Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 202124 Það eru eflaust einhverjir sem velta fyrir sér hvað Kvenfélag sé og hvers konar starf er unnið en Kvenfélag er hópur kvenna sem kemur saman og hefur líknarmál að aðalmarkmiði. Þær hittast og ræða hvaða málefni þarf að styrkja og hvernig eigi að fjármagna þau. Auk þess eru skipu- lögð námskeið og ýmsir viðburðir. Þetta er líka góður félagsskapur þar sem konur hittast, skiptast á sögum og oftar en ekki mikið hlegið. Þann 6. janúar 2021 var Kven- félag Hellissands 100 ára og er þar með eitt af elstu kvenfélögum landsins. Á þessum hundrað árum hefur félagið unnið að ýmsu fyr- ir samfélagið og má þá helst nefna líknarmál og ýmsa viðburði sem það hefur haldið. Á síðasta ári var ekki mikið um fundarstörf eða fjár- aflanir vegna kórónuveirunnar en samt sem áður styrkti Kvenfélag Hellissands ýmis málefni. Má þar nefna starf kirkjunnar, Grunnskóla Snæfellsbæjar sem var gefin hræri- vél, bökunarform og bækur fyrir út- skrift 10. bekkjar, leikskólann Kríu- ból sem var gefinn leikkofi sem hefur verið reistur á leiksvæðinu og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar fékk þrjár spjaldtölvur að gjöf. Vegna samkomutakmarka í sam- félaginu gat félagið ekki boðið bæj- arbúum að halda upp á afmælið með sér í Röstinni á afmælisdaginn eins og til stóð. Við bíðum betri tíma og vonum að við getum haldið upp á þetta merka tímabil í sögu félagsins á þessu ári. Við ætlum hins vegar að vera duglegar að senda inn grein- ar um Kvenfélag Hellissands næstu mánuði. Það má segja að hún Þor- björg Alexandersdóttir hafi byrj- að þar sem hún rekur söguna um hvernig Kvenfélagskonur á Hell- issandi hafa staðið vel við bakið á Ingjalds hólskirkju í síðasta jóla- og áramótablaði Jökuls. Þar sem 100 ár er langur tími hefur félagið ákveðið að segja frá starfi félagsins í tveimur hlutum. Árið 1991 á 70 ára afmæli Kvenfé- lags Hellissands var gefið út afmæl- isrit þar sem Jóhanna Vigfúsdóttir fór yfir sögu félagsins fram að þeim tíma. Við ætlum að leyfa lesendum að njóta þeirrar frásagnar hér en í næsta mánuði birtum við grein sem verður framhald af þessari, þar sem sagt verður frá starfi félagsins á ár- unum 1991-2021. Þar á eftir mun- um við senda inn ýmsar skemmti- legar frásagnir af starfi félagsins í gegnum árin. Stjórn Kvenfélags Hell- issands - Fyrstu 70 árin – Jóhanna Vigfúsdóttir Mér er bæði ljúft og skylt að miðla ykkur af þeim fróðleik sem ég á í förum mínum af sögu Kven- félags Hellissands. Fyrir 10 árum rakti ég sögu félagsins all ítarlega og verður því ekki hjá því kom- ist að um nokkrar endurtekningar verði að ræða, en vegna hreyfingar á búsetu fólks hér í hreppi á síðari árum, hygg ég samt að saga félags- ins sé mörgum framandi. Kvenfélag Hellissands er langelst starfandi félaga hér í hreppi, því þótt mörg félög hafi verið stofn- uð á þessum tíma eða áður þá hafa þau ekki starfað samfleytt svo lengi, heldur með vissum hvíldum. Á síðustu 70 árum hafa orðið svo stórfelldar breytingar í þjóð- félagi okkar að þær eru miklu meiri en allt frá landnámsöld og til okk- ar tímabils. Það má segja að saga kvenfélagsins sýni í hnotskurn ör- lítið brot af þeirri þróun. Eftir að konur fengu konsingarétt og kjör- gengi til jafns við karla þann 19. júní 1915, vakna þær til vitundar um félagslega stöðu sína í þjóð- félaginu og sýna það með ýms- um hætti. Um áratugi höfðu kon- ur barist fyrir þessum réttindum, má þar nefna Thorvaldssensfélag- ið, Kvenfélagið Hringinn, Hvíta- bandið o.fl. sem of langt yrði upp að telja. Kosningarétturinn miðað- ist þó við það að konur væru orðnar 40 ára svo senn var ekki fullum sigri náð. En nú fjölgar kvenfélögunum ört og 6. janúar 1921 er Kvenfélag Hellissands stofnað. Forgöngu um stofnun félagsins höfðu þær merk- iskonur Ingveldur Sigmundsdóttir skólastjóri hér í 22 ár og Matthildur Þorkelsdóttir ljósmóðir hér um 30 ára bil. Stofnendur félagsins voru 76 en íbúar í hreppnum u.þ.b. 700. Markmið félagsins var að stuðla að aukinni menntun kvenna og líkna bágstöddum, sérstaklega fátæk- um sængurkonum. Sjúkrasamlag og tryggingar voru þá óþekkt fyr- irbrigði. Félagið fékk inni í gamla barnaskólanum sem stóð við ána, beint á móti Klettsbúð. Það kom fljótlega í ljós að skólinn þótti ekki heppilegur fundarstaður. Það var mikill framfarahugur í konun- um, því á þessum árum stofna þær kvöldskóla fyrir ungar stúlkur og einnig gefa þær út blað, sem hlaut nafnið „Framsókn“. Því miður hef- ur þetta blað glatast en fengur hefði verið að því að eiga það nú. Það hefur aldrei komið í mínar hendur. Af gömlum fundargjörðum sést að bæði blaðið og kvöldskólinn urðu hvorugt langlíf, enda takmarkaður skilningur almennings á nytsemi slíkra hluta. Það má líka nefna að þáverandi organisti Kjartan Lárus- son er fenginn til að kenna ung- um stúlkum söng og var þetta vísir að því að kvenfólk fór að æfa með kirkjukórnum. Fram til þessa höfði það einungis verið karlar. Árið 1924 ræðst félagið í það að kaupa samkomuhúsið sem var í eigu hlutafélags hér á staðnum. Húsið var í lélegu ástandi og nú varð fé- lagið að ráðast í það stórvirki að stækka það og lagfæra á ýmsan hátt. T.d. var byggt leiksvið og kaffistofa ásamt eldhúsi. Skiptar skoðanir voru í félaginu um þessa framkvæmd en Ingveldur mun hafa séð fram á það, að ætti félagið að halda lífi yrði það að eignast húsnæði. Þarna lyftu konur grettistaki að mínu áliti. Þær öfluðu peninga með hlutaveltum o.fl. og sumar þeirra hikuðu ekki við að taka að sér flutning á efni og jafnvel grípa í steypuvinnu. Það var líka haft á orði hjá einstaka manni, að þarna væri á ferð pilsvargafélag. Þess skal þó getið að margir mætir menn studdu félagið dyggilega og voru þeir reyndar í miklum meiri- hluta og upp komst húsið í sæmi- legt horf á þeirra tíma mælikvarða. Í 35 ár sá Kvenfélag Hellissands um þetta eina samkomuhús hrepps- ins, án þess að fá svo mikið sem eina krónu fyrir í styrk frá ríki eða hreppsfélagi. Sjálfar sáu þær um alla hirðingu hússins endurgjalds- laust og greiddu fullt verð fyrir sín- ar eigin skemmtanir en húsið hafði sérreikning. Þrátt fyrir allt, var þó stundum gott að eiga þak yfir höf- uðið en ég efast um að þau séu mörg kvenfélögin á landinu sem hafa veitt þessa þjónustu í svo mörg ár og hefur mér oft fundist heldur hljótt um þetta mál. Nú var hafist handa með leiksýn- ingar á hverjum vetri um margra ára skeið. Jólatrésfagnaður var einnig fljótlega tekinn á dagskrá. Fyrsta sýningin var „Tengdamamma“ eftir skáldkonuna Kristínu Sigfúsdóttur. Hátíðarhöld voru 1. des og 17. júní og jafnan fengnir góðir fyrirlesarar, auk þess sem Ingveldur var óþreyt- andi við að flytja erindi um marg- vísleg efni. Einnig æfður söngur o.fl. Fyrsta iðnsýningin er haldin 1924 og var árlegur þáttur í starf- inu ásamt kaffisölu. Svo mælti við mig mætur maður að lokinni einni sýningu, að það væri mikill menn- ingarbragur á þessum sýningum. Iðnsýningin 1956 mun hafa verið með þeim síðustu. Hjúkrunarmálin voru í brenni- depli og 1925 er ráðin hjúkrunar- kona eða svokölluð hjálparstúlka á vegum félagsins. Sú fyrsta var Krist- björg Rögnvaldsdóttir, síðar ljós- móðir. Í sjö ár var þessu starfi hald- ið áfram og tók hreppurinn þátt í launagreiðslum síðustu tvö árin, þá lagðist þetta niður, mest vegna þess hve erfitt var að fá nokkra konu til að sinna þessu, þó kom fyrir að kvenfélagið útvegaði hjálp í erfið- um veikindatilfellum. Árið 1926 sótti félagið um styrk úr ríkissjóði til þess að stofna sjúkrasjóð og jafnframt um leyfi til sölu minningarspjalda. Voru nú keypt nauðsynleg hjúkrunaráhöld Kvenfélag Hellissands 100 ára Kvenfélag Hellissands var stofnað 6. janúar 1921 og hefur unnið farsælt starf í þágu hreppsbúa í eina öld. Í tilefni þessa tímamóta viljum við þakka samstarð við samfélagið og önnur félög á liðnum árum. Með ósk um ánægjuleg samskipti um ókomin ár. Kvenfélagskonur Hellissands kvenfélag hellissands 1921 - 2021 Mynd: Tekin á góðum degi í kringum 1990 Kvenfélagskonur. Myndin tekin í tilefni Mottumars 2020. Kvenfélagskonur syngja.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.