem fram fóru um helgina. Keppni fór fram í Sport- húsinu í Kópavogi en var að þessu sinni innanlandsmót en erlendir keppendur urðu að hætta við þátt- töku vegna Covid-19. Kristín náði góðum árangri á mótinu og varð stigahæsti keppandi mótsins. Átta af níu lyftum henn- ar voru gildar. Hún bætti sig í öll- um greinum og í samanlögðu auk þess sem hún setti níu Íslandsmet á mótinu. Kristín lyfti samanlagt 516,5 kílóum. Hún tók mest 201 kíló í hnébeygju, 108 kíló í bekk- pressu og 207,5 í réttstöðulyftu. arg Börkur (nr. 1191) og Gunnar (nr. 1192) kappklæddir í kuldanum á laugardaginn með tveimur hlaupa- félögum sem fylgdu þeim hluta leiðarinnar. Hlupu 100 km fyrir Píetasamtökin Gunnar (nr. 1192) með einum af fjölmörgum hlaupafélögum sem hlupu með þeim Berki á laugardaginn til styrktar Píeta-samtökunum. Eins og glöggir lesendur sjá er hringurinn þarna hlaupinn réttsælis, en annars eru hlaupabrautir jafnan hlaupnar rangsælis. Þegar hlaupnir eru 250 hringir á vellinum á einum degi er hins vegar góð hugmynd að skipta um hlaupastefnu annað slagið. Kristín Þórhallsdóttir setti níu ný Íslandsmet á Reykjavíkurleikunum um helgina. Ljósm. Kraftlyftingasam- band Íslands Kristín stigahæsti keppandinn á Reykjavíkur- leikunum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.