Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 20212 Nú er fyrsta mánuði ársins lokið og hvarf hann hratt og örugglega. Þá eru aðeins ellefu mánuðir eftir og ekki seinna vænna en að hefjast handa við að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir árið. Tíminn líð- ur nefnilega hratt og áður en við vitum af verður komið haust og þá er ekki gott að eiga öll mark- miðin eftir. Á morgun og föstudag er spáð suðaustan 10-18 m/s en hægari vindi austanlands. Víða er spáð lít- ilsháttar éljum og líkur eru á snjó- komu á Vesturlandi en yfirleitt bjart veður á Norður- og Norð- austurlandi. Frost 0-8 stig en frost- laust syðst. Á laugardag og sunnu- dag er útlit fyrir austlæga átt og dálítil él sunnan- og austantil en léttskýjað fyrir vestan. Hiti breytist lítið. Á mánudag er spáð norðaust- anátt með dálitlum éljum og kóln- andi veðri. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hvort alltaf ætti að segja satt, undantekning- arlaust. Hvít lygi getur verið nauð- synleg að mati 43% svarenda, 29% segja að alltaf skuli segja satt, 18% segja að betra sé að þegja en að segja ósatt og 10% segja enga þörf á því að segja alltaf satt. Þar höfum við það Í næstu viku er spurt: Ertu háður einhverju? Leifur Finnbogason umsjónarmað- ur háskólagáttar á ensku er með- al viðmælenda í Skessuhorni í dag. Hann ásamt samstarfsfólki sínu tókst á skömmum tíma að sann- færa fjörutíu manns, útlendinga búsetta hér á landi, um kosti þess að skrá sig til náms á tímum sem atvinnuleysi í þeim hópi er mikið. Leifur er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Samþykkja fær- anlegar leikskóla- stofur BORGARNES: Á fundi byggðarráðs borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var m.a. rætt um viðbrögð við biðlistum eftir leikskólaplássum í borg- arnesi. Tillaga sviðsstjóra fjöl- skyldusviðs felur í sér að keypt- ar verði færanlegar kennslustof- ur við Ugluklett til að bregð- ast við ástandinu. „byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga um kaup á færanleg- um kennslustofum. Málið verði lagt fyrir byggðarráð að nýju á næsta fundi þess, þegar fyrir liggja tölulegar forsendur vegna kaupa og uppsetningu kennslu- stofa,“ segir í bókun frá fundi byggðarráðs. -mm Hrossahólf víða orðin vatnslaus LANDIÐ: Vegna viðvarandi frostatíðar eru hólf þar sem úti- gangshross ganga nú víða orðin vatnslaus og ekki breytinga að vænta á næstu dögum. Matvæla- stofnun vekur athygli á skyld- um eigenda og umráðamanna hrossa að sjá til þess að útigangi sé séð fyrir aðgangi að vatni eða snjó til að tryggja heilsu þeirra og velferð. -mm Nokkur brot í sömu andrá AKRANES: Ökumaður sem lögregla stöðvaði við eftirlit í vikunni sem leið reyndist und- ir áhrifum áfengis og fíkni- efna, sviptur ökuréttindum og á stolnum bíl. Ökumaðurinn var handtekinn og þegar komið var á lögreglustöð reyndist bíllinn vera á stolnum númerum. Þá fundust einnig númeraplötur af öðrum bíl í umræddum bíl. Við athugun reyndist ökumað- ur ekki hafa stolið bílnum held- ur fengið hann lánaðan hjá öðr- um aðila en sá hafði hinsvegar stolið bílnum og skipt um núm- eraplötur á honum. -frg Nýtt tækifæri Leita að áhugasömu fólki í tengslamarkaðsetningu til að kynna og selja heimsklassa 100% hreinar náttúruvörur sem standa fyrir sínu. Þær koma frá virtu alþjóða fyrirtæki. Tekjumöguleikarnir eru árangurstengdir og engin takmörk sett, einungis viðleitni þín sker úr um það. Hafir þú áhuga hvort sem er til eigin nota eða til kynningar vinsam- legast hafið samband. asta.synergyworldwide.com Sími: 695-0452 Ásta Tómasdóttir Netöryggiskeppni Íslands hófst á mánudaginn með forkeppni á netinu sem stendur til 15. febrú- ar. Keppnin er nú haldin í annað sinn en sú fyrsta fór fram í Hörpu Í fréttatilkynningu breiðafjarðar- nefndar, frá 26. janúar síðastliðn- um og birtist í Skessuhorni í síð- ustu viku, kemur fram að af um- sögn Stykkishólmsbæjar við skýrslu nefndarinnar um framtíð breiða- fjarðar megi ráða að sveitarfélagið „sé ekki tilbúið í samstarf um frek- ari verndun,“ eins og það er orð- að. Stykkishólmsbær sendi sama dag frá sér tilkynningu þar sem þetta orðalag breiðafjarðarnefnd- ar er leiðrétt og útskýrt af hverju: „Framangreind fullyrðing breiða- fjarðarnefndar, um að Stykkis- hólmsbær sé ekki tilbúinn í samstarf um verndun, er túlkun breiðafjarð- arnefndar á umsögn Stykkishólms- bæjar. Ekki er um að ræða afstöðu Stykkishólmsbæjar, enda kemur það ekki fram í umsögn Stykkishólms- bæjar að sveitarfélagið sé ekki til- búið í samstarf um verndun. Hvað þá að sveitarfélagið sé ekki tilbúið í samstarf um hina fjölbreyttu vernd- un breiðafjarðar, hvort sem litið er til verndar á landslagi, einstökum jarðmyndunum og lífríki eða varð- veislu menningarsögulegra minja. Umrædd umsögn Stykkishólms- bæjar snýr einungis að fyrirliggj- andi tillögum nefndarinnar og rök- um nefndarinnar fyrir þeim,“ seg- ir í tilkynningu sem Jakob björg- vin Jakobsson bæjarstjóri Stykkis- hólmsbæjar undirritar. mm Keppni hafin í netöryggi í febrúar 2020. Netöryggiskeppn- inni lýkur með landskeppni í mars en þar verður keppt um þátttöku- rétt í Netöryggiskeppni Evrópu, European Cyber Security Chal- lenge (ESCS), sem fer fram í Prag í lok september á þessu ári. Markmið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á netöryggi og hvetja það til að mennta sig á því sviði og gera netöryggi að atvinnu sinni. Þrátt fyrir mikilvægi netör- yggis skortir enn fleira hæfileikaríkt fólk til að takast á við þær áskoran- ir sem því fylgja. Þess vegna setti Netöryggisstofnun Evrópu, EN- ISA, á laggirnar Netöryggiskeppni Evrópu og Evrópuþjóðir halda síð- an eigin landskeppnir. Í keppninni leysa keppendur gagnvirk verkefni, sem öll tengjast netöryggi, og mörg hver líkja eftir raunverulegum öryggisgöllum sem upp hafa komið í gegnum tíðina. Verkefnin reyna jafnt á skapandi hugsun sem og rökhugsun, en lögð er sérstök áhersla á að framsetning efnisins sé skemmtileg. Netöryggiskeppni Íslands fer fram í tveimur hlutum. Tveggja vikna forkeppni fer fram á netinu 1.-15. febrúar og er opin öllum. Þeir keppendur sem standa sig best í forkeppninni, öðlast þátttökurétt í landskeppni, sem haldin verður í mars. Markmið landskeppninnar er að velja tíu manna lið til að taka þátt í Netöryggiskeppni Evrópu (ESCS) fyrir hönd Íslands. Sam- kvæmt reglum ESCS verða kepp- endur að vera á bilinu 14-25 ára (fædd á árunum 1996 til og með 2007). Landskeppnin verður haldin helgina 20.-21. mars. Unnið er að því að velja heppilegt húsnæði til að halda keppnina þar sem hægt verð- ur að tryggja sóttvarnir og viðeig- andi fjarlægð á milli keppenda. Netöryggiskeppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytisins og í sam- vinnu við Menntamálastofnun og fyrirtækið Syndis, sem hefur um- sjón með framkvæmd keppninnar. mm Stykkishólmsbær leiðréttir frétta- tilkynningu Breiðafjarðarnefndar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.